Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 1
125 ATHUGASEMDIR voru gerðar við ástand flutningaskipsins M/V Si- am Topaz þegar flokkunarfélag skipsins skoðaði það eftir komu þess til Grundartanga 23. nóvember. Skipið var sett í farbann við hafn- arríkiseftirlit á Grundartanga og gerðar 13 athugasemdir við skipið, m.a. við ársskoðanir þriggja skír- teina. Þá var flokkunarfélagið kallað til og gerði það ítarlega skoðun. Siam Topaz er skráð á Bahama og er rúmlega 15.833 brúttótonn. Út- gerðin er í Mumbai á Indlandi. Gerð- ar voru lagfæringar til bráðabirgða á skipinu og var því leyft að sigla beina leið til viðgerðar í Póllandi á sunnudaginn var. gudni@mbl.is Sett í farbann vegna 125 athugasemda Grundartangahöfn Farbann sett á skip. Þ R I Ð J U D A G U R 8. D E S E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 327. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF NÁTTÚRULEGT JÓLA- SKRAUT Í AÐALDAL «AFLISTUM Í mexíkóskum kirkju- görðum er lifandi fjör 6 Jólaföndur Einhverjar hugmynd ir? *Nánar um skilmála á flytjandi.is PI PAPAA RR \ TB W A W A T ••• SÍ A • SÍ A • 9 8 81 91 8 á www.jolamjolk.is Frábærir vinningar! Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik KARLAKÓRINN Fjallabræður tók þátt í heimssögulegum atburði í gær til styrktar baráttu gegn alnæmi í Afríku. Sungu þeir bítlalagið All you need is love samtímis öðru listafólki í 196 löndum. Var söngurinn fluttur út beint á netinu og héðan frá Tjörninni, fuglunum til nokkurs ama. HEIMSSÖNGUR FJALLABRÆÐRA FRÁ TJÖRNINNI Morgunblaðið/RAX  LANDSVIRKJUN ætlar að hækka verð á rafmagni til við- skiptavina sinna um 4,4% um næstu áramót. Fyrirtækið hækkaði síðast gjaldskrá sína um 7,5% hinn 1. júlí sl. Verðbreytingarnar taka mið af verðbólgu á árinu. Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka ekki verð á rafmagni eða heitu vatni. Hins vegar verða breyt- ingar á verði, að sögn forstjóra OR, sem raktar eru m.a. til skattahækk- ana stjórnvalda. »14 Verð á rafmagni hækkar Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÖNNUR umræða um Icesave-frumvarpið stóð enn yfir um miðnætti í nótt en Guðbjartur Hann- esson, formaður fjárlaganefndar, hafði þá fyrr um kvöldið kynnt að komið yrði til móts við þá kröfu stjórnarandstöðunnar að farið yrði yfir 16 atriði sem varða samningana í fjárlaganefnd. Ætlunin er að nefndin ljúki álitsgerð á umrædd- um atriðum á milli 2. og 3. umræðu um frumvarpið en Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, kveðst aðspurður ekki viss um að henni ljúki fyrir jól, í ljósi anna hjá nefndinni. Hann segir niðurstöðuna byggjast á samkomu- laginu við forseta Alþingis á föstudag. „Í fyrsta lagi var þetta spurning um að fá lögfræðiálit frá sérfræðingum í enskum lögum. Það verður unnið af lögmannsstofunni Mishcon de Reya. Þar viljum við að enskir sérfræðingar stofunnar skoði texta samninganna og eins hvaða þýðingu það hafi að ensk lög gildi um samningana en ekki íslensk. Síð- an gerðum við kröfu um að það yrði fengið hlut- lægt og óháð lögfræðiálit varðandi spurninguna um stjórnarskrána að því er varðar framsal dóms- valds og umfang ríkisábyrgðar.“ Vel verði farið yfir efnahagshliðina „Þá gerðum við kröfu um að farið yrði yfir þessa efnahagslegu þætti, greiðsluþolið, gengisáhætt- una og ákvæðið sem kennt er við Ragnar H. Hall lögfræðing og fleira. Því er komið í ákveðinn far- veg, m.a. með aðkomu hugveitunnar Center for European Policy Studies,“ segir Kristján og bætir því við að nefndin vilji fá álit á áhættu þjóðarbús- ins vegna lánasamninganna og nefnir þar Seðla- bankann og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.  Titringur um afgreiðslu | 2 Gengur að kröfunum  Stjórnin gengur að skilyrðum stjórnarandstöðunnar um framhaldið á Icesave  Leitað álits hjá evrópskum sérfræðingum  Óvíst hvort afgreiðsla næst fyrir jól » Lagahliðin skoðuð ýtarlega » Áhætta þjóðarbúsins metin  KONA, starfsmaður Alþingis, slasaðist á baki, eftir að henni var hent á ofn og lögreglumaður slas- aðist á hálsi, fæti og hendi í átökum sem spruttu af innrás nokkurra mótmælenda í Alþingishúsið 8. des- ember fyrir nákvæmlega ári. Kon- an hefur gengist undir aðgerðir en ekki náð bata og lögreglumaðurinn hefur heldur ekki náð sér. Málin eru fyrir dómi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein eftir Gylfa Guðjónsson, ökukennara og fyrrv. lögreglu- mann, í aðsendri grein í dag, Lög- reglan í herkví. Gylfi lýsir aðstæð- um í þinghúsinu þennan dag. [Lögreglumaðurinn] „fór síðan inn á stigaganginn þar sem átökin áttu sér stað, en frá honum lágu dyr að þingsölum á 2. hæð og áhorfenda- pöllum á 3. hæð. Honum tókst að hefta för hópsins á annarri hæð með eina kylfu og piparúða að vopni. Starfsmenn þingsins voru neðar í stiganum í vörn sinni; þeir unnu ákveðna hetjudáð en þeir eru ekki þjálfaðir til átaka.“ »19 Tvö mál fyrir dómi eftir árás á þinghúsið fyrir ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.