Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Hágæða gólfbón fyrir flest gólfefni - einfalt og fljótlegt í notkun! Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Áfangar - Vélaleiga Húsavíkur - Nesbakki - Skipavík - SR byggingavörur - Eyjatölvur - Miðstöðin - Óskaþrif Hólmavík - Pottar og prik - Núpur - Litaver - Byggt og búið Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MIKLAR sviptingar hafa verið í bæjarpólitíkinni í Grindavík á kjör- tímabilinu. Enn einn meirihlutinn var myndaður um helgina. Bæjarfulltrúar VG slitu meirihlutasamstarfi við Fram- sóknarflokk og Samfylkingu sl. föstudag og mynduðu nýjan meiri- hluta með Sjálfstæðiflokki og Sam- fylkingu. Ástæðan var sú að ekki stóð til að ráða bæjarstjóra í stað Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur sem horfin er til annarra starfa. Nýi meirihlutinn hefur samið við Ólaf Örn Ólafsson, sem var bæjarstjóri hjá fyrsta meirihlutanum, um að gegna störfum fram að kosningum. Persónuleg átök Með myndun nýs meirihluta má segja að bæjarstjórnin sé að spóla aftur um sautján mánuði. Í júlí 2008 sleit Samfylkingin samstarfinu við Sjálfstæðisflokk. Hvor flokkur hafði tvö fulltrúa. Svo virðist sem oddvitar flokkanna, Jóna Kristín hjá Samfylkingu og Sigmar Eð- varðsson hjá Sjálfstæðisflokki, hafi ekki átt skap saman. Síðar kom í ljós að Hitaveita Suðurnesja var þrætuepli. Harðar deilur urðu milli oddvitanna, persónulegar á köflum. Óánægja var í bænum með samn- inga sem gerðir voru um starfslok bæjarstjórans fráfarandi. Meirihluti Samfylkingar og Framsóknar var einnig með fjóra bæjarfulltrúa á bak við sig. Hins vegar hrikti verulega í stoðum hans tvisvar í kringum páskana í vor. Þá komu bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins í veg fyrir það að Garðar Páll Vignisson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, yrði ráðinn skóla- stjóri hins nýja Hópsskóla. Það gerðu þeir meðal annars með hót- unum um að slíta meirihlutasam- starfinu og taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk. Niðurstaðan var að ráða þann umsækjenda sem ráð- gjafar höfðu metið hæfastan. Garðar Páll var ósáttur við niður- stöðuna og ummæli forystumanns framsóknarmanna um pólitískar ráðningar og má segja að ekki hafi gróið um heilt í meirihlutanum síð- an. Garðar Páll sagði sig síðar úr Samfylkingunni og gekk í VG ásamt Birni Haraldssyni sem kos- inn var í bæjarstjórn fyrir Frjáls- lynda. Meirihlutinn lafði þó áfram með þeirra stuðningi. Garðar Páll segist hafa verið á leið út úr bæj- arpólitíkinni eftir þessa atburði en síðan ákveðið að ganga til liðs við VG og gera eitthvað uppbyggilegt. Þar hafi hann fengið góðan hljóm- grunn fyrir áhugamáli sínu um að setja á fót menntaskóla í Grindavík. Límið losnaði Jóna Kristín var límið sem hélt meirihlutanum saman og þegar ekki náðist samstaða um það hvernig ætti að stjórna út kjör- tímabilið sleit VG samstarfinu. Ekki er annað að heyra á bæjar- fulltrúum en að samstaða sé um málefni, meðal annars um hitaveit- umálin. Petrína Baldursdóttir, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokksins, tel- ur að bæjarstjóramálið sé tylliástæða. „Ég upplifi þessi meiri- hlutaslit sem persónulega hefnd bæjarfulltrúa vegna þess að hann fékk ekki pólitíska stöðuveitingu,“ segir Petrína. Spólað til baka  Enn einn meirihlutinn tekur við í Grindavík á morgun  Ólafur Örn Ólafsson verður bæjarstjóri út kjörtímabilið „ÉG var ekki búinn að binda mig í fasta vinnu. Var að leita en mér lá ekkert á þar sem ég er á launum,“ seg- ir Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, sem tekur væntanlega við starfi sínu að nýju á fimmtudag. Þegar meirihlutinn sprakk sumarið 2008 var gerður starfslokasamningur við Ólaf Örn. Samkvæmt honum er hann á launum út kjörtímabilið og sex mánuði betur og bærinn keypti íbúðarhús hans í Grindvík. Nýr meirihluti hefur óskað eftir því að Ólafur Örn komi aftur til starfa, út kjörtímabilið. Hann sam- þykkti að gera það, án nokkurra viðbótargreiðslna, þótt honum bæri engin skylda til þess. „Ég gaf fyrirheit um að gegna þessu starfi í fjögur ár og fyrst ég hef tækifæri til þess ætla ég að standa við það. Ég er vanur að ljúka því sem ég byrja á,“ segir Ólafur. Vanur að ljúka því sem ég byrja á Ólafur Örn Ólafsson Morgunblaðið/RAX Brim Bræla hefur verið í samstarfinu í bæjarstjórn Grindavíkur stóran hluta kjörtímabilsins sem senn fer að ljúka. Persónulegar deilur hafa sett svip á samstarfið í bæjarstjórn Grindavíkur. Á morgun tekur væntanlega þriðji meirihlutinn við völdum – eða sá fjórði, eftir því hvernig er talið. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „HELSTA niðurstaða mín er sú að þrátt fyrir að mikið sé rætt um að á Íslandi ríki jafnrétti, þá kemur í ljós, þegar málið er skoðað nánar, að jafn- rétti er meira í orði en á borði,“ segir Gyða Margrét Pétursdóttir, nýbakað- ur doktor í kynjafræði. Í doktorsritgerð sinni velti hún því m.a. fyrir sér hvernig þetta viðvar- andi misrétti viðgengst, bæði á vinnu- markaðnum og á heimilum. Við rannsókn sína ræddi hún við karla og konur á 15 vinnustöðum; hjá Reykjavíkurborg, hugbúnaðarfyrir- tæki, skyndibitastöðum, matvöru- verslun og bensínstöð. Á öllum þess- um vinnustöðum fór verkaskipting að miklu leyti eftir kyni starfsmanna. Ástandið var skást hjá Reykjavíkur- borg og segir Gyða Margrét að það skipti höfuðmáli að borgin hafi sett sér jafnréttisstefnu árið 1994 og að mannréttindafulltrúi borgarinnar sé háttsettur í skipuriti hennar. Konan fékk ekki að forrita Hjá einkafyrirtækjunum var stað- an annað hvort sú að engin jafnréttis- eða fjölskyldustefna var í gildi eða ekki var farið eftir henni. Hjá hugbúnaðarfyrirtækjum nýtur forritun jafnan mikillar virðingar og það er einnig vel launað. Gyða Mar- grét komst að því að konu sem er tölv- unarfræðingur var neitað um starf við forritun en var boðið starf í þjónustu- deild í staðinn. Karl með sömu mennt- un og sambærilega reynslu fékk hins vegar forritunarstarfið. „Þetta er eitt dæmi en það er mjög lýsandi um hvernig hugmyndir um kyn litar við- horf til karla og kvenna, segir hún. Ekki sé gert ráð fyrir að konan búi yf- ir sömu hæfni í forritun, þrátt fyrir jafnmikla menntun, en þess í stað sé gert ráð fyrir að hún búi yfir með- fæddri hæfni í þjónustustörfum. Sama mynstur hafi komið í ljós í hin- um fyrirtækjunum. Hugmyndir um viðveru á vinnustað spili einnig stórt hlutverk en jafnan sé gert ráð fyrir að karlar geti eytt meiri tíma í vinnu en konur. „Í ritgerðinni minni horfi ég mikið á það sem er ósagt en má lesa á milli línanna. Hér er mikið talað um að við séum búin að ná jafnrétti, allir hafi sömu möguleika og frami byggi á hæfni einstaklings. En síðan er margt sem er aldrei sagt en liggur í loftinu,“ segir Gyða Margrét. Á vinnustöðum og einnig á heimilum sé það viðhorf rótgróið að starf karla sé mikilvægara en starf kvenna. Þær konur sem reyni að breyta þessu sé oft litnar hornauga og breytingatilraunir geti komið niður á starfsframa þeirra. Skipt í karla- og kvennastörf Gyða Margrét rak sig á það að þótt jafnrétti virtist ríkja á vinnustað, s.s. vegna þess að kynjahlutföll voru jöfn, var ekki um raunverulegt jafnrétti að ræða. „Störfum er fljótt skipt í karla- störf og kvennastörf. Og virðing starf- anna fer eftir því hvort karlar sinni þeim eða konur. Það sem karlar gera þykir mikilvægara, óháð verkinu.“ En hvernig á að breyta ástandinu? Gyða Margrét segir það að mestu leyti undir körlum komið. Þeir geti sagt frá tekjum sínum og þannig stuðlað að jöfnu kaupi og þeir geti veitt konum svigrúm á vinnustöðum og heimavið. Starfið þykir mikilvægara ef karl sér um það Margt aldrei sagt en liggur í loftinu Áfram Frá Kvennafrídeginum 2005. Í HNOTSKURN » Gyða Margrét Péturs-dóttir ræddi við 24 karla og 24 konur og heimsótti þau á vinnustaði þeirra. » Hún byggir doktors-ritgerð sína á viðtölunum: „Valdinu viðhaldið innan áru kynjajafnréttis.“ » Fyrirlesturinn er haldinn ístofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, frá 12-13:30. MIKLAR skemmdir urðu á skólastof- um Waldorf-skólans Sólstafa í Hraun- bergi eftir íkveikju þriggja fimmtán ára pilta seint á sunnudagskvöld. Sömu piltar voru á ferð fyrr um kvöld- ið í Fellaskóla þar sem þeir báru eld að gluggatjöldum. Þeir voru handteknir nærri vettvangi og liggur játning fyrir. Aðeins minniháttar skemmdir urðu í Fellaskóla og gekk skólastarf þar eðlilega fyrir sig. Aðra sögu er að segja af Sólstöfum þar sem tvær skólastofur eru gjörónýtar og önnur til viðbótar nokkuð skemmd. Engin kennsla var því í gær en yngri deild fær að mæta í dag og eldri deild á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins er tjónið talið hlaupa á milljónum. Að sögn lögreglu er erfitt að segja til hvað piltunum gekk til með athæfi sínu annað en skemmdarfýsn. Þeir eiga að baki sögu hjá lögreglu, þó að stutt sé, og því ljóst að fast verður tek- ið á málum þeirra. Þrátt fyrir ungan aldur eru piltarnir sakhæfir. Þá er hægt að ákæra fyrir brot á 164. gr. en í henni segir: „Valdi maður eldsvoða, sem hefur í för með sér almannahættu, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 6 mánuði.“ Málið er þó enn í rannsókn og er unnið í samvinnu lögreglu og barnaverndar- nefndar. En þó svo að piltarnir verði sak- felldir fyrir íkveikjurnar eru þeir ekki fjárráða og fellur því milljóna króna krafa um skaðabætur á forráðamenn piltanna. Að sögn lögreglu verður þetta von- andi til þess að piltarnir haldi af þeirri braut sem þeir eru á. Sakhæfir og skaðabóta- krafa á forráðamenn Þrír fimmtán ára piltar ollu stórskemmdum með íkveikjum » Tjónið talið hlaupa á milljónum króna » Hafa áður komið við sögu hjá lögreglunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.