Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Jakob Fannar Garðabær Engin gróðasjónarmið, segir bæjarstjóri. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is GARÐABÆR útvegar kalt vatn fyrir íbúa á Álftanesi og var tonnið af vatninu selt á yfir 18 krónur í síðasta mán- uði. Þetta sama vatn kaupa Garðbæingar af Vatnsveitu Kópavogs á rúmlega fimm krónur tonnið. Ekki eru gerðar takmarkanir á magni á umsömdu verði fram til ársins 2018. Garðbæingar áætla að í ár út- vegi þeir Álftnesingum 330 þúsund tonn. Þeir greiða Kópavogi um 1,6 milljónir fyrir þetta vatn í ár, en selja það aftur á tæplega sex milljónir. Áætla má að vatns- viðskiptin skili Garðbæingum ríflega fjórum milljónum króna í bæjarkassann í ár. Stofnkranar Kópavogs og Álftaness eru ekki sam- tengdir þannig að vatnið er flutt í veitukerfi Garðbæinga og afhent í tengibrunni við Presthól skammt sunnan Álftanesvegar og Garðaholtsvegar. Orkuveita Reykja- víkur hefur yfirtekið Vatnsveitu Álftaness og er sam- kvæmt því greiðandi vatnsins. Gunnar Einarsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, segir að viðskiptin byggist á gömlum samningum. Annars vegar við Bessastaðahrepp frá 1995 og hins vegar við Vatnsveitu Kópavogs vorið 2006. Í báð- um tilvikum er miðað við byggingarvísitölu. Garðabær hafi aflétt vatnsvernd á byggingarsvæði í Kópavogi og vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Kjóavöllum og mið- að hafi verið við verð sem Garðabær fékk hjá eigin vatns- veitu. „Það eru engin gróðasjónarmið að baki þessum viðskiptum og það hefur ekki verið óskað eftir endur- skoðun á samningum,“ sagði Gunnar. Vatnið margfaldast í verði Garðabær kaupir vatn á 5 kr. og selur Álftnesingum á 18 kr. 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjóri Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport- @mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Heimilistæki, stór og smá, ljós og símar í miklu úrvali. Líttu inn og gerðu góð kaup. Við tökum vel á móti þér. A T A R N A Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is fyrir Titringur um afgreiðslu Stjórnarandstaðan segir ágreining hafa risið upp hjá Samfylkingunni um næstu skrefin í Icesave-málinu Eftir Baldur Arnarson og Jón Pétur Jónsson „ÞETTA eru orðin innanflokksátök milli þá væntanlega [Guðbjarts Hannessonar] formanns fjárlaganefndar og [Ástu Ragnheiðar Jóhannes- dóttur], forseta Alþingis, um hver hafi umboð til að semja við stjórnarandstöðuna um lyktir máls- ins,“ sagði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um ágreining hjá Samfylk- ingunni um hvernig komið skyldi til móts við kröf- ur stjórnarandstöðunnar í Icesave-málinu áður en fallist var á þær á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Ég tel þetta einfaldlega vera innanflokksmál og svo vaknar sá grunur að stjórnarmeirihlutinn telji að hann hafi samið af sér í málinu og að þeir séu núna með einum eða öðrum hætti að reyna að hlaupast frá því samkomulagi sem náðist hér fyrir helgi.“ Hlaupast undan merkjum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng. „Það er greinilegt að hluti stjórnarmeirihlutans telur að stjórnarmeirihlutinn hafi samið af sér við okkur í stjórnarandstöðunni, þegar við vildum ein- faldlega framfylgja okkar kröfu.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra vísaði því á bug að ágreiningur væri um málið innan Samfylk- ingarinnar. Ljúka þyrfti málinu sem fyrst. „ÞETTA var ákveðið strax í haust í samráði við varaþingmann minn, Arndísi Soffíu Sigurðardóttur. Bæði er ég að flytja og skipta um húsnæði og svo hefur verið mikið vinnuálag á þinginu þannig að ég hef ekki getað sinnt verkefnum sem ég er með á lögfræðiskrifstofu minni,“ segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, um ástæður þess að hann fari nú í leyfi frá þingstörfum. Inntur eftir því hvort hann sé þar með að víkja sér undan því að greiða atkvæði um Icesave-frumvarpið vís- ar Atli því á bug. Hann hafi búist við að greiða atkvæði um það í október. Reglubundið verkefni Þá bendir Atli á að hann hafi sinnt ársuppgjöri á lögfræðistofunni fyrir áramótin 2007 og 2008 og að því sé um reglubundið verkefni að ræða. Spurður um svigrúm þingmanna til að fara í leyfi segir Helgi Bernód- usson, skrifstofustjóri Alþingis, ekki spurt um einkaástæður þingmanna fyrir því að óska þess. „Það er ákvæði í 53. grein þing- skaparlaga um það að þingmönnum er skylt að sækja þingfundi nema nauðsyn banni. Og ef þeir geta það ekki taka þeir inn varamann. […] En ég legg áherslu á það þetta mat er fyrst og fremst í höndum þingmanna sjálfra.“ Hefur ekki gert upp hug sinn Arndís Soffía, varamaður Atla á þingi, kveðst aðspurð ekki hafa gert upp hug sinn í Icesave-málinu. „Ég hef nú ekki verið að gefa út einhverja sérstaka yfirlýsingu um það. Ég er enn þá að viða að mér gögnum […] Ég hef talið hingað til að þetta væri illskásti kosturinn í stöðunni en eins og ég segi er ég að fara yfir gögn, þ.e.a.s. sem hafa ein- ungis verið opin fyrir þingmenn hingað til, og bara reyna að viða að mér sem mestum upplýsingum. Það er staðan í dag.“ baldura@mbl.is Ekki að forðast Icesave Atli Gíslason Atli Gíslason í leyfi Arndís Soffía Sigurðardóttir STÓRBLAÐIÐ New York Times birti í gær um- fjöllun um Ragnar Axelsson (RAX), ljósmyndara Morgunblaðsins, og Grænlandsmyndir hans. Blaðið segir að myndir RAX fangi öfgafullar andstæður, baðaðar í kynngimagnaðri hvítri heimskautabirtu. Greinin birtist í blaðhlutanum Lens og er einnig á forsíðu ferðahluta blaðsins á vefnum (travel.nyt.com). Blaðakonan Miki Meek rekur ferðir Ragnars um hinar dreifðu byggðir Grænlands og hvernig hann hefur skráð mörg þúsund ára gamlar veiði- hefðir grænlenskra veiðimanna í myndum. Skyggnusýning með myndunum var á hinni virtu LOOK3 ljósmyndahátíð í Charlottesville í Virginíu í Bandaríkjunum í júní síðastliðnum. New York Times fjallar um Grænlandsmyndir Ragnars Axelssonar Kynngimögnuð heimskautabirta Ljósmynd/Sveinn M. Sveinsson „Á fundi fjárlaganefndar átti að taka fjár- aukalög en þeir hjá ráðuneytinu mættu ekki út af þessu Wikileaks-máli. Það lék víst allt á reiðiskjálfi í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um titring- inn sem birting tölvupósta Indriða H. Þorláks- sonar og starfsmanns AGS olli í ráðuneytinu. Aðspurður hvort hann hefði orðið var við ágreining innan Samfylkingarinnar um fram- hald Icesave-málsins sagði Þór að það væri „greinilegt“ að Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir þingforseti hefði verið „ósátt við fram- göngu Guðbjarts Hannessonar“, formanns fjárlaganefndar, í málinu. | 9 Ráðuneyti á reiðiskjálfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.