Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 10
GERÐ Landeyjahafnar hefur gengið vel og framundan er að hefja dýpkun þessa mikla hafnarmannvirkis. Dýpkunin er mikið verk því fjarlægja þarf 195 þúsund rúmmetra af efni af hafsbotni. Tilboð hafa verið opnuð í verkið hjá Sigl- ingastofnun og bárust alls 5 tilboð í það. Lægsta tilboðið kom frá Björgun ehf og hljóðaði það upp á rúmar 99 milljónir króna. Hæsta tilboðið kom frá Hagtaki hf, 250 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 133 milljónir. Fyrsta áfanga verksins skal lokið fyrir 1. júlí 2010 og öðrum áfanga þess á að vera lokið fyrir 1. október á næsta ári. Stefnt er að því að Herjólfur hefji siglingar milli Eyja og Landeyjahafnar síðla næsta sumar. sisi@mbl.is Björgun átti lægsta tilboðið í dýpkun 10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins Dregið 24. desember 2009 163 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 22.690.000 kr. Það eru ekki kjörtímar fyrirútgáfu blaða og tímarita um þessar mundir. Þótt þörf fyrir öfluga útgáfustarfsemi sé brýn. Mikill samdráttur hefur orðið á auglýsingamarkaði svo sem vænta mátti. Fyrirferðarmiklir auglýsendur eru horfnir á braut. Fjárhagur þeirra sem eft- ir lifa er þrengri en áð- ur og hverri krónu þarf að velta. Sama gildir um ein- staka kaup- endur.     Þess vegna er fagnaðarefni, efekki fagnaðarundur hve mörgum tekst með myndarskap að halda úti áhugaverðum tíma- ritum. Eitt slíkt er tímaritið Þjóðmál undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.     Ekki er vafi á að lykillinn aðvelgengni þess tímarits er að ritstjóranum hefur tekist að fá snjalla penna úr ólíkum áttum til að birta þar efni. Og það efni finna menn ekki svo auðveldlega annars staðar hér á landi. Fram- setningin er stundum allt að því ögrandi og stjórnmálalegur rétt- trúnaður flækist ekki fyrir greinarhöfundum.     Tímarit af þessu tagi erusjaldnast gefin út í stóru upp- lagi, en það segir ekki allt um áhrif þeirra. Efnisvalið og efn- istökin og þekking og leikni ein- stakra höfunda skipta sköpum.     Nýjasta tölublað Þjóðmála erenginn eftirbátur annarra. Efnið er fjölbreytt, höfundarnir ólíkir og efnið er grípandi. Svo ólíkir hinni losaralega upphróp- unarumræðu sem er svo víða stunduð eru höfundar Þjóðmála og greinarnar þeirra aufúsugest- ir, þegar Þjóðmál detta inn um lúguna.. Þjóðmál Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 2 léttskýjað Lúxemborg 6 þoka Algarve 18 skýjað Bolungarvík 4 rigning Brussel 8 skýjað Madríd 10 alskýjað Akureyri 4 alskýjað Dublin 5 skúrir Barcelona 16 léttskýjað Egilsstaðir 6 rigning Glasgow 7 skýjað Mallorca 16 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 skúrir London 11 skúrir Róm 12 skýjað Nuuk -3 skýjað París 10 skýjað Aþena 15 léttskýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Amsterdam 8 heiðskírt Winnipeg -19 léttskýjað Ósló 0 þoka Hamborg 7 heiðskírt Montreal -2 alskýjað Kaupmannahöfn 6 skýjað Berlín 7 heiðskírt New York 3 heiðskírt Stokkhólmur 5 skýjað Vín 5 þoka Chicago -2 skýjað Helsinki 3 skýjað Moskva -7 snjókoma Orlando 22 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 8. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.38 0,9 10.58 3,7 17.22 0,9 23.38 3,3 11:04 15:36 ÍSAFJÖRÐUR 0.38 1,7 6.44 0,5 12.55 2,0 19.34 0,4 11:45 15:05 SIGLUFJÖRÐUR 3.14 1,1 8.56 0,3 15.21 1,2 21.41 0,1 11:30 14:47 DJÚPIVOGUR 1.40 0,4 8.05 2,0 14.25 0,5 20.29 1,7 10:42 14:57 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Austan og síðan suðaustan 8- 13 m/s og rigning sunnan- og austanlands, en skýjað og úr- komulítið annars staðar. Hæg- ari suðlæg átt undir kvöld og léttir til norðaustanlands. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast syðst. Á fimmtudag Suðaustanátt, 8-13 m/s vest- ast, en annars hægari. Rigning með köflum sunnan- og vest- anlands, en annars víða bjart veður. Hiti 1 til 8 stig, en sums staðar vægt frost í innsveitum. Á föstudag Stíf suðaustanátt með tals- verðri vætu, en úrkomulítið norðaustan til. Milt veður. Á laugardag Lægir og léttir víða til. Kólnar heldur og búast má við nætur- frosti inn til landsins. Á sunnudag Suðaustlæg átt og vætusamt sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustan til. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í austan 13-20 með rigningu sunnan til síðdegis, en mun hægari og þurrt fyrir norð- an. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast suð- austan til, en líkur á næt- urfrosti inn til landsins. VEGNA niðurskurðar á fjárveitingum til almenningssamganga á næsta ári og hallareksturs hefur Vegagerðin tilkynnt breyt- ingar, sem aðallega munu bitna á íbúum landsbyggðarinnar. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir 1.350 millj- ón króna framlagi. Spara á 130-140 milljónir króna, eða um 10%. Fjárlagaliðirnir eru tvískiptir, annars vegar ferjur og sérleyfi og hins vegar flug. Styrkirnir miðast við fjölda ferða fyrst og fremst og því mun samdrátturinn hafa í för með sér fækkun ferða. Á sérleyfisleiðum áætlunarbifreiða verður fækkun á öllum leiðum. Má sem dæmi nefna að á sérleiðinni Selfoss-Flúðir verða 8 ferðir styrktar í viku hverri á næsta ári en voru 12 á þessu ári og á leiðinni Akureyri-Raufarhöfn-Þórshöfn verða 3 ferðir í hverri viku í stað 5 núna. Í fluginu er búið að ákveða fækkun um eina ferð á viku á þremur leiðum en tvær eru enn í skoðun. Þá liggur fyrir að hætt verður að styrkja áætlunarferðir til Vestmannaeyja 1. ágúst á næsta ári, þegar Landeyjahöfn verður tekin í notkun. Fækkun verður á tíðni ferjusiglinga í vetur. Þannig mun ferðum Herjólfs fækka úr 14 í 12 frá janúar-apríl. Tilfinnanleg- ust verður fækkun ferða hjá Grímseyjarferjunni Sæfara, en ferðum fækkar úr þremur í tvær janúar-mars. Að sögn Garðars Ólasonar oddvita í Grímsey er mikil óánægja með þessi áform hjá eyjarskeggjum. Segir Garðar að þetta verði sérstaklega bagalegt fyrir útgerðarmenn, sem senda afla í land með ferj- unni. Hann kvaðst hafa sett sig í samband við samgönguráð- herra og Vegagerðina með ósk um að þessi ákvörðun yrði end- urskoðuð. sisi@mbl.is Óánægja með fækkun ferða Sæfara Sæfari Ferðum fækkar úr þremur í tvær í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.