Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Pukrið hefureinkenntIcesave- málið frá upphafi. Það bendir til að dómgreind for- svarsmanna rík- isstjórnarinnar hafi þrátt fyrir allt verið í bærilegu lagi fram- an af. Þeir skynjuðu að málið þyldi ekki dagsins ljós. Þeim var jafnljóst að sannleikurinn myndi drepa fyrir þeim málið. Hálfsannleikurinn yrði því að duga. Og hálfsannleikur oft- ast er óhrekjandi lygi eins og skáldið benti á. Þetta er svo sem allt nógu vont. En nú er komið á daginn að það voru samsæri í gangi. Sjálfur ráðu- neytisstjórinn í fjármálaráðu- neytinu var í makki með hátt- settum fulltrúa Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, einhvers konar nútíma rentukammer- herra sjóðsins gagnvart Ís- landi. Þar kemur fram að menn- irnir við báða enda tölvupóst- anna sem á milli fóru gerðu sér fulla grein fyrir því að það ork- aði mjög tvímælis hvort bak þjóðarinnar mundi halda skuldaklyfjunum eða brotna undan okinu. Og trúnaðarmað- ur Íslands segir í sínum póstum að ekki sé hægt að láta þjóðina frétta af ráðabrugginu fyrir kosningar og verði jafnvel að bíða með að sýna á spilin þar til töluvert eftir kosningar. Og hann lagði til að póstarnir færu á slóðir sem minnst hætta væri á að almenningur fyndi. Svo halda sumir tals- manna vinstri grænna því fram að kosið hafi verið um málið í alþingis- kosningunum í apr- íl sl. Kjósendum var þá með öllu hulið að þá var í gildi samkomulag sem getur ekki annað en flokkast undir samsæri gegn þjóðinni. Ótal ástæður hafa verið færðar fram fyrir því að óhjákvæmilegt sé orðið að binda afgreiðslu máls- ins við lokaákvörðun þjóðar- innar sjálfrar. Þessi nýjasta af- hjúpun er enn ein gild ástæða þess. Formaður Framsóknar- flokksins bregst reiður við samsærisfréttunum. Það getur engan undrað. En reiði hans á rót í því að hinir birtu póstar sanni að Samfylking og Vinstri grænir hafi ekkert gert með samninga við Framsóknar- flokkinn og þau skilyrði sem þeim samningum fylgdu. Það var löngu komið fram. Fram- sóknarflokkurinn tryggði minnihlutastjórn flokkanna tveggja án þess að hafa neinar tryggingar fyrir sinni aðkomu. Þeir notfærðu sér purkunar- laust reynsluleysi nýrrar for- ystu Framsóknar. Það er auð- vitað ekki gott að svo illa hafi verið farið á bak við þá fram- sóknarmenn. En með fullri virðingu fyrir þeim er það þó algjört aukaatriði. Það er fram- koman gagnvart þjóðinni sjálfri, sem er forkastanleg og hver maður hlýtur að fordæma. Þjóðin gekk grun- laus til kosninga um ráðabruggið sem nú er komið í ljós. } Tölvupóstar ráðuneytisstjórans Loftlags-ráðstefnan í Kaupmannahöfn mun ekki endilega skila miklum ár- angri. En það þýðir ekki að hún sé gagnslaus og að rétt hefði verið að sleppa henni. Hún er skref á lengri leið. En það hanga óneitanlega nokkr- ir skuggar yfir henni. Sá stærsti er sá að mörgum stærstu þjóðum veraldar er alls ekki full alvara í málinu. Það er rétt hjá Ólafi Ragn- ari Grímssyni að Obama Bandaríkjaforseti er með mjög veikt pólitískt umboð upp á vasann. Seinast þegar afstaðan til Kyotosamnings- ins var skoðuð á Bandaríkja- þingi studdi enginn þingmað- ur Öldungadeildarinnar að Bandaríkin gerðust aðili að honum. Þótt viðhorfið kunni að hafa breyst eitthvað þarf því mikið til að koma áður en bandaríska þingið hoppar um borð. Þá hafa upplýs- ingar um að virtir vísindamenn í loftlagsfræðum hafi vísvitandi hagrætt talnagrundvelli rannsókna til að styrkja hlýn- unarkenningar sínar komið miklu róti á menn. Það eykur á alvöru þessara uppljóstrana að einmitt þessar fræðilegu úttektir höfðu víða verið lagð- ar til grundvallar ályktunum og ákvörðunum. Og svo hangir sérstakur skuggi yfir framgöngu og við- horfi íslenskra talsmanna á ráðstefnunni. Sú sendinefnd virðist ætla að verða hin eina sem mun ekki færa fram rök- semdir og staðreyndir þjóð sinni til hagsbóta. Öll rök standa til að horft sé með já- kvæðum augum á sérstöðu Ís- lands í þessum málaflokki. Það hlýtur að teljast sérstök óheppni að slík afstaða skuli vera uppi, þegar við þurfum á öllu öðru að halda. Gæta ekki hags- muna Íslands. }Skuggar yfir ráðstefnu A ð víkjast undan ábyrgð hefur sjaldnast talist til mannkosta. Flest könnumst við þó sennilega við týpurnar sem segjast meira en viljugar til að taka þátt í spenn- andi verkefnum en þegar til kastanna kemur er alltaf eitthvað sem verður þess valdandi að við- komandi getur ekki lagt sitt af mörkum. Þannig skautar hann fram hjá því að axla raunverulega sinn hluta verkefnisins en hreykir sér svo af því að hafa verið þátttakandi í því. Hafi viðkomandi í ofanákaupið klúðrað mál- um á öðrum sviðum er hætt við að aðrir sem vinna að verkefninu gefist upp á þessum erfiða samstarfsfélaga eða hætti einfaldlega að taka mark á honum þegar til lengdar lætur. Og það er varla öfundsvert að láta gefa sig upp á bátinn með þessum hætti. Þetta er þó staðan sem blasir við Íslendingum í dag þegar þjóðir heims standa frammi fyrir því að gera með sér nýjan loftslagssamning. Eftir að hafa klúðrað fjár- málum okkar svo eftirminnilega að traust erlendra aðila á landi og þjóð hefur hrapað niður í lægstu lægðir, þá ætlast einhverjir til þess að við göngum að samningaborði í Kaup- mannahöfn og lýsum því yfir að við ætlum að vera með í samkomulaginu en bara ekki gera jafn mikið og aðrir. Það er farið fram á að við trommum til samninga með það að markmiði að fá undanþágu frá þeim, jafnvel áður en menn vita hvað þeir innihalda. Helstu rökin hafa verið þau að við séum nú svo umhverfis- væn fyrir; að koltvíoxíðslosun okkar sé svo lítil vegna allrar grænu orkunnar okkar. Það sé því ekki nema sanngjarnt að við fáum að menga að- eins meira. Vissulega er það rétt að við búum yfir grænni orku, bæði rafmagni og hita, og það er ekki svo lítil mengun sem sparast vegna þess. Á heims- vísu má rekja um 33% koltvíoxíðslosunar til raf- magnsframleiðslu en húshitun fellur undir flokk- inn „annað“ sem telur um 13% koltvíoxíðslosunar heimsins. Á Íslandi er koltvíoxíðslosun vegna raf- magns og hita undir einu prósenti af kolefnis- búskap landsins. En þrátt fyrir þetta gífurlega forskot var Ísland árið 2006 í níunda sætið yfir útstreymi gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa í samanburði 37 þróaðra landa. Þrátt fyrir ríflega þriðjungs forskot vegna grænu orkunnar nær hver Íslendingur að hita hnöttinn meira með gróðurhúsalofttegundum en hver meðal Dani, Norðmaður, Svíi, Frakki, Breti og svo mætti lengi telja – þökk sé m.a. bílaeign landsmanna. Sem betur fer hefur umhverfisráðherra sýnt þá staðfestu að lýsa því yfir að Ísland muni ekki sækja um undanþágur frá samningnum sem nú er í burðarliðnum úti í Kaupmanna- höfn. Ísland hyggist vera þjóð meðal þjóða og axla sína ábyrgð, rétt eins og aðrir, enda höfum við feykinæg tækifæri til að draga úr losun okkar. Sé rétt á spöðum haldið felast í þeirri áskorun dýrmæt sóknarfæri því hún knýr okkur til að taka næstu skref inn í framtíðina og þróa nýjar lausnir sem bæði efnahagurinn og umhverfið geta grætt á. ben@mbl.is Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir Pistill Öxlum okkar ábyrgð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Mótmælendur bjóða yfirvöldum birginn FRÉTTASKÝRING Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is L ögregla beitti kylfum og táragasi til að leysa upp mótmæli stjórnarand- stæðinga í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Óstaðfestar fréttir herma að einnig hafi skotvopnum verið beitt. Mót- mælin fóru fram við háskóla og á fjölförnum stöðum í borginni og kyrjuðu þátttakendur kjörorð á borð við „dauðinn hirði harðstjórann“ og „óttist ekki, við stöndum öll saman“. Reglulega hefur verið mótmælt í Íran frá því Mahmoud Ahmadinejad var lýstur sigurvegari í forsetakosn- ingunum í sumar þrátt fyrir sterkar vísbendingar um kosningasvik. Mót- mælendurnir saka Ahmadinedjad um að hafa stolið atkvæðum sínum og rænt Mir Hossein Mousavi sigri. Ekki er vitað hvað margir mótmæl- endur hafa látið lífið í aðgerðum lög- reglu, en rúmlega 80 stjórnarand- stæðingar hafa fengið þunga fang- elsisdóma og í það minnsta fimm verið dæmdir til dauða. Mikill viðbúnaður var í Teheran í gær vegna svokallaðs stúdentadags, sem haldinn er árlega 7. desember til að minnast þriggja námsmanna, sem leyniþjónusta Íranskeisara myrti 1953. Morðin áttu sér stað að- eins nokkrum mánuðum eftir að Mo- hammad Mossadeq, sem kosinn var forseti í lýðræðislegri kosningu, var steypt af stóli með stuðningi Banda- ríkjamanna og Mohammad Reza Pa- hlavi tók völdin. Erfitt er að átta sig á umfangi mótmælanna í gær vegna þess að er- lendum fjölmiðlum er meinað að segja frá þeim og voru leyfi þeirra fáu erlendu fjölmiðlamanna, sem eft- ir eru í landinu, afnumin frá mánu- degi til miðvikudags. Um helgina var lokað á netið í Íran og tilkynnt að slökkt yrði á farsímakerfinu. Á heimasíðum stjórnarandstöð- unnar var fólk hvatt til að safnast saman við Teheran-háskóla. Stúd- entar við Amir Kabir-háskóla hvöttu almenning til að koma í háskólana „til þess að við getum mótmælt valdaráninu einni röddu“. „Grænir háskólastúdentar við íranska há- skóla,“ stóð undir yfirlýsingu þeirra. Grænt var einkennislitur Mousavis í kosningabaráttunni. Mousavi og Mehdi Karroubi, sem einnig bauð fram gegn Ahmadinedjad í forseta- kosningunum í sumar, vöruðu við því að öryggissveitir myndu örugglega ganga hart fram. Fréttastofur höfðu í gær eftir sjónarvottum að um eitt þúsund vopnaðir verðir, svonefndir basiji, hefðu verið við Teheran-háskóla. „Óeinkennisklæddir lögreglumenn kvikmyndu atburði inni á há- skólalóðinni og tveir mótmælendur voru handteknir,“ sagði heimild- armaður fréttastofunnar AFP. Sjónarvottur sagði að þetta hefði verið eins og „leikur kattarins að músinni þar sem basiji eltu mótmæl- endur um torg og hliðargötur í mið- borg Teheran“. Pahlavi flúði frá Íran í janúar 1979 og í apríl var landið lýst íslamskt lýðveldi. Örlög háskólanemanna þriggja, sem var minnst í gær, voru tákn um stjórnarfar keisarans. Nú eru háskólanemar í röðum þeirra, sem mótmæla klerkastjórninni í Ír- an og enn er brugðist við með valdi. Reuters Heitt í kolunum Námsmenn í stjórnarandstöðu með græna klúta takast á við námsmenn úr stuðningsliði stjórnvalda í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Fjöldi manns mótmælti á götum úti í Íran í gær þrátt fyrir að var- að hefði verið við því að byltingarverðir myndu taka hart á mótmælum. Beitti lögregla valdi til að stöðva mótmælin. Mótmælendur í Íran hafa nota iðu- lega sama orðfæri og notað var þegar stuðningsmenn Khomeinis erkiklerks mótmæltu harðstjórn Mohammads Rezas Pahlavis á átt- unda áratugnum. Eins og rakið er á fréttavef BBC hrópa mótmælendur nú: „Dauðinn hirði harðstjórann.“ Það sama hrópuðu andstæðingar Pahlavis. Fyrir 30 árum hrópuðu mótmæl- endur „Guð er mikill“ (Allahu ak- bar). Nú nota mótmælendur þessi orð til að hrista upp í klerka- stjórninni. Þeir sem vildu steypa keisaranum hrópuðu: „Sjálfstæði, frelsi, íslamskt lýðveldi.“ Nú hrópa mótmælendur: „Sjálfstæði, frelsi, íranskt lýðveldi.“ „Fyrst eftir kosningarnar var aðeins kyrjað um að fólk ætti að fá atkvæðin sín aftur,“ segir við- mælandi BBC. „En nú snýst það meira um kerfið og leiðtogana sjálfa.“ VÍGORÐIN VAKNA Á NÝ ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.