Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 23
góðra ferða þangað með henni. Eins er ofarlega í huga okkar systkina ættarmót sem haldið var sumarið 2007 fyrir austan. Þar hittust niðjar Sólveigar Unadóttur og Þorvaldar Bjarnarsonar á Þor- valdseyri í björtu og fallegu veðri, rifjuðu upp liðna tíð og áttu frá- bæran dag saman. Þegar við rifjum upp árin okkar með Þóru koma margar skemmti- legar minningar í hugann. Eitt skiptið fóru Helga og Þóra á gömludansakvöld og hittu þar fyrir Ágúst Pálsson, Landeying, og dönsuðu við hann til skiptis allt kvöldið! Þær Þóra hafa oft rifjað þetta upp og hlegið saman. Eins er minnisstæð ferð Þóru og Erlu vin- konu hennar vestur til Ísafjarðar fyrir aldarfjórðungi. Höfðu þær fengið landsfrægan pólitíkus að vestan til að leiðsegja sér og þær heimsóttu helstu höfuðból fjórð- ungsins. Höfðu þær því líflega og skemmtilega ferðasögu að segja okkur þegar þær komu á Ísafjörð! Þóra var einstaklega góður vinur sem gott sem var að leita til. Hún var traust og vönduð manneskja og hélt mikla tryggð við okkur systk- inin alla tíð. Gott var að vita af góðu sambandi Þóru við dætur sín- ar, tengdasyni og fjölskyldur þeirra. Nú verða ekki fleiri heimsóknir til Þóru á Aflagranda eða kaffi- spjall með henni í eldhúskróknum á Nesvegi. Við söknum góðrar frænku og þökkum af alhug sam- fylgdina öll árin. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Guð blessi minningu Þóru Þor- bjarnardóttur. Helga og Björn Friðriksbörn. Þóra frænka er fallin frá. Hún var samofin lífi okkar systkinanna frá því að við munum eftir okkur, en Þóra og Guðjón faðir okkar voru bræðrabörn. Við þau eldri minnumst sunnudagsheimsókn- anna á Birkimelinn þar sem Bína og Þorbjörn, foreldrar Þóru, bjuggu ásamt henni, Vali eigin- manni hennar og dætrunum þrem- ur. Við minnumst einnig heim- sókna Þóru og Vals til foreldra okkar, auk annarra fjölskyldusam- skipta. Þóra var glæsileg og háttprúð kona og hlátur hennar var svo skemmtilegur. Hún var viðræðu- góð og naut þess að vera meðal fólks enda geislaði af henni velvild og glaðværð. Ætíð fylgdist Þóra vel með okkur systkinunum og vissi hvað við vorum að gera. Eftir að við eignuðumst börn vissi hún líka deili á þeim. Til marks um hversu mikils met- in Þóra var hjá okkur má nefna að þegar eldri systurnar fengu í jóla- gjöf fyrir margt löngu stórar og fallegar brúður með hrokkið hár var strax ákveðið að sú dökkhærða skyldi heita Þóra og sú ljóshærða Dísa (eftir „Dísu í flöskunni“). Fyrir tveimur árum var haldið veglegt ættarmót austur undir Eyjafjöllum. Þar var yndislegt að sjá hversu vel Þóra frænka naut sín í þessum stóra fjölskylduhópi. Lagt hafði verið kapp á að halda mótið meðan núverandi eldri kyn- slóðar nyti við. Fyrir þátttakend- urna var þetta ómetanleg helgi þar sem kynni voru endurnýjuð og ungir sem aldnir skemmtu sér saman. Við viljum þakka Þóru frænku fyrir samfylgdina og þá alúð og ræktarsemi sem hún sýndi okkur og þá sérstaklega Ástu móður okk- ar, sem mun sakna samskiptanna og vináttunnar við hana. Þær voru ófáar rútuferðirnar sem þær fóru saman víða um Evrópu. Innilegar samúðarkveðjur til Ástu Báru, Kristínar, Þórhildar og fjölskyldna þeirra. Einnig til Ástu systur Þóru. Guðlaug Birna, Stefán Karl, Ásta Jóna, Sigurjón Þór, Sigurður Þorsteinn og Karólína Rósa. Afmæli 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Í dag verður Dýr- mundur Ólafsson, fyrrverandi póst- fulltrúi, 95 ára. Hann var fæddur hinn 8. desember 1914 á Stóruborg Þver- árhreppi í Víðidal, V- Húnavatnssýslu. Þar bjó hann til 10 ára aldurs ásamt for- eldrum sínum þeim Ólafi Dýrmundssyni og Guðrúnu Stef- ánsdóttur. Síðan flutti fjölskyldan að Sigríðarstöðum í Þverárhreppi, V-Hún. Systkini Dýrmundar eru Signý sem er lát- in, Margrét Ingunn, búsett í Reykjavík, og Stefán Haukur, bú- settur á Ísafirði. Dýrmundur gekk í barnaskóla í sinni sveit og stund- aði síðar nám í Reykjaskóla í Hrútafirði. Dýrmundur byrjaði snemma að vinna ýmis störf, þ.á m. sveitastörf, vegavinnu o.fl. Hann fluttist til Reykjavíkur í stríðsbyrjun í atvinnuleit og vann fyrst í vegavinnu hjá hernum um tíma. Síðan réð hann sig sem lög- reglumann í Reykja- vík. Starfaði hann þar í fimm ár. Síðan fékk hann vinnu á Pósthús- inu í Reykjavík og varð seinna póst- fulltrúi og gegndi því starfi lengst af. Dýr- mundur er afar hag- mæltur og hafa birst mörg ljóð og frásagnir eftir hann í Húnvetn- ingi, riti Húnvetninga- félagsins í Reykjavík og fleiri ritum. Dýr- mundur er ættfróður og má rekja ættir hans í flesta landshluta. Hér kem- ur vísa sem hann orti um sinn uppruna. Birtist í mér Borgfirðingur býsna mikill Skagfirðingur þolanlegur Þingeyingur þó er ég mestur Húnvetningur. Dýrmundur er félagslyndur og söngelskur, var lengi í kór Hú- vetningafélagsins í Reykjavík og seinna í Skagfirsku söngsveitinni. Einnig er hann félagi til margra ára í Framsóknarflokknum í Reykjavík og er nú heiðursfélagi. þar. Hann kvæntist 4. september 1943 Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur frá Hnausum í Þingi, A-Hún. Þau eiga 4 börn, þau eru: Doktor Ólaf- ur R. Dýrmundsson, Lands- ráðunautur í lífrænum búskap og landnýtingu hjá Bændasamtökum Íslands. Maki Svanfríður Ósk- arsdóttir, bókasafnsfræðingur og Íslenskufræðingur MA, vinnur sem skjalastjóri. Þau eiga fjögur börn. Kristín J. Dýrmundsdóttir sjúkraliði. Maki Bjarni O.V. Þór- oddsson byggingatæknifræðingur. Þau eiga fjögur börn. Sveinbjörn Kr. Dýrmundsson grunnskóla- kennari, maki María Guðbrands- dóttir myndmenntakennari. Þau eiga fjögur börn. Gylfi Dýrmunds- son, rannsóknarlögreglumaður, grunnskólakennari og heyrnafræð- ingur. Maki Anna Sigríður Guðna- dóttir, bókasafns- og upplýsinga- fræðingur. Þau eiga fjögur börn. Barnabörnin eru 16 og barna- barnabörnin 22. Dýrmundur býr nú á Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt eiginkonu sinni. Bjarni O.V. Þóroddsson. Dýrmundur Ólafsson ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og langalangafa, GUÐMUNDAR Í. ÁGÚSTSSONAR útgerðarmanns og skipstjóra, Vogum, Vatnsleysuströnd. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Víðihlíðar í Grindavík fyrir góða umönnun. Þórunn Guðmundsdóttir, John Hill, Lilja Guðmundsdóttir, Jón Ögmundur Þormóðsson, Andrés Ágúst Guðmundsson, Sædís Guðmundsdóttir, Þórður Guðmundsson, María Gunnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir mín, dóttir okkar og systir, ELVA DÖGG PEDERSEN, Mosarima 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 9. desember kl. 13.00. Haukur Sigurðsson, Alexander Hauksson, Palle Skals Pedersen, Sæunn Elfa Pedersen, Daníel Thor Skals Pedersen, Arnór Ingi Ingvarsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, HALLDÓRS EINARSSONAR ljósmyndara og hljóðfæraleikara. Steinþóra Þórisdóttir, Halldóra Halldórsdóttir Adler, Jeremy Adler, Anna Birna Halldórsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem umluktu okkur með hlýju og samúð við andlát STEFÁNS JAKOBS HJALTASONAR, Auðbrekku, Húsavík. Sérstakar þakkir til Heilbrigðisstofnunar Húsavíkur fyrir hlýja og góða umönnun. María Halldóra Þorsteinsdóttir, Linda Stefánsdóttir, Árni Geir Þórmarsson, María Kristbjörg Árnadóttir, Magnús Ingi Gunnarsson, Þórmar Árnason. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES J. BJÖRNSSON, Byggðavegi 90, Akureyri, lést fimmtudaginn 3. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Dagný Sigurgeirsdóttir. ✝ Minn kæri bróðir og frændi, BIRGIR SIGURÐUR KRISTINSSON prentari, lést á dvalarheimilinu Eir sunnudaginn 22. nóvember. Útförin hefur farið fram. Guðlaugur Grétar Kristinsson, Grétar Már Guðlaugsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdamóðir og amma, LAUFEY EINARSDÓTTIR, lést sunnudaginn 6. desember. Útför verður auglýst síðar. Hannes Ólafsson, Sigríður Benediktsdóttir, Hjalti Þór Hannesson, Kristín Guðmundsdóttir, Ómar Örn Hannesson, Sigríður Harpa Hannesdóttir, Halldór Sveinsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, SÓLVEIG TRAUSTADÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánu- daginn 30. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 9. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Magnús Þór Jónsson, Helga Lind Hjartardóttir, Drífa Þöll Arnardóttir, Gunnlaugur Erlendsson, Örn Arnarson, Harpa Sif Þráinsdóttir, Lucinda Hulda Fonseca, Trausti Magnússon, Hulda Jónsdóttir, barnabörn og systkini. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.