Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Nokia og PC-tölvur. Örugg tenging – Örnámskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja 9. desember – Fyrirtækjaþjónusta Hátækni býður upp á röð örnámskeiða í vetur. Næsta námskeið – Nokia og PC-tölvur. Örugg tenging – verður haldið í verslun Hátækni miðvikudaginn 9. desember kl. 12. Kenndir verða tengimöguleikar milli Nokia og PC-tölvu. Farið verður yfir afritun gagna og tengiliða og meðhöndlun tónlistar og stafræns efnis með forritum sem hægt er að hlaða frítt niður af vef Nokia. Skráning á www.hataekni.is/ornamskeid. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Námskeiðið er ókeypis.PI PA R \ TB W A • SÍ A • 91 75 7 MP Sjóðir hf. hefur útvistað hluta af verkefnum sínum til MP Banka hf. á grundvelli 18. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. MP Sjóðir hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða skv. 7. tölul. og b-lið 6. tölul. 1. mgr. 3.gr. og 1.-3. tölul. 1.mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfið tekur til reksturs verðbréfa- og fjárfestingarsjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skv. 7. tölul. 1.mgr. 3.gr. laga nr. 161/2002 og til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu skv. 1.-3. tölul. 27. gr. laga nr. 161/2002. Nánari upplýsingar um verðbréfasjóði og fagfjárfestasjóði MP Sjóða hf. má finna á www.mp.is/mp-sjodir. Vinsamlega hafið í huga að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Kynntu þér Ríkisskuldabréfasjóð MP á www.mp.is, í síma 540 3200 eða hjá viðskiptastjórum í Skipholti 50d eða Borgartúni 26. Eignasamsetning Ríkisskuldabréfasjóðs MP 30.11.2009 ÖRUGGARI STAÐUR FYRIR PENINGANA ÞÍNA Hversu stór hluti af þínum sparnaði er í ríkistryggðum bréfum? Við bjóðum þér einfalda leið til að tryggja fjármunina þína með kaupum í Ríkisskuldabréfasjóði MP. 10,2% ávöxtun sl.12 mánuði 85% verðtryggð ríkisskuldabréf Íbúðabréf 72% Húsbréf 13% Ríkisbréf 8% Innlán 7% JÓN FINNBOGASON, sparisjóðs- stjóri Byrs, segir að vonir standi til þess að niðurstöður varðandi eiginfjárframlag frá íslenska rík- inu liggi fyrir innan fárra vikna. Komi ríkið ekki með eiginfjár- framlag inn í bankann sé ljóst að hann þurfi að leita annarra leiða til þess að styrkja eiginfjárgrunn sinn. Samkvæmt lögum um fjár- málafyrirtæki má hlutfallið ekki fara niður fyrir 8%. Jón segir enn- fremur að samstarf sjóðsins við Fjármálaeftirlitið og fjár- málaráðuneytið hafi verið gott. Sem kunnugt er sótti Byr um ell- efu milljarða eiginfjárframlag frá ríkinu síðasta vetur vegna erf- iðrar fjárhagsstöðu. Samkvæmt lögum sem voru sett í kjölfar bankahrunsins hafa stjórnvöld heimild til þess að leggja spari- sjóðunum sem nemur fimmtungi af efnahagsreikningi þeirra eins og hann var árið 2007. Aðspurður hvort mögulegt eig- infjárframlag ríkisins muni leiða til þess að stofnfé annarra þurrk- ist út segir Jón ekkert liggja fyrir í þeim efnum Málefni þeirra sparisjóða sem eru illa staddir hafa veið í ólestri að undanförnu. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin lagt fyrir Alþingi nýtt frumvarp um hámark á inni- stæðutryggingum í bankakerfin. Aðspurður telur Jón að það hefði líklega verið betra að klára mál- efni sparisjóðanna áður en það var lagt fram. Hinsvegar ítrekar hann þá skoðun að óvissan ætti að skýr- ast á næstu vikum. ornarnar@mbl.is Aðkoma ríkisins að Byr ætti að skýrast á næstu vikum Óljóst hvort stofnfé annarra þurrkast út Blásið á móti Töluverður mótvindur hefur verið í rekstri Byrs. ÍSLANDSBANKI hagnaðist um 2.366 milljónir króna á síðustu tveimur og hálfum mánuði ársins 2008, en í gær var birt uppgjör fyrir þessa fyrstu mánuði í rekstri bank- ans. Hreinar vaxtatekjur voru 13,8 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur 1,6 milljörðum króna. Rekstr- artekjur námu 6,76 milljörðum króna og rekstrargjöld tæplega 4,1 milljarði. Framlag bankans á afskriftarreikning útlána nam 47 milljörðum króna á tímabilinu. Þar af nam framlag vegna afskrifta fyrirtækjalána 1,4 milljörðum króna, en vegna afskrifta til viðskiptavina 45,6 milljörðum króna. Útlán Íslandsbanka námu 513 milljörðum króna í lok tímabilsins, en innlán voru 493 milljarðar. Innlán voru því, sem hlutfall af útlánum, rúmlega 96%. CAD-eiginfjárhlutfall Íslandsbanka í lok ársins 2008 var 10,36%. ivarpall@mbl.is Íslandsbanki hagnaðist um tæplega 2,4 milljarða Innlán voru 493 milljarðar. ast, en verðlag hefur hækkað um helming. Þegar horft er á M1, sem saman- stendur af veltiinnlánum í lána- stofnunum og seðlum og mynt, sést að peningamagnið hefur rúmlega tí- faldast síðan í september 2003, á meðan verðlag hefur hækkað um rúm 50%. Víðasta skilgreining peninga- magns, M3, sjöfaldast á tímabilinu, en verðlag sem fyrr segir hækkað um rúman helming. Almennt má álykta sem svo, að aukið peningamagn hljóti að koma fram í verðbólgu á endanum, þar sem fleiri krónur séu ávísun á svip- uð eða sömu verðmæti. Þannig rýr- ist kaupmáttur hverrar krónu og verð á vöru og þjónustu hækkar, mælt í rýrari krónum. Þó ber að hafa í huga að töluvert flökt er á peningamagnsstærðum, sér í lagi grunnfé, þótt ofangreindar breytingar sýni þróunina til langs tíma. Til dæmis má nefna að nýj- ustu tölur um grunnfé, fyrir októ- ber og nóvember 2009, gefa til kynna að það hafi nærri helmingast og sé nú 85,5 milljarðar króna. r 800 700 600 500 400 300 200 100 0 600 500 400 300 200 100 0 Sept. ‘03 Sept. ‘09 M3 peningamagn og verðlag sept. 2003 = 100 Sept. ‘03 Sept. ‘09 Grunnfé og verðlag sept. 2003 = 100 Verðlag Verðlag M3 peningamagn Grunnfé 100/100 100/100 724,1 153,4 153,4 508,9 am úr verðlagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.