Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 20
– meira fyrir áskrifendur Skólar og námskeið Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa því á nám og námskeiða. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið þriðjudaginn 5. janúar 2010. Meðal efnis verður : Háskólanám og endurmenntun. Fjarmenntun á háskólastigi. Verklegt nám/iðnnám á framhalds og háskólastigi. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og nám erlendis. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 21. desember Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 FYRIR skömmu komu fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 ung hjón sem töldu sig hafa farið illa út úr við- skiptum við bankann sinn, sem mun heita Ar- ion þessa dagana. Frásögn hjónanna var afar tilfinningarík og átakanleg og ég trúi því að hún hafi snortið flesta sem á hlýddu, enda virtist heiðarlega sagt frá. Í lok frásagnarinnar leitaði frétta- maður eftir viðbrögðum bankans. Eftir venjulega klausu um að „bank- inn fjalli ekki um mál einstakra við- skiptavina“, komu samt upplýsingar um að starfsfólk bankans hafi gert allt sem hægt var fyrir fólkið. Þá fengu hjónin samúðarkveðjur frá starfsliðinu og ósk um að þau næðu sér einhvern tíman eftir viðskiptin við bankann. Í lokin kom svo einkennileg yfirlýsing, sérstaklega í ljósi þess að var það fyrsta sem mér datt í hug að ekki mætti styggja bankann um of vegna þess að til stæði að afskrifa tugmilljarða skuldir eigenda stöðv- arinnar í sama banka. Getur það ver- ið? Hvernig væri að einhverjir skel- eggir þingmenn tækju þetta einstaka mál upp við ráðherra bankamála, annað hvort í þinginu eða í þingnefnd, til að komast að því hvað er satt og hvað logið? Gæti það ekki orðið ágæt byrjun á því að koma bönkum og fjöl- miðlum í skilning um að þeir eiga að haga sér skikkanlega? „bankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina“: Bankinn upplýsti að frásögn hjónanna hefði „ekki verið í samræmi við staðreyndir málsins“. Hvað er nú at- hugavert við þetta? Bankinn tjáir sig ekki um einstök mál, en seg- ir samt í yfirlýsingu að fólk sem kemur fram undir nafni fari ekki með rétt mál. Segir með öðrum orðum: þau ljúga. Er þetta ekki eitthvað skrýtið? Hvað var það sem ekki var rétt farið með? Ég saka ekki ágætan kunningja, Sindra Sindrason fréttamann og góð- an dreng, um óheiðarleika, en hefði ekki verið eðlilegt að sleppa því að birta yfirklór bankans, fyrst hann „tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina“? Kannski hefur bank- inn eitthvað til síns máls, en mér fannst þetta vera ljót og lítilmannleg framkoma við ungu hjónin. Reyndar Eftir Tryggva P. Friðriksson » Frásögn hjónanna var afar tilfinn- ingarík og átakanleg og ég trúi því að hún hafi snortið flesta sem á hlýddu, enda virtist heiðarlega sagt frá. Tryggvi Páll Friðriksson Höfundur er listmunasali. Satt eða logið? SJÁLFSPÍNING- ARHVÖT íslensku þjóðarinnar er komin á það stig að jaðrar við geðsýki af verstu gerð. Eyðingarmáttur Icesave-málsins, kreppa og önnur óværa, þar sem menn keppast við að kjafta mann í hel og annan, er að ganga að þjóð- inni dauðri. Ef þetta kjaftabull misviturra fréttamanna og afvega- leiddra stjórnmálamanna verður ekki stöðvað er ljóst að illa mun fara. Hollendingar og Bretar standa með eistu Íslendinga í krumlunum og kreista fast. En gallinn er bara sá að þar er engan djús að fá. En er það svo? Er kannski allur þessi bölmóður ástæðulaus með öllu? Það skyldi þó aldrei vera. Er möguleiki að við séum borg- unarmenn fyrir þessu öllu og meira til? Ég segi já og meira en það. En skilningarleysi ráðamanna er slíkt að frekar skal þjóðin drepast en að nýta þau auðæfi sem í boði eru og nánast hlægilega auðvelt er að ná í. Mikið ævintýri er í uppsiglingu og á ég þar við olíuleit og vinnslu á olíu við norð-austurströnd landsins, eða eins og fyrrverandi iðn- aðarráðherra, Össur Skarphéð- insson, benti á í sjónvarpsviðtali á sínum tíma, þar sem hann sagði að mikið olíuævintýri væri í uppsigl- ingu norðaustanlands. Já, og það alveg uppi í landstein- unum. Hvað þarf til að koma þessum málum af stað? Shell International fékk á sínum tíma leyfi íslenskra stjórnvalda til að kanna þetta svæði í kringum árið 1980 og benti síðar stjórnvöldum á að þarna væru þykk set- lög sem mjög líklega hefðu að geyma bæði gas og olíu. Fór félagið fram á að fá rannsóknar- og borleyfi til að kanna þetta svæði nánar en því var hafnað af þáverandi stjórnvöldum. Alþingi Íslendinga ákvað svo fjár- veitingu til verksins og 1980 var hafist handa við að bora holu í Flatey á Skjálfanda sem Shell Int- ernational hafði bent á sem ákjós- anlegan borunarstað. Holan þyrfti að vera 2500-3000 m djúp til að ná niður í setlagabunkann sem þarna er um 4-5 km að þykkt. Fjárveit- ingin kláraðist þegar boraðir höfðu verið 520 m og holunni var lokað. Sorglegur endir á verkefninu, bor- inn sendur í land og skammsýni ráðamanna algjör. Iðnaðarráðherra, Katrín Júl- íusdóttir, taktu nú af skarið, haltu áfram þar sem frá var horfið og kláraðu að bora þessa holu. Þegar 2500-3000 m er náð og ef engin olía finnst, sem telja verður ólíklegt, hefur öðru eins verið eytt í vitleysu á Íslandi. Allt er til staðar í Flatey frá fyrri tíð. Já, taktu af skarið Katrín, það er ekki eftir neinu að bíða. Kostnaðurinn við að vinna ol- íu í Flatey er sáralítill en hagn- aðarvonin gríðarleg. Ísland þarf á öllu sínu að halda þessa stundina. Olíufundur á þessu svæði er sú auðlind sem mun hífa okkur upp úr því volæði og skuldasúpu sem nú blasir við. Engin önnur auðlind hefur þann drifkraft og færir okk- ur þann auð sem olíufundur myndi hafa. Ef Shell International taldi að þarna væri olíu og gas að finna er að mínu mati full ástæða til að kanna málið nánar. Katrín, við skulum bora þessa holu fyrir Ís- land. Svartur blettur En eitt er það mál sem eftir stendur og það er aðgerðaleysi Norðmanna í garð Íslendinga í kjölfar hrunsins. Að láta leiða ís- lenska þjóð í gegnum gapandi gin Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðsins með drápsklyfjar á bakinu og rétta ekki bræðraþjóð hjálparhönd þegar á reyndi er bjarnargreiði sem Íslend- ingar munu seint gleyma. Niðrandi ummæli fyrrverandi fjármálaráð- herra Noregs um skuldastöðu Ís- lands og afstaða Stoltenbergs for- sætisráðherra gagnvart AGS gerði að engu vonir Íslendinga um beina aðstoð frá Noregi. Með 57 þúsund milljarða varasjóð hefðu Norðmenn átt að ganga fram fyrir skjöldu og bjóða Íslendingum skilyrðislausa aðstoð. Þar með hefðu tekist sögu- legar sættir milli þjóðanna, en það gerðu þeir ekki og eru minni menn fyrir vikið. Stærri er hlutur Fær- eyinga sem sýndu vinskap í verki. Sjálfspíningarhvöt af verstu gerð Eftir Sigurjón Gunnarsson Sigurjón Gunnarsson »Olía við N-Austur- strönd Íslands myndi færa þjóðinni fjármagn sem dugar fyrir Icesave- reikningunum og miklu meira en það. Höfundur er matreiðslumeistari. Í FRÉTTABLAÐINU á laug- ardag er viðtal við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra sem inniber þrjá efnispunkta og eru orðréttar tilvitnanir í orð hans innan gæsalappa hér á eftir og ekki tekin úr samhengi. Orð- ræðan snýst um Icesave- samningana og forystumenn stjórnarandstöðunnar: 1. „Auðvitað eru þarna ungir og reynslulitlir menn í forystu og þeir mega þá ekki færast of mikið í fang.“ 2. „Þegar maður sér að það sem rætt er að kvöldi er gufað upp að morgni er ljóst að ekki er hægt að ná samningum.“ 3. „Við höfum gert þrjár meiri háttar tilraunir til að koma vitinu fyrir þau, en þær hafa ekki borið mikinn árangur ennþá.“ Við Steingrímur höfum verið í návígi í pólitík í 30 ár. Ég þekki hann vel og þess vegna koma þessi ummæli mér ekki á óvart. Hann varð ungur gamall. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lýst því síðustu vikur og mánuði hvers virði undirskrift hans undir stöðugleikasáttmálann er. Og í okkar gamla kjördæmi fer þeim fjölgandi sem segja mér, að þeir hafi kosið hann af því að þeir trúðu þeim orðum hans, að hann féllist aldrei á, að Ísland sækti um aðild að Evrópusam- bandinu. Síðasti punkturinn sýnir ein- ungis að Steingrímur er orðinn þreyttur. Halldór Blöndal Þrír punktar Steingríms Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.