Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 12
UM 1.000 ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu frá fimmtu- degi til laugardags vegna sérstaks umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Átta ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfis- sviptingu yfir höfði sér. Ellefu til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum. Lögreglan stöðvaði einn- ig för ökumanns sem var undir áhrifum fíkniefna. Eins voru teknir allnokkrir öku- menn sem höfðu verið sviptir öku- leyfi. Athygli vakti hve margir höfðu ekki öku- skírteini með- ferðis. Síðastliðið fimmtudags- kvöld voru um 200 ökumenn stöðvaðir og hafði um fjórðungur þeirra skilið öku- skírteinið eftir heima. Slíkt kæru- leysi kostar viðkomandi 5.000 kr. Margir gleymdu öku- skírteininu heima 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 LEGIÐ hefur fyrir allt frá andláti Bobby Fischers í janúar 2008 að krafa verður gerð í dánarbú skák- meistarans fyrir hönd Jinky Young, átta ára gamallar stúlku sem sögð er dóttir Fischers og hinnar filipps- eysku Marilyn Young. Tekin voru lífsýni úr stúlkunni í síðustu viku er þær mæðgur voru staddar hér á landi. Undirbúningur að málshöfðun þeirra er langt kom- inn að sögn Þórðar Bogasonar, lög- manns mæðgnanna. Gera má ráð fyrir að DNA-rannsókn taki 2-3 mánuði, en greint var frá því í Rík- issjónvarpinu um helgina að farið yrði fram á að líkamsleifar Bobby Fischers yrðu grafnar upp fyndist hvergi annars staðar nothæft líf- sýni úr Fischer fyrir DNA-próf. „Það verður leitað allra leiða en auðvitað vonast maður til að það séu til lífsýni,“ segir Þórður og ítrekar að barnsfaðernismál snúist um rétt barns til að þekkja upp- runa sinn. Útkoma DNA-rannsóknarinnar mun líka hafa afgerandi áhrif á all- an málflutning. „Reynist svörunin jákvæð er málið unnið,“ segir Þórð- ur en samkvæmt íslenskum lögum teljast börn skylduerfingjar og væri réttur stúlkunnar til arfsins því ótvíræður. annaei@mbl.is Vonast til að lífsýni muni finn- ast úr Fischer Gera má ráð fyrir að DNA-rannsókn taki tvo til þrjá mánuði Morgunblaðið/RAX Skákmeistarinn Miklar deilur hafa verið um dánarbú Bobby Fischer. ÞRÁTT fyrir að kominn sé jólamánuður var blíðvirðri í borginni í gær, hægur vindur og nokkuð hlýtt miðað við árstíma. Margir nýttu góða veðrið til útivistar sem endranær, börn jafnt sem fullorðnir. Vinsælt er að hjóla í Laugardalnum og var þessi ungi maður á fleygiferð á hjólinu sínu er ljós- myndari Morgunblaðsins varð á vegi hans. Að baki drengnum er brú en engu er líkara en pilturinn hafi fengið vængi fyrir vikið. Í dag er víða spáð rigningu síðdegis og nokkrum vindi. Það er því ljóst að snjórinn, sem börnin þrá heitt, ætlar að láta bíða eitthvað eftir sér. Blíðviðri í borginni Morgunblaðið/Heiddi Svífur stálvængjum þöndum í Laugardalnum FJÁRMÁLARÁÐHERRA og iðn- aðarráðherra annars vegar og Sam- tök atvinnulífsins og stórnotendur raforku hins vegar undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um ráð- stafanir til að mæta erfiðri stöðu rík- issjóðs og stuðla að auknum fjárfest- ingum í atvinnulífinu. Samkvæmt samkomulaginu munu stóriðjufyrirtækin greiða árlega fyr- irfram samtals 1,2 milljarða króna á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum á ár- unum 2013-2018. Skiptist fyrirfram- greiðslan milli aðila í hlutfalli við raf- orkunotkun og er bundin við uppgjörsmynt fyrirtækjanna sem í hlut eiga. Jafnframt kemur fram í yfirlýs- ingunni að ríkisstjórnin muni leggja fram í upphafi vorþings 2010 frum- varp til laga um ívilnanir vegna fjár- festinga á Íslandi. Samið við stór- notendur Greiða 3,6 milljarða skatta fyrirfram Samkomulag Margir pennar fóru á loft í gær við undirskriftina. YFIRMAÐUR rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, Friðrik Smári Björgvinsson, segir rannsókn á mansalsmáli miða vel. Gæsluvarðhald yfir tveimur konum sem grunaðar eru um milligöngu vændis og mansal rennur út á föstu- dag en að sögn Friðriks liggur ekki fyrir hvort krafist verði framleng- ingar. Önnur kvennanna var í Héraðs- dómi Reykjaness nýverið dæmd í fangelsi fyrir hórmang, en hún rak vændishús á nokkrum stöðum í Reykjavík. andrikarl@mbl.is Rannsókn á mansali miðar vel Úrskurður úr DNA-rannsókn á Jinky Young kann að hafa áhrif á kröfu systursona Fischers í dánarbúið. Mánuður er síðan Héraðsdómur Reykjavíkur við- urkenndi erfðarétt Myoko Watai, eiginkonu Fischers, og hafnaði kröfu bræðranna um að dánarbúið yrði tekið til opin- berra skipta og hefur sá dómur verið kærður til Hæstaréttar. Reynist stúlkan hins vegar dótt- ir Fischers verður krafa bræðr- anna að engu. Áhrif á kröfu bræðranna Faxafeni 5 S. 588 8477 Mjúkir pakkar ! Orginal heilsukoddi Kr. 15.120,- Te m pu r 15 ár á Ísland i Te m pur 15 ár á Ísl an d i STYRKTARFÉLAG fyrir kvenna- deild Landspítalans var stofnað í gærkvöldi í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Tilgangur félagsins, er hlotið hefur nafnið Líf, er að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu. Einnig ætlar félagið að styrkja konur sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma og vinna líka að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna. Verndari Lífs er Stefán Hilm- arsson. Félagið er opið fyrir bæði karla og konur. Árgjald er 3.000 krónur en þeim sem vilja styrkja Líf með öðrum hætti er bent á vefinn www.styrktarfelagidlif.is. Líf hefur verið stofnað Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.