Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 En hvað segir fjölskylda þínum þetta?“ er vanalega þaðfyrsta sem mexíkósku vinir mínir spyrja þegar talið berst að búsetu minni hér í landi tequila og tacos. „Sakna þau þín ekki? Saknar þú þeirra ekki?“ spyrja þeir, og ég í framhaldinu reyni að útskýra að fjölskylduböndin séu á öðrum nót- um hjá veðurbörðum afkomendum víkinga. Ískaldur lúteranisminn, fé- lagsleg einangrun í torfbæjum í fleiri-fleiri ættliði, og sögur af gall- hörðum víkingahnökkum sem reyndust þeim verstir sem þeir unnu mest – allt hafi þetta lagst á eitt til að gera tengslin innan ís- lensku fjölskyldunnar lausari en hjá rammkaþólskum og blóðheitum latínó-þjóðum eins og Mexíkóum. „Við erum landkönnuðir og erum því vön að vera fjarri ástvinum,“ segi ég en um leið hvarflar að mér að Ingólfur, Hrafna-Flóki og allir hinir hafi kannski bara verið svona antisósjal að segja skilið við vini og ættingja í norsku fjörðunum. Ég bæti svo við að það sé vel þekkt í vestrænum háskólum að skiptinemar frá Rómönsku- Ameríku láta varla líða dag án þess að hringja heim til mömmu. „Ég sendi minni kannski skeyti á Face- book, svona einu sinni í mánuði.“    En munurinn á krafti fjölskyldu-bandanna milli Íslands og Mexíkó varð mér ekki að fullu ljós fyrr en á dauðradeginum, eins og þýða mætti Dia de los muertos. Ef ég skil þjóðfræðina rétt þá er þetta samheiti yfir hátíðahöld 1. og 2. nóvembers, allraheilagramessu og allrasálnamessu. Hrekkjavaka, 31. október, læðist svo með. Af trúarlegum hátíðum eiga kaþ- ólikkarnir heilan haug, en dauðra- dagurinn er sú hátíð sem mörgum þykir hvað vænst um, enda fjöl- skylduhátíð. Raunar er dauðradag- urinn meiri fjölskylduhátíð en ís- lensku jólin, því hátíðin nær bæði til fjölskyldumeðlima þessa heims og annars.    Fyrir Íslending er það nánastsláandi upplifun að heimsækja Dolores-kirkjugarðinn í Mexíkó- borg á þessum degi. Þessi stærsti kirkjugarður landsins iðar af lífi. Og það er ekki drungi eða sorg yfir gestunum, heldur fjör og gleði. Börnin, litlir púkar og vampírur, hlaupa hlæjandi á milli leiðanna og grafhýsanna í hrekkjavökubúning- unum sínum eða háma í sig súkku- laðihauskúpur. Við innganginn að kirkjugarðinum standa langar rað- ir af básum með blóm, skraut og dýrindis götumat til sölu. Þegar inn er komið tekur á móti manni dúndrandi diskótónlist úr hátöl- urum. Sjálfur Michael Jackson heitinn á fóninum.    Á Íslandi er það látið duga íflestum fjölskyldum að reyta burt mesta arfann á vorin og hola niður eins og einu stormkerti á að- fangadag við leiði allrakærustu ástvina. Í Mexíkó er haldin veisla, og leiðið er veisluborðið! Gestrisn- ina skortir heldur ekki, og þar sem ég staldraði við eitt augnablik til að virða fyrir mér hátíðarstemn- inguna hjá heilu stórfjölskyldunum var mér óðara boðið að setjast nið- ur, bragða á kræsingunum og innli- mast um stund í ættina.    Sennilega slær enginn við Cam-arillo fjölskyldunni, sem ég rambaði fram á. Eða öllu heldur að ég gekk á hljóðið því konurnar í fjölskyldunni höfðu leigt Mariachi- band til að syngja nokkur lög á meðan þær skreyttu leiði feðra, bræðra og eiginmanna sinna. Hátt og lágt var skreytt, með út- klipptum draugum og graskerum, og hlýleg orðsending rituð með rauðgulum blöðum flauelsblómsins á sjálfa gröfina. Amman, ættmóð- irin, kveikti í vindli og hellti ko- níaki í glas, og lagði við einn leg- steininn – þó ekki án þess að púa vindilinn hressilega fyrir sjálfa sig, og fá sér einn sopa með.    Sem ég fylgdist með þessu öllusaman rann upp fyrir mér hvað vinir mínir voru að fara með spurningum sínum. Um leið hugs- aði ég með sjálfum mér hvað það væri nú gaman ef íslensku kirkju- garðarnir væru svona lifandi, fullir af fjöri og fjölskylduböndum þó ekki væri nema einu sinni á ári. Hvenær heyrðist síðast tónlist eða hvenær fyllti ilmurinn af góðum mat vitin í íslenskum kirkjugarði? Mikið þykir manni það leiðinlegt hlutskipti, eftir að hafa kynnst Camarillo fjölskyldunni, að vera jarðsettur í steindauðum og köld- um reit á Íslandi, þar sem stemn- ingin er svo leiðinleg að jafnvel hundar eru bannaðir og skoppandi litlar kanínur fá ekki að vera í friði. Nei, jarðið mig þá frekar í Mexíkó. Jarðið mig í Mexíkó Morgunblaðið/Ásgeir Ingvarsson Gleði Hátíðahöldin kringum dauðradaginn eru lífleg og hafa blandast grímubúninga- og barnahátíðinni sem ameríska hrekkjavakan er. »Hvenær heyrðist síð-ast tónlist eða hve- nær fyllti ilmurinn af góðum mat vitin í ís- lenskum kirkjugarði? AF LISTUM Eftir Ásgeir Ingvarsson Fjölskylduhátíð Camarillo-fjölskyldan stillir sér upp eftir að hafa varið drjúgum tíma í skreytingar. Síðan voru bornir fram dýrindis réttir og drykkir og snætt í félagsskap látinna ástvina. „2012 er Hollywood-rússíbani eins og þeir gerast skemmtileg- astir! Orð frá því ekki lýst hvað stórslysasenurnar eru öflugar.” T.V. - Kvikmyndir.is Stórslysamynd eins og þær gerast bestar. V.J.V - FBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW STÆRSTA FRUMSÝNING ÁRSINS! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRA OG REGNBOGANUM HHHH „Gómsæt, yndisleg og bráðfyndin mynd sem hin frábæra Meryl Streep á skilið sinn þriðja Óskar fyrir.” EMPIRE Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Whatever Works kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.7 ára A Serious Man kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára 2012 kl. 5:45 - 9 B.i.10 ára Desember kl. 6 - 8 B.i.10 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 10 B.i.16 ára 2012 kl. 6 - 9 B.i.10 ára Love Happens kl. 8 LEYFÐ Paranormal Activity kl. 10 B.i.16 ára 9 kl. 6 B.i.10 ára Julie and Julia kl. 5:20 - 8 - 10:35 LEYFÐ 2012 kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára Zombieland kl. 6 B.i.16 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára Paranormal Activity kl. 8 - 10 B.i.16 ára SÝND Í BORGARBÍÓI SÝND HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í BORGARBÍÓI OG SMÁRABÍÓI ÍSLENSKT TAL 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 700 kr. HHH „Hugguleg og frábærlega leikin... Fullkomin afþreying handa konum á öllum aldri.” T.V. - Kvikmyndir.is Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.