Morgunblaðið - 11.12.2009, Page 1

Morgunblaðið - 11.12.2009, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 1. D E S E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 330. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF SPENNANDI JÓLAMARKAÐUR, MARÍA VILL EKKI BRENNA BRJÓSTAHALDARA OG FLOTTUR GAUR 6 Hó hó hó! Muna að setja skóinnút í glugga! *Nánar um skilmála á flytjandi.is PI PAPAA RR \ TB W A W A T ••• SÍ A • SÍ A • 9 8 81 91 8 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VERÐI Icesave-samkomulagið samþykkt í nú- verandi mynd þurfa Íslendingar að búa sig undir verulega skerðingu lífskjara og kaup- máttar næstu árin, að sögn Daniels Gros, bankaráðsmanns í bankaráði Seðlabankans. Segir hann að betra væri fyrir Íslendinga að hafna samkomulaginu eins og það lítur út núna en að samþykkja það. „Íslendingar þurfa að greiða eitthvað vegna Icesave. Skilmálar samkomulagsins eins og það liggur fyrir eru hins vegar svo harkalegir að ég tel betra að hafna því,“ segir hann. „Spurningin er ekki hvort Íslendingar geta staðið við skuldbindingarnar. Ég held að þeir geti það, en þá þurfa Íslendingar að sætta sig við umtalsverða lífskjaraskerð- ingu. Neysla af öllu tagi þarf að dragast saman og kaupmáttur sömuleiðis. Það eru óhjákvæmilegar afleið- ingar þess að takast slíkar skuldbindingar á hendur.“ Segir hann vextina, sem tryggingasjóður innstæðueigenda þarf að greiða af lánum Hol- lendinga og Breta, of háa og séu þeir mun Skert lífskjör og kaupmáttur  Bankaráðsmaður í bankaráði Seðlabankans varar við áhrifum þess að samþykkja Icesave-samninginn  Vaxtagreiðslur verði of háar og muni leiða til óhjákvæmilegrar skerðingar lífskjara hér á landi hærri en þarlendir tryggingasjóðir þurfa að greiða sínum stjórnvöldum. „Fengi íslenski sjóðurinn sambærileg kjör og hollensku og bresku sjóðirnir fá gæti það munað alls um 180 milljörðum króna,“ segir Gros og tekur tillit til þess að erlendu sjóðirnir greiða breytilega vexti, en sá íslenski fasta 5,5 prósenta vexti. Þá segir hann að miðað við forsendur sam- komulagsins sé halli ríkissjóðs vanmetinn. „Þótt ekki þurfi að byrja að greiða af Icesave fyrr en 2015 þarf að gera ráð fyrir því í fjár- lögum núna. Á endanum kemur að skuldadög- um og þá er ekki nóg að hafa jafnað rekstur ríkissjóðs miðað við núverandi aðstæður.“ Í HNOTSKURN »Gros segir að eftir því sem hann bestviti greiði hollenskir bankar enga vexti af slíkum lánum frá ríkinu. »Breski tryggingasjóðurinn greiðirþarlendum stjórnvöldum 0,30 pró- sent ofan á fljótandi Libor-vexti. »Þá setja bresk lög þak á þærgreiðslur sem bankastofnanir þar greiða aftur til ríkisins. Daniel Gros STARFSMENN Skógræktar ríkisins í Haukadal kepptust í gær við að höggva jólatré, flytja úr skóginum, mæla þau og afgreiða pantanir. Hróp- in gengu á víxl hjá þeim Einari Óskarssyni og Stefáni Óskari Orlandi meðan þeir hlóðu kerr- una. „20 græn komin, vantar 18 blá“, en það þýddi að um borð í kerruna voru komin 20 tré 1,75 m á hæð, enn vantaði 18 tré tveggja m há. Einar verkstjóri giskaði á að um 600 jólatré yrðu höggvin í skóginum nú fyrir jólin, að þeim trjám meðtöldum sem fólk fær að velja og sækja sér sjálft. Slíkt hefur tíðkast víða í skógum landsins fyrir jól og er orðið fastur liður í jólaundirbún- ingi margra. Ýmist eru trén í Haukadalsskógi sérræktuð eða hluti grisjunar í skóginum. Morgunblaðið/Ómar UM 600 JÓLATRÉ ÚR HAUKADALSSKÓGI ÁRATUGI gæti tekið fyrir krón- una að ná aftur því meðalgengi, sem verið hefur undanfarin tutt- ugu ár. Kom þetta fram í máli seðlabankastjóra á fundi í Seðla- bankanum í gær. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði alltaf mjög erfitt að spá fyrir um gengisþróun en ljóst mætti vera að krónan yrði áfram veik í ein- hverjum skilningi. Krónan er nú um 30% veikari en meðaltal síðustu tuttugu ára og sagði Már að áratugur eða áratugir gætu liðið þar til hún nær því marki að nýju. | 16 Langt þar til krónan jafnar sig Gengi krónunnar um 30% frá meðalgengi Már Guðmundsson lögunum til umræðu í þinginu til þess að hægt væri að afgreiða það fyrir jól. Ætlunin hafi verið að ræða umsögnina eftir 2. umræðu, eins og oft sé gert, en þá hefði þurft að hafa tekjuhliðina óbreytta. Svo var ekki og segir hann það mistök. Kristján Þór Júlíusson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinna stjórnarflokkanna við fjárlaga- gerðina hafi borið merki agaleysis og lausungar. Þannig hafi tillögur verið MEIRIHLUTI fjárlaganefndar Al- þingis afgreiddi fjárlagafrumvarp næsta árs til 2. umræðu á fundi í gær. Minnihlutinn taldi að afgreiðsl- an væri í andstöðu við lög um þing- sköp. Formaður nefndarinnar viður- kennir mistök og boðar nýjan fund í dag til að afgreiða málið aftur. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að umsögn efnahags- og skattanefndar hafi ekki verið tilbúin en legið á að koma fjár- að berast frá ríkisstjórninni fram á kvöld í fyrradag. Hann segir að tekjuáætlun frumvarpsins sé afar ófullkomin og stóra liði vanti gjalda- megin, til dæmis vaxtakostnað vegna Icesave-skuldbindinga. Reiknað er með að umsögn efna- hags- og skattanefndar verði lögð fram í dag og gengið frá áliti fjár- laganefndar um helgina. Guðbjartur telur að 2. umræða geti hafist í þinginu eftir helgi. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Þarf nýja afgreiðslu Umsögn efnahags- og skattanefndar um tekjuhlið fjárlaga- frumvarpsins vantaði þegar það var afgreitt til 2. umræðu Að störfum Fjárlaganefnd af- greiðir fjárlagafrumvarpið í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.