Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 Frammistaða suður-kóreskustjörnunnar Rain í ninja-bardögum nýlegrar kvik-myndar Wachowski- bræðra, Speed Racer, varð kveikjan að tilurð myndarinnar Ninja- launmorðingi sem nú er sýnd í Sam- bíóunum. Hugmyndin er ekki út- færð í burðugan söguþráð en fram- vindan er hröð og hasarinn æsilegur. Ninju-goðsögnin er tekin helst til hátíðlega en slægingarnar, blóðbað- ið og fljúgandi útlimir bera vott um ævintýralegt óraunsæi. Myndin minnir því um margt á Mortal Kom- bat tölvuleikinn og næsta víst er að vinsæll tölvuleikur verði gerður eftir henni. Slæginga-limlestingarnar eru á köflum sprenghlægilegar og þá sér- staklega byrjunaratriðið sem er vægast sagt hjákátlegt. Tilgerðin og þvingaður leikurinn stuða vafalaust flesta áhorfendur en myndin hefði snarskánað ef atriðið væri klippt burt. Í framhaldinu tekur við drekk- hlaðin samsæriskenning þar sem tveir útsendarar Europol (Harris og Miles) reyna að leysa ýmis morðmál sem þeir telja vera framin af ninja- ættbálkum ráðnum á laun af hátt- settum erindrekum. Rannsókn þeirra knýr atburðarásina en er ekki mjög trúverðug. Sterkasti hluti myndarinnar tengist endurlitum hetjunnar Raizo (Rain) til uppvaxt- arára sinna meðal Ozunu-ættbálsk- ins. Harðskeyttur Ozunu-foringinn (leikinn af bardagaíþróttahetjunni Sho Kosugi) sankar að sér mun- aðrleysingjum og þjálfar þá til að verða miskunnarlausar ninja-dráps- vélar. Frásögnin öðlast mesta dýpt í þessum atriðum og blóðugir bardag- ar barnanna, sem eru eins konar skylmingarþrælar, eru þeir einu sem gætu vakið samkennd áhorf- enda. Þrátt fyrir að frásögnin sé ekki beysin er sjónræn framsetning myndarinnar fagurfræðilega stíl- hrein. Hasarinn er æsilegur eins og áður segir þar sem leikarar hanga og svífa um í vírum, notast er við há- tæknilega og myndræna tölvugrafík, útséða myndatöku og örar klipp- ingar. Bardagatriðin eru krydduð með eldregni og óþrjótandi blóðgus- um og ýmist er hægt á hreyfingum eða þær keyrðar áfram af offorsi. Að því leyti minnir myndin um margt á rómaða fagurfræði Kill Bill tvíleiks- ins og Batman Returns en söguþráð- urinn er þó undirskipaður líkt og í Matrix Reloaded. Í heildina séð er myndin ágætis afþreying með hröðum hasar, sjón- rænum nautnum og viðbjóði sem halda athygli áhorfandans. Hann hefur þó ekki mikla samkennd með persónum enda er vart hægt að taka næfurþunna frásögnina alvarlega. Slægð ninju-ræma Ninja „Þrátt fyrir að frásögnin sé ekki beysin er sjónræn framsetning myndarinnar fagurfræðilega stílhrein.“ Ninju-launmorðingi / Ninja Assassin bbbnn Sambíóin Leikstjórn: James McTeigue. Handrit: Matthew Sand og J. Michael Strac- zynski. Aðalhlutverk: Rain, Naomie Harris, Ben Miles, Sho Kosugi. Fram- leiðendur: Joel Silver og Wachowski bræður. 99 mín. Bandaríkin, 2009. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Uppáhaldsvopn hetjunnar Raizo, Kyoketsu Shoge, sam- anstendur af kuta, tengdum við rúmlega 5,5 metra snúru sem er ýmist gerð úr reipi, keðju eða hári og endar í stórum járn- hring. Kutinn er ekki einungis tvíeggja því að við rót blaðsins stendur hornrétt út úr því ann- að minna sem gæti virkað eins og krókur. Vopnið hefur frá örófi alda aðallega verið mundað af þrautþjálfuðum ninjum og lík- lega er best fyrir alla aðra að láta það kjurrt liggja vilji þeir ekki enda í slægðum ræmum og salsarauðum blóðpolli líkt og fórnarlömb Raizo. Slægingarvopn ninjunnar T.V. - Kvikmyndir.is V.J.V - FBL S.V. - MBL FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW STÆRSTA FRUMSÝNING ÁRSINS! Sýnd kl. 10 Saw 6 kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.16 ára Artúr 2 kl. 4 - 6 LEYFÐ Saw 6 kl. 5:50 - 8 - 10:10 Lúxus 2012 kl. 4:45 - 8 - 10:30 B.i.10 ára The Box kl. 8 B.i.16 ára Julie and Julia kl. 5:20 - 8 - 10:35 LEYFÐ Sýnd kl. 5:50, 8 ÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGA- SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Hörkuspennandi þriller með Cameron Diaz í aðalhlutverki. Eina sem þau þurfa að gera er að ýta á hnappinn til að fá milljón dollarar! En í staðinn mun einhver deyja! SÝND Í SMÁRA OG REGNBOGANUM Sýnd kl. 8 og 10:10 Sýnd kl. 4 og 6 ÍSLENSKT TAL HHH T.V. - Kvikmyndir.is BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA OG HÖFUNDI OFFICE SPACE HHHH „Gómsæt, yndisleg og bráðfyndin mynd sem hin rábæra Meryl Streep á skilið sinn þriðja Óskar fyrir.” EMPIRE SÝND SMÁRABÍÓISÝND SMÁRABÍÓI ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20 (POWER SÝNING) Spennumynd af bestu gerð þar sem Nicolas Cage fer á kostum í hlutverki spillta lögreglumannsins Terence McDonagh. POWERS ÝNING Á STÆRS TA DIGIT AL TJALDI L ANDSINS KL. 10:2 0 SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGA OG BORGARBÍÓI HHHH „Myndin er vel gerð í alla staði og leikurinn framúrskarandi“ -H.S., MBL HHH -Ó.H.T., Rás 2 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.