Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MIKLIR möguleikar felast í íslenska hestinum og þjónustu sem honum tengist, að mati nefndar sem kannaði markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fylgdi skýrslu nefndarinnar úr hlaði í gær. Hann sagði mikilvægi íslenska hestsins ljósara nú en nokkru sinni fyrr. Því til sönnunar nefndi Jón mikilvægi hests- ins við að styrkja ímynd þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við, í markaðs- setningu og við öflun gjaldeyris hvort heldur með sölu hesta eða í ferða- þjónustu. „Þarna eigum við meiri sóknarfæri en í mörgum öðrum greinum,“ sagði Jón. Ásta Möller, formaður nefndar- innar, kynnti helstu niðurstöður og tillögur nefndarinnar. Einungis um þriðjungur íslenskra hesta er á Íslandi, um 80 þúsund hestar, en 150-160 þúsund í útlönd- um. Íslenskir hestar eru m.a. orðnir útflutningsvara frá Þýskalandi. Því er talið mikilvægt að kynna hesta sem hér eru fæddir, uppaldir og tamd- ir sem upprunalega gæðavöru. Mikilvægt er að efla fræðslu um hesta og hestamennsku á öllum skóla- stigum. Íslenski hesturinn hefur tengt tugi þúsunda manna í útlöndum við Ísland. Hestamannafélög um íslenska hestinn eru um 450 á heimsvísu og í þeim eru um 60 þúsund félagsmenn. Af þeim starfa 47 félög hér á landi með um 11 þúsund félagsmenn. Í þessu felast mikil tækifæri til markaðssetningar Íslands sem áfangastaðar. Talið er að margir vilji fá að kynnast hestinum í hans náttúrulegu heimkynnum og ís- lenskri náttúru um leið. Vetrarferðir eru einnig ónýttur möguleiki, bæði með útreiðum og heimsóknum í ís- lensk hesthús. Þá eru hestasýningar fyrir ferðamenn nær óplægður akur. Ein hugmyndin er að fá hesta- íþróttir á íslenskum hestum viður- kenndar sem ólympíska íþrótt. Þar er einkum horft til keppni í tölti og gæð- ingaskeiði. Þá hefur íslenski hesturinn reynst mjög gjaldeyrisskapandi. Þannig er nú útflutningsverðmæti lífhrossa og hrossakjöts farið að jafnast á við heildarútflutningsverðmæti sauðfjár- afurða. Miklir möguleikar Íslenski hesturinn er lykill að markaðssókn á mörgum svið- um erlendis og hér innanlands, samkvæmt nýrri skýrslu Morgunblaðið/Ómar Landkynning Íslenski hesturinn hefur tengt fjölda útlendinga við Ísland. Þetta fólk hefur ekki einungis tekið ást- fóstri við hestinn heldur einnig landið. Talið er að þau tengsl megi nýta til markaðssetningar í ferðaþjónustu. Útflutningur landbúnaðarafurða 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Fo b ve rð ím ill jó nu m kr . Heimild: Hagstofa Íslands Lífhross Hrossakjöt Afurðir sauðfjár 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 EKKI verður annað sagt en að mæt- ing aðalmanna í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar hafi verið til fyrirmyndar á þessu kjörtímabili. 19 af 23 aðalmönnum mættu á yfir 70% funda og 14 þeirra mættu á a.m.k. 80% fundanna. Sóley Tómasdóttir mætti á alla átta fund- ina sem boðað var til er hún sat í stjórn og Kjartan Magnússon á 34 af 36 fundum. Lestina rekur hins vegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem mætti á þrjá af átta fundum. Morgunblaðið hefur undanfarið óskað eftir upplýsingum um mæt- ingu aðalmanna á fundi hinna ýmsu ráða borgarinnar. Misvel hefur gengið að fá þessar tölur, en þær verða áfram birtar í blaðinu næstu daga. annaei@mbl.is, kjon@mbl.is Fundarseta í menningar- og ferðamálaráði Sóley Tómasdóttir Kjartan Magnússon Áslaug Friðriksdóttir Brynjar Fransson Dofri Hermannsson Sif Sigfúsdóttir Þorbjörg H. Vigfúsdóttir Jakob Hrafnsson Stefán Jón Hafstein Oddný Sturludóttir Guðrún Ásmundsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir Jakob Frímann Magnússon Kristín Þorleifsdóttir Hermann Valsson Guðmundur H. Björnsson Margrét Sverrisdóttir Marta Guðjónsdóttir Jóhannes Bárðarson Helga Kristín Auðunsdóttir Árni Þór Sigurðsson Júlíus Vífill Ingvarsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 8 af 8 34 af 36 28 af 30 28 af 30 41 af 45 20 af 22 13 af 15 26 af 30 12 af 14 12 af 14 21 af 25 65 af 81 8 af 10 4 af 5 17 af 22 21 af 28 6 af 8 24 af 33 24 af 36 10 af 15 15 af 26 15 af 28 3 af 8 Fundir menningar- og ferðamálaráðs á tímabilinu júní 2006 til desember 2009 voru 81 talsins og skiptast á fjögur tímabil. Ekki hafa sömu aðalmenn setið í stjórn allt kjörtímabilið og tekur prósentureikningur mið af mætingu þeirra þann tíma sem þeir sátu í stjórninni. Flokkur Fundarmæting Hlutfall 100% 94% 93% 93% 91% 91% 87% 87% 86% 86% 84% 80% 80% 80% 77% 75% 75% 73% 67% 67% 58% 54% 38% Flestir með yfir 70% STJÓRN Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja nýja skatta á raforku og heitt vatn. Þessir skattar muni draga úr lífsgæðum landsmanna og sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs, auk þess að draga úr gegnsæi verð- lagningar á raforku og heitu vatni. „Aldrei hafa áður verið lagðir beinir skattar á raforku eða heitt vatn hér á landi. Frumvarpið vísar til „umhverfis- og auðlindaskatta“, en fjallar um hvorugt, heldur er þetta einfaldlega skattur á orkunotkun landsmanna, til tekjuöflunar í ríkis- sjóð,“ segir í ályktun stjórnar Sam- orku. Ennfremur lýsa samtökin áhyggj- um af því að þessir nýju skattar verði enn hækkaðir þegar fram í sækir. Hafna orkusköttum www.hotelhvolsvollur.is | Sími: 487 8050 | info@hotelhvolsvollur.is Hótel Hvolsvöllur 19. desember verður jólaborðablús. Eftir borðhald verða blústónleikar með: Davíð Þór, Ásgeiri Óskars, Jóni Ólafs og Halldóri Braga. Jólahlaðborð, tónleikar og gisting. Verð: 10.900 kr. á mann. Jólahlaðborð og blús Lifandi dinner tónlist og dansleikur á eftir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.