Morgunblaðið - 11.12.2009, Page 16

Morgunblaðið - 11.12.2009, Page 16
16 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 Þetta helst ... ● LANDSBANKINN tilkynnti í gær að hann hygðist lækka inn- og útlánsvexti sína í dag. Vextir óverðtryggðra inn- og útlána lækka um allt að eitt prósentu- stig og vextir verðtryggðra inn- og út- lána um allt að hálft prósentustig. Vextir Landsbankans á óverð- tryggðum útlánum hafa því lækkað um allt að 11 prósentustig á rúmu ári, eða þrjú prósentustig umfram lækkun stýri- vaxta Seðlabanka Íslands. ivarpall@mbl.is Landsbanki lækkar vexti inn- og útlána ● NÝ skýrsla Vinnumálastofnunar leiðir í ljós að skráð atvinnuleysi í nóvember var að meðaltali 8%. Alls voru 13.357 manns atvinnulausir að meðaltali í mánuðinum sem er 675 fleiri en í október. Í lok mán- aðarins voru 15.017 án atvinnu en sam- bærileg tala í lok október var 14.369. Í Hagsjá Landsbankans segir að sé mán- aðarlegt atvinnuleysi eins og Vinnu- málastofnun skráir það leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum komi í ljós að það minnki lítillega frá síðasta mánuði. Í október minnkaði árstíðaleiðrétt at- vinnuleysi einnig. ivarpall@mbl.is Árstíðaleiðrétt atvinnu- leysi minnkar í nóvember ● SAMRUNI Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Mjólku er samkeppnishaml- andi, en búvörulög koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti gripið til að- gerða. Með samrunanum hefur mynd- ast einokun í mjólkuriðnaði í skjóli bú- vörulaga. Þetta kemur fram í áliti Samkeppniseftirlitsins á samruna félag- anna. Hins vegar skorti Samkeppniseft- irlitið lagaheimild til að eyða samkeppn- ishömlum sem stafa af samrunanum vegna sérákvæða í búvörulögum. Í áliti til landbúnaðarráðherra í gær mælist Samkeppniseftirlitið til þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða til þess að örva samkeppni á íslenskum mjólkurmarkaði og takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda. Samkeppnishamlandi samruni Mjólku og KS Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁRATUGI gæti tekið fyrir krónuna að ná aftur því meðalgengi, sem verið hefur undanfarin tuttugu ár. Kom þetta fram í máli seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra á kynning- arfundi í gær. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði alltaf mjög erfitt að spá fyrir um gengisþróun en ljóst mætti vera að krónan verði áfram veik í ein- hverjum skilningi. Hún hafi verið allt of veik fyrir hrun og í ljósi þess að Ís- land verði á næstu árum ansi skuld- sett og þurfi á viðskiptaafgangi að halda verði krónan veikari en ella. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri sagði tengsl skuldsetn- ingar og gengis krónu afar flókið. Þegar horft væri framhjá eignum og skuldum þrotabúa gömlu bankanna væri jafnvel útlit fyrir að hreinar skuldir þjóðarbúsins á næstu árum yrðu minni en fyrir hrun. Hins vegar væri hærra hlutfall skuldanna á herð- um hins opinbera en ekki vegna fjár- festinga, sem í framtíðinni skiluðu arði. Sagði Arnór að krónan væri nú um 30 prósentum lægri en meðaltal síðustu tuttugu ára. Væntanlega muni hún leita að þessi jafnvægi yfir nokkurn tíma en það gæti tekið nokk- ur ár. Bætti Már því við að það gæti tekið áratug eða jafnvel áratugi fyrir krónuna að ná því marki. Eðlileg lausafjárstýring Á fundinum var Már spurður að því af hverju bundin gjaldeyrisinnlán bankastofnana hjá Seðlabankanum hefðu hækkað úr 18 milljörðum í 95 milljarða milli október og nóvember. Sagði hann að gömlu bankarnir væru með töluverðar gjaldeyrisinn- stæður hjá bankanum. Það hafi valdið vissri óvissu í gjaldeyrisforðastýringu bankans að vera með svo háar inn- stæður, sem gætu farið út með skömmum fyrirvara. Gömlu bönkunum hafi því verið boðið að binda innstæður sínar í nokkra mánuði í senn gegn aðeins hærri vöxtum. Sagði hann þetta hluta af eðlilegri lausafjárstýringu og með þessu væri verið að skjóta styrkari stoðum undir gengi krónunnar. Sagði hann að nú væru um 600 milljónir evra bundnar með þessum hætti, sem á núverandi gengi jafngilda um 110 milljörðum króna. Seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um eitt prósentustig í 10 prósent. Þá voru vextir á viðskipta- reikningum innlánsstofnana lækkaðir um 0,5 prósentustig í 8,5 prósent. Mun Seðlabankinn áfram efna til út- boða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75 prósenta hámarksvöxtum, en í því felst 0,5 prósentustiga lækkun hámarksvaxta bréfanna. Áratugir þar til krónan nær fyrri styrk sínum Gömlu bankarnir með 110 milljarða í bundnum innlánum HALLI á vöruskiptum í Bandaríkj- unum minnkaði um 7,8% í október, þvert á væntingar hagfræðinga, að því er fram kemur í Financial Times. Blaðið rekur þennan batnandi jöfnuð til gengislækkunar Bandaríkjadoll- ars og minnkandi eftirspurnar eftir olíu. Atvinnuleysi eykst Í gær voru einnig birtar tölur sem sýndu að atvinnuleysi í Bandaríkj- unum jókst í síðustu viku, og segir blaðið að það hafi líka komið sérfræð- ingum á óvart. Vöruskiptahallinn í október nam 32,9 milljörðum dollara, en hagfræð- ingar höfðu búist við því að hann yk- ist í mánuðinum. Bæði inn- og útflutn- ingur var meiri en hann hafði verið í nærri því eitt ár. ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Minni halli á vöruskiptum í BNA Örn Arnarson ornarnar@mbl.is SKULDATRYGGINGAÁLAGIÐ á íslenska ríkið rauk upp um tæpa 70 punkta í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá CMA Datavision fór álagið á fimm ára íslenskri ríkisskuld upp í 461 punkta fyrir hádegi en endaði svo í 441 punkti við lok dags. Um er að ræða 11% hækkun á álaginu á einum degi en aðeins ítalska tryggingafyr- irtækið Assicurazioni Generali og orkufyrirtæki furstadæmisins Abu Dabi lækkuðu meira í gær. Skuldatryggingaálagið á Ísland hef- ur því hækkað um 100 punkta frá því að Moody’s tilkynnti um lækkun láns- hæfismats ríkisins hinn 11. nóvember. Þrátt fyrir að skuldatryggingaálag á ríki sem eru í erfiðari skuldastöðu hafi fremur farið hækkandi að und- anförnu, ekki síst vegna fregna af vandræðum ríkisfyrirtækja í Dúbaí og lánshæfislækkun Grikklands, virð- ist þróunin á íslenska álaginu skera sig nokkuð úr. Í þessu samhengi má nefna að skuldatryggingaálagið á lettneska ríkið er um 545. Það hefur lítið breyst undanfarnar vikur en Lettland er einum lánshæfisflokki neðar en Ís- land og er það með í svokölluðum ruslflokki. Kasakstan, sem er með sama lánshæfismat og það íslenska, er í kringum 230. Leiða má líkum að því að þau orð sem Ewald Nowotny, sem situr í stjórn Evrópska seðlabankans, lét falla í gær hafi haft einhver áhrif. Hann sagði að þrátt fyrir að skulda- söfnun sumra Evrópuríkja væri áhyggjuefni væri um að ræða vanda- mál ríkjanna en ekki bankans. Dow Jones-fréttaveitan hafði eftir honum að bankinn fylgdist þó grannt með gangi mála á Grikklandi, Spáni og Ír- landi. Túlka má yfirlýsingar á borð við þessa sem svo að ef ekki verður gripið til sérstakra aðgerða vegna þeirra evruríkja sem eru í skulda- vanda sé varla mikil von á því að önn- ur Evrópuríki í skuldavanda verði að- stoðuð með áþreifanlegum hætti. Varasamt álag á íslenska ríkinu Skuldir Búast má við erfiðri færð fyrir ríkið á lánamarkaði á næstunni.  Skuldatryggingaálagið á Íslandi stefnir upp á við og er komið í 440 punkta  Álagið á Lettlandi sem er í ruslflokki er um þessar mundir 540 punktar Morgunblaðið/RAX „STÓRKOSTLEG, HRÍFANDI, VÖNDUÐ OG GLÆSILEG“ LÉTTGREIÐSLURenginn kostnaðurengir vextir 2.415 kr. 14.490 kr dreift á 6 mánuði LÉTTGREIÐSLURenginn kostnaðurengir vextir 2.499 kr. 14.990 kr dreift á 6 mánuði afsláttur 30% 3.490 kr.verð áður 4.990 kr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.