Morgunblaðið - 11.12.2009, Side 8

Morgunblaðið - 11.12.2009, Side 8
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í fyrradag. Við hús- leit þar var lagt hald á 2,4 kg af maríjúana og 210 kannabisplöntur. Um var að ræða svokallaða vatnsræktun en plönturn- ar voru flestar mjög stórar og í fullum blóma, að sögn lögreglu. Áður höfðu fundist rúmlega 100 grömm af marí- júana í íbúð í austurborg Reykjavíkur en málin tengjast. Karl á fimmtugs- aldri, sem var handtekinn á síð- artalda staðnum, hefur játað aðild að þeim báðum. Alls 2,5 kg af marijúana Fyrr í vikunni stöðvaði lögreglan kannabisræktun í tveimur íbúðum í sama húsi í vesturbæ Reykjavíkur. Þar fundust 110 kannabisplöntur og voru þær á lokastigi ræktunar. Grun- ur leikur á að sami aðili sé ábyrgur fyrir ræktun þessara kannabispl- antna en rannsókn málsins er ekki lokið. Alls hefur lögreglan því lagt hald á 2,5 kg af maríjúana og 320 kannabisplöntur. Sem fyrr hvetur lögreglan fólk til að hafa samband með ábendingar í fíkniefnasímann, 800-5005. Hald lagt á 2,4 kg af maríjúana Kannabis Fjöldi plantna tekinn. UMHYGGJUSÖM móðir að sinna værðarlegu barni sínu þar sem það liggur í vagninum er svo sem ekk- ert óvenjuleg sjón. Hitt er kannski óvenjulegra að þau, ásamt hátt í 30 öðrum mæðrum og börnum, gæddu sér á kræsingum af jólahlaðborði á Hótel Loftleiðum í gær. Öll fæddust börnin í september síðastliðnum. Fengu að fara með mömmu á jólahlaðborð Morgunblaðið/Heiddi 30 mæður og börn borðuðu saman 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 „EF heimsmark- aðsverð þróast með sama hætti gæti bensínverð lækkað frekar næstu daga,“ seg- ir Ingvi Júlíus Ingvason, rekstr- arstjóri hjá Skelj- ungi. Stjórnendur Orkunnar, dótt- urfélags Skeljungs, riðu á vaðið í gærmorgun og lækkuðu lítraverð á bensíni um 1,50 kr. og á dísilolíu um eina krónu. Bensínlítrinn hjá Orkunni kostar nú 184,5 kr. og lítr- inn af dísilolíu er á 181,2 kr. Aðrir fylgdu fordæmi Orkunnar, sem heldur þó forskoti sem það olíufélag sem lægsta verðið hefur. Ýmsar kenningar eru uppi um ástæður lækkandi olíuverðs nú, segir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Borið hefur á minni eftirspurn sem fljótt sér stað í verðlækkunum. Þá munu birgðir af bensíni víða vera að aukast, t.d. í Bandaríkjunum og þá sígur verðið niður. sbs@mbl.is Frekari lækkun bensínverðs líkleg Bensínverð Nokk- ur lækkun í gær. Hanna Birna á opnum fundi Laugardagur 12. desember kl. 10.30 Forgangsraðað í þágu barna og velferðar - án skattahækkana Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, fer yfir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010 sem nú er til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 12. desember og hefst klukkan 10.30. Boðið verður upp á kaffiveitingar og barnapössun á meðan fundinum stendur. Allir velkomnir! Eftir Andra Karl andri@mbl.is MIKILL árangur hefur náðst á því rúma ári sem innleiðing Olweusar- áætlunarinnar gegn einelti hefur staðið yfir í leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði, að sögn leikskólastjóra. Leikskólinn er sem stendur sá eini á landinu sem starfar eftir áætluninni en næsta haust bætast aðrir leikskól- ar Ísafjarðarbæjar í hópinn. „Börnin eru meðvitaðri og passa sig að vera góðir vinir,“ segir Jóna Lind Karlsdóttir leikskólastjóri. Hún segir vinnuna fyrirbyggjandi og reynt sé að virkja þann hóp sem stendur hjá og aðhefst ekkert þegar einelti á sér stað. Áætlunin er hluti af daglegu starfi leikskólans og sýna þau börn úr Eyrarskjóli sem hófu nám í grunnskóla í haust þess augljós merki, að mati kennara þeirra. Óhrædd að segja frá „Við hittum kennara í fyrsta bekk en þeir komu hingað til að kynna sér hvernig áætlunin fer fram á leikskól- anum. Þeir merkja það frekar hjá börnum sem komu frá Eyrarskjóli að þau eru óhrædd við að segja frá og upplifa sig ekki sem klöguskjóður. Það er viðhorfið, að líta ekki svo á að þau séu að klaga heldur greina frá í þeim tilgangi að hjálpa einhverjum sem ekki líður vel.“ Eitt af markmiðum áætlunarinnar er að börnin „útskrifist“ úr leikskóla með alla vega einn góðan vin, þannig að þau hafi stuðning við upphaf skóla- göngunnar. Skólayfirvöld í bænum eru hæst- ánægð með árangurinn sem sést best á því að næsta haust munu Jóna Lind og Íris Ingþórsdóttir aðstoðarleik- skólastjóri hefja innleiðingu Olweusaráætlunarinnar í hinum fimm leikskólum Ísafjarðarbæjar. Þær eru úskrifaðir verkefnastjórar áætlunarinnar eftir nám á vegum framkvæmdastjóra verkefnisins, Þorláks Helgasonar. Þorlákur segir sjálfur að með þessu sé verið að brjóta blað á heimsvísu. „Börnin eru meðvitaðri og passa sig að vera góðir vinir“ Olweusaráætlunin gegn einelti innleidd í leikskóla á Ísafirði Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „RÍKISSTJÓRNIN er að kasta ís- molum inn í hagkerfið. Þessar tillög- ur munu seinka batanum og ýta und- ir atvinnuleysi.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, á fundi í Valhöll í gær þeg- ar hann lýsti áhrifum af skattatillög- um ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði að það væri enginn ágreiningur milli Sjálfstæðisflokks- ins og ríkisstjórnarinnar um að það yrði að takast á við fjárlagahallann og að það þyrfti að fara blandaða leið niðurskurðar og tekjuöflunar. Sjálf- stæðisflokkurinn vildi hins vegar ekki fara þá skattahækkunarleið sem ríkisstjórnin vildi fara heldur fara í aðgerðir sem stuðla að auknum tekjum ríkissjóðs og skattleggja sér- eignasparnaðinn. Bjarni sagði að í tíð fyrri ríkis- stjórnar hefði verið sett í lög að per- sónufrádráttur ætti að hækka í sam- ræmi við verðlag. Til viðbótar hefði ríkisstjórnin á síðasta ári samþykkt, sem innlegg í lausn á kjaradeilu á vinnumarkaði, að hækka persónu- frádrátt um 7.000 kr. í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn væri kom- inn til framkvæmda. Bjarni sagði að nú hefði ríkisstjórnin ákveðið að fella niður annan áfangann, en léti þriðja áfanga, 2.000 kr. hækkun, koma til framkvæmda á næsta ári. Síðan léti ríkisstjórnin eins og þetta væri hennar framlag, en minntist ekkert á að búið hefði verið að ákveða þessa hækkun með lögum. Bjarni sagði að eitt helsta verkefni stjórnvalda á þessu ári hefði verið að takast á við skuldavanda heimilanna. Ríkisstjórnin hefði brugðist bæði seint og illa við þessum vanda. Nú væri hún hins vegar að hækka skuld- ir heimilanna með skattahækkunum, auk þess sem hún væri að skerða ráðstöfunartekjur þeirra. Bjarni sagði að áhrif skattahækk- unar á atvinnulífið væri ekki síður al- varleg. Með hækkun skatta lækkuðu tekjur fyrirtækjanna. Þetta kæmi til með að ýta undir samdrátt í efna- hagslífinu og stuðla að auknu at- vinnuleysi. „Meiriháttar klúður“ Tryggvi Þór Herbertsson alþing- ismaður, sem sæti á í efnahags- og skattanefnd, sagði að margir hefðu komið á fund nefndarinnar í gær. „Það er vægast sagt þungur tónn í mönnum.“ Tryggvi sagði að menn gætu haft mismunandi afstöðu til þess hvort þörf væri á að hækka skatta. „Annað mál er hins vegar að taka skattkerfið og leggja það í rúst. Það stangast hvað á annars horn. Þarna er að eiga sér stað meiriháttar klúður.“ Skattahækkun seinkar batanum  Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega skattahækkunartillögur ríkisstjórnarinnar  „Það stangast hvað á annars horn“ segir þingmaður flokksins í efnahags- og skattanefnd Bjarni Benediktsson Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokkurinn hefur lát- ið reikna út nokkur dæmi um áhrif tillagna stjórnvalda um skattahækkanir á fjölskyldur. Niðurstaðan er sú að ein- staklingur með 250 þúsund í mánaðartekjur þarf að greiða 60 þúsund króna meira í tekju- skatt á ári og 38 þúsund meira í neysluskatta. Í dæminu er reiknað með að maðurinn skuldi 10 milljónir í húsnæðislán og 1,9 milljónir í bílalán. Þessi lán koma til með að hækka um 214 þúsund á næsta ári vegna þess að skattarnir hækka verðlag. Skattar hækka HÆTT hefur verið við að halda próflokaskemmtun á veitingahús- inu Glóðinni í Keflavík nk. laug- ardag. Skemmtunin sem auglýst var á Facebook sem „flottasta, sveittasta og kynþokkafyllsta partí fyrr og síðar“ var gagnrýnd. Lög- reglan og útideild Reykjanesbæjar munu fylgjast með samkomuhaldi á laugardagskvöldið, að sögn Hjör- dísar Árnadóttur félagsmálastjóra. Hætt við skemmtun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.