Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 21
FYRIR þá sem finnst skemmtilegt að lesa blogg þar sem tískupæl- ingum er blandað saman við sögur úr daglegu lífi þá er thorhild- urth.blogspot.com góð viðbót við daglega bloggrúntinn. Þar má lesa færslur Þórhildar Þorkelsdóttur, au-pair stelpu í Bro- oklyn í New York, en hún er að auki dugleg að taka myndir, hvort heldur sem er af sjálfri sér í flottum klæðnaði (hún tekur alltaf fram hvar hver flík er keypt), eða af hlut- um og stöðum í nágrenninu sem heilla hana. Góð viðbót við tísku- bloggflóruna Bloggið Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 „HEILLAÐU vini þína, aftengdu þig,“ er slagorð síðunnar seppukoo.- com sem aðstoðar notendur Facebo- ok við að „drepa“ sýndarsjálfið sitt og býr í kjölfarið til minningarsíðu um viðkomanda. Síðan heitir eftir fornri japanskri sjálfsmorðsaðferð, sepp- uku, þar sem samúræjar ristu sig á hol fremur en að falla fyrir hendi óvin- arins. „Líkt og seppuku endurreisir heið- ur samúræjans sem stríðsmaður, hjálpar seppukoo.com við að frelsa hinn stafræna líkama,“ segir m.a. á síðunni. Óvinir nútímans séu ekki aðr- ir stríðsmenn heldur fjölmiðlasam- steypur sem græði heilmikið á að birta auglýsingar á samskiptavefjum og sé það því í þeirra hag að reyna að tengja sem flesta saman á netinu. „Á gamansaman hátt reynir Seppukoo að snúa þessu við með því að slíta í sundur sýndartengslin og breyta ein- staklingsbundinni sjálfsmorðsreynslu í spennandi, félagslega reynslu.“ Eru sjálfir á Facebook Útþurrkun sýndarsjálfsins fer fram með eftirfarandi hætti: Farðu inn á seppukoo.com og skráðu þig þar inn eins og þú værir að skrá þig inn á Facebook. Veldu snið á minningar- síðu sem birtist eftir eyðinguna og skrifaðu þín hinstu orð, sem síðan sendir svo öllum Facebook-vinum þínum. Að þessu loknu verður Fa- cebook-síðu þinni lokað en í staðinn birtist minningarsíða þar sem Fa- cebook-vinirnir geta skrifað hálfgerð- ar minningargreinar. Seppukoo á þó langt í land með að ná í skottið á Facebook þar sem 300 milljónir manna eru með síðu. Sl. mið- vikudag drápu t.d. sex einstaklingar sýndarsjálfið sitt en aðstandendur Seppukoo, sem lýsa sér sem ímynd- uðum listahópi frá Ítalíu, segja að alls hafi 15 þúsund manns nýtt sér þjón- ustu síðunnar og hafi 350 þúsund Fa- cebook-notendur fengið boð um að gera slíkt hið sama. Þess ber að geta að stofnendur Seppukoo eru sjálfir skráðir notendur á Facebook og segj- ast stoltir vera ruglingslegir og í miklu ósamræmi við sjálfa sig. Þeir viðurkenna að í raun sé Seppukoo samskiptasíða eins og Facebook en munurinn sé sá að Seppukoo geymi engar upplýsingar notenda sinna og selji þær ekki þriðja aðila. Þeir sem nýta sér þjónustu Sep- pukoo og drepa sýndarsjálfið sitt þurfa ekki að örvænta snúist þeim hugur. Í sýndarheiminum er alltaf hægt að rísa upp frá dauðum og er það ekki flóknara en að skrá sig inn á Facebook með sama notendanafni og lykilorði og áður. Vefsíðan Lætur sýndarsjálf manns hverfa Morgunblaðið/Árni Sæberg Facebook Uppreisnarhópur hvetur fólk til að drepa sýndarsjálf sitt. Aðstandendur Seppukoo lýsa sér sem ímynduðum listahópi frá Ítalíu M b l1 15 17 16 Gjöfin hennar Náttföt Verð 14.800 Sloppur Verð 9.800 Undirfatasett Verð 10.500 Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur – Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 – www.selena.is Opið mán.-lau. kl. 11-18, sun. kl. 13-17 • Næg bílastæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.