Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009
FULLTRÚAR bresku veðurstof-
unnar á loftslagsráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna í Kaupmannahöfn
sögðu í gær að tíminn væri að renna
út; tryggja yrði að losun koldíoxíðs
hætti að aukast ekki síðar en 2020.
En jafnvel þótt það tækist væru 50%
líkur á að meðalhiti á jörðinni hækk-
aði um meira en tvær gráður á Cels-
ius á öldinni.
Klofningur er kominn upp í röðum
þróunarríkja á ráðstefnunni. Iðn-
veldi eins og Kína, Indland og Bras-
ilía hafna því að byrja að minnka los-
un strax árið 2013 og segja að þá
myndi framþróun þeirra verða heft
um of. En lítil eyríki eins og Maldív-
eyjar, sem eru mjög láglendar og
rísa aðeins fáeina metra upp úr sjó,
óttast að hlýnun muni hækka sjáv-
arborðið og ríkin verði óbyggileg.
En er þessi hætta raunveruleg?
Ekki er Nils-Axel Mörner, heims-
þekktur, sænskur sérfræðingur í
mælingum á sjávarborði, á því. Hann
spáir hækkun upp á fimm senti-
metra fyrir 2100, ekki 30-50 senti-
metrum eins og loftslagsnefnd SÞ.
Mörner segir í grein í ritinu Specta-
tor að hann hafi sex sinnum gert
rannsóknir á Maldíveyjum og telur
íbúana ekkert þurfa að óttast. Á 17.
öld t.d. hafi sjávarborð við eyjarnar
verið 50 cm hærra en nú. kjon@mbl.is
Þróunar-
ríki deila
innbyrðis
Reuters
Fjaran Stúlka á strönd á Maldíveyjum. Nils-Axel Mörner segir að landbrot
af ýmsum ástæðum sé mikið vandamál þar og í Bangladesh, einnig á Kyrra-
hafseyjunum Tuvalu og Vanuatu en sjávarborðið hafi í reynd ekkert hækk-
að. Við Maldíveyjar hafi það verið óbreytt í um þrjá áratugi.
Lítil eyríki krefjast
harðari aðgerða gegn
losun koldíoxíðs
DANIR viðurkenna nú skilyrð-
islaust yfirráð Kínverja í Tíbet og
er um mikinn áróðurssigur stjórn-
valda í Peking að ræða en þau
hafa beitt miklum þrýstingi í mál-
inu. Kínversk stjórnvöld reiddust
því mjög þegar Lars Løkke Rasm-
ussen, forsætisráðherra Danmerk-
ur, átti fund með Dalai Lama, and-
legum leiðtoga Tíbeta, í
Kaupmannahöfn í lok maí.
Í kjölfar fundarins beittu Kín-
verjar Dani ýmsum óformlegum
refsiaðgerðum sem höfðu veruleg
neikvæð áhrif á danskt atvinnulíf
og viðskiptin við Kína. Þá var
dönskum ráðherraheimsóknum til
Kína frestað eða þeim aflýst.
Að sögn danskra fjölmiðla jókst
þrýstingurinn síðan í aðdraganda
loftslagsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, sem nú stendur yfir í
Kaupmannahöfn. Per Stig Møller
utanríkisráðherra skýrði utanrík-
ismálanefnd danska þingsins frá
stefnubreytingunni í vikunni.
Danski þjóðarflokkurinn, sem veit-
ir borgaralegri ríkisstjórn Venstre
og Íhaldsflokksins stuðning á
þingi, segir að þetta samkomulag
sé „hneykslanleg undanlátssemi
við kínversku einræðisstjórnina“.
Stig Møller vísar gagnrýninni á
bug og segir að nauðsynlegt hafi
verið að leysa deiluna. Dönsk
stjórnvöld hafi aðeins skýrt af-
stöðu sína til Kína og undirstrikað
að þau muni ekki styðja sjálfstæði
Tíbets.
Að sögn Berlingske Tidende
heita dönsk stjórnvöld því að fara
framvegis varlega ef Dalai Lama
heimsækir Danmörku í framtíð-
inni. kjon@mbl.is
Reuters
Leiðtogi Dalai Lama er hér í Róm og fær gjöf: trefil með litum Barcelona.
Danir láta undan
þrýstingi Kínverja
Brauðrist TT 61101
Tekur tvær venjulegar
brauðsneiðar, 900 W.
Jólaverð: 6.400 kr. stgr.
Töfrasproti MSM 6B100
280 W. Hljóðlátur og
þægilegur í notkun.
Jólaverð: 4.100 kr. stgr.
Ryksuga VS 01E1800
3 l poki, 1800 W.
Jólaverð: 14.900 kr. stgr.
Hárblásari PHD 1150
1200 W. Hægt að fella saman.
Jólaverð: 4.290 kr. stgr.
Brick borðlampar
Nokkrir litir. Hæð 38 sm.
Jólaverð: 5.500 kr. stgr.
Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali.
Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Þvottavél WM 12A162DN
Tekur 5 kg. 1200 sn./mín.
Orkuflokkur A.
Jólaverð: 109.900 kr. stgr.
Uppþvottavél SE44E232SK
Hvít, með fjórum kerfum.
Jólaverð: 109.900 kr. stgr.
1
2
3
4
5
6
7
fyrir
1
2
4
6
7
A
T
A
R
N
A
5
3