Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 SINDRI Snær Einarsson, 18 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hefur spáð í tísku síðan hann man eftir sér. „Ég hef alltaf haft skoðanir á því í hverju ég ætla að vera,“ segir hann. Aðspurður segist Sindri Snær fá innblástur víða, allt frá tískublöðum, módelum og hönnuðum til tónlistar, tónlist- arfólks, kvikmynda og áratuga. Beðinn um að lýsa stíl sínum segir Sindri Snær það vera dálítið erfitt þar sem hann hafi þrjá ólíka stíla. „Einn er dálítið kæruleysislegur – úti um allt. Svo get ég stundum verið mjög stílhreinn og fágaður eða þá verið mikið fyrir alls konar hönnun og fallegar litasamsetningar. Það fer alveg eftir skapi og „season“-um hvað ég ákveð að velja.“ Undir kæruleysislega stílinn falla yfirleitt „second hand“-föt þó að föt frá Ga- reth Pugh og Ann Demeulemeester slæðist stundum með. Þegar kemur að fágaða stílnum segist Sindri Snær hrifnastur af Marc Jacobs en Vivi- enne Westwood og Marjan Pejoski þegar hann vill vera í fallegum lita- samsetningum. Uppáhaldsbúðir Sindra Snæs hér á landi eru Kronkron og allar búðir sem selja notuð föt, þá sérstaklega Rauðakrossbúðin. Honum finnst hinsvegar skemmtilegast að versla í London, t.d. í Kokon To Zai, Beyond Retro og Roket. Morgunblaðið/Heiddi Kæruleysislegur Mokkajakkinn er úr Rauðakrossbúðinni, bolurinn úr Spútnik, stuttbuxnasamfestingurinn er úr Beyond Retro, skyrtan frá Roket, sokkarnir frá Harrods og skórnir eru keyptir í Álnavörubúðinni í Hveragerði. Er með nokkra mismunandi stíla Hönnun Skyrtan er frá Vivienne Westwood, buxurnar úr All saints, skórnir eru keyptir í Kronkron og slaufan var keypt á Camden- markaðnum í London. Notað Skyrtan og buxurnar eru úr Junky Styling í London en sú búð endurnýtir gömul föt, svipað og Aftur systur. Skórnir eru úr All Saints. BRESKU tískuverðlaunin 2009 voru afhent við mikla viðhöfn á miðvikudaginn. Þar voru áhrifa- mestu einstaklingarnir í tísku- bransanum um þessar mundir heiðraðir og komu rúmlega 500 manns; hönnuðir, fyrirsætur, blaðamenn ofl., saman til að fagna með sigurvegurunum en hönnuður ársins var valinn Christopher Bailey, aðalútlits- hönnuðurinn hjá Burberry. Það voru þó ekki einu verðlaunin sem féllu í skaut Burberry því merkið var einnig valið tísku- merki ársins. Hin 17 ára gamla Georgia May Jagger, dóttir rokkarans Mick Jaggers og Jerry Hall, var valin fyrirsæta ársins, Kate Moss fékk sérstök heið- ursverðlaun fyrir að vera hold- gervingur Lundúnaandans og Galliano var verðlaunaður fyrir framúrskarandi afrek í tísku- hönnun. Uppskeruhátíð breskrar hönnunar – meira fyrir áskrifendur Skólar og námskeið Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefna því á nám og námskeiða. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið þriðjudaginn 5. janúar 2010. Meðal efnis verður : Háskólanám og endurmenntun. Fjarmenntun á háskólastigi. Verklegt nám/iðnnám á framhalds og háskólastigi. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og nám erlendis. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 21. desember Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.