Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Viðskipta-blaðið birtií gær mjög athyglisverða könnun sem rann- sóknarfyrirtækið MMR hafði unnið fyrir það. Þar var spurt hvort svarendur teldu rétt að forsetinn synjaði laga- frumvarpi um ríkisábyrgð á Icesave-samningum ef þingið afgreiddi það. Sjötíu prósent aðspurðra svöruðu þeirri spurningu játandi. Þetta er mun meira afgerandi nið- urstaða en að öðru jöfnu kemur út úr könnunum af þessu tagi. Það eykur enn á þunga þessara svara að óákveðnir voru einnig færri þegar spurt var en vant er. Leiti menn skýringa á þessum afdráttarlausa vilja er hann hugsanlega að finna í svörum við annarri spurn- ingu í þessari könnun. Þar kemur fram að það er al- menn skoðun að fyrirvar- arnir sem áður voru við rík- isábyrgðina séu nú orðnir miklu lakari en í gildandi lögum. Margan hefur undrað hversu öflug undirskrifta- söfnun sú sem fylgir erindi til forseta Íslands er, sér- staklega með hliðsjón af því að hún hefur nær ekkert ver- ið auglýst og augljóslega ver- ið í mikilli óþökk fjölmiðla al- mennings, sem reynt hafa að þegja hana í hel. Hinn mikli fjöldi sem þegar hefur lagt nafn sitt við beiðni um að þjóðin fái aðkomu að málinu og sá afgerandi meirihluti sem nýbirt könnun sýnir undirstrikar að Ríkisútvarpið með fálæti sínu sinnir ekki hlutverki sínu sem þjóð- arfjölmiðill. Því miður hafa verið allt of mörg sams konar dæmi uppi að undanförnu. Þegar fjölmiðlalög voru til meðferðar í þinginu á sínum tíma lagði forsetinn af ein- hverjum ástæðum nótt við dag til að komast til landsins. Hann skrópaði í brúðkaupi krónprinsins af Danmörku af sömu óþekktu ástæðu. Nú er forsetinn hins vegar lagstur í ferðalög þegar þungbærasta mál fyrir þjóðina í síðari tíma sögu hennar er til afgreiðslu. Er ástæða til að draga ályktun af þessum breytilegu háttum eða er hér um eðli- lega tilviljun að ræða? Von- andi er síðari tilgátan rétt. En einkum verða menn þó að vona að tilgáta sem reifuð var nýverið í pistli á netinu sé röng. Sú fól í sér að nærri fjörutíu þúsund undirskriftir Íslendinga myndu ekki duga forsetanum, því enn vantaði eitt nafn á þann lista. Sjötíu prósent landsmanna vilja fá að kjósa um rík- isábyrgðina.} Athyglisverð könnun Meirihluti fjár-laganefndar afgreiddi fjárlaga- frumvarpið út úr nefndinni í gær í ágreiningi við minni hluta nefnd- arinnar, sem vildi bíða álits efnahags- og skattanefndar sem hugðist skila áliti í dag. Vinnubrögð af þessu tagi virð- ast nú orðin að venju hjá meirihluta þingsins og veit ekki á gott þegar mál eru ítrekað afgreidd hálfkláruð út úr nefndum. Álit efnahags- og skatta- nefndar skiptir miklu máli því að þar er til umræðu frumvarp um ráðstafanir í skattamálum, sem ætti raunar fremur að heita frumvarp um víðtækar og miklar skattahækkanir. Þetta frumvarp, hvaða nafn sem menn annars hengja á það, skiptir öllu máli um fjár- lagafrumvarpið. Séu for- sendur fyrir skattahækk- unarfrumvarpi ríkisstjórn- arinnar ekki traustar eru engar forsendur fyrir fjár- lagafrumvarpinu og þar með hefur umræða um það lítinn tilgang. Og fyrir því hafa verið færð ótal rök að skattahækk- unarfrumvarpið byggist miklu fremur á kreddum og ósk- hyggju en raunveruleikanum. Væntingar sem út úr því má lesa um stórauknar tekjur verða aldrei að veruleika og þar með er tekjuhlið fjárlaga- frumvarpsins í besta falli leik- ur að tölum. Gallinn er hins vegar sá að þetta er hættu- legur leikur sem getur haft al- varlegar afleiðingar, meðal annars vegna þess að ákvarð- anir um Icesave-ríkisábyrgð hvíla að hluta til á því að til- tekin afkoma verði af rekstri ríkisins. Þrátt fyrir að svo mikið sé í húfi hefur stjórnarmeirihlut- inn ákveðið að keyra fjárlaga- frumvarpið áfram í þinginu í stað þess að ræða það til hlítar í fjárlaganefnd. Þessi fram- ganga kemur því miður ekki á óvart og er í senn ámælisverð og ábyrgðarlaus. Fjárlagafrumvarpið er sent vanrætt úr nefnd og með því tekin mikil áhætta. } Ábyrgðarlaus afgreiðsla É g hef alla tíð verið mikill lestr- arhestur og á barnsaldri átti ég það til að fela mig undir stofu- borði með bók í stað þess að hlýða foreldrum mínum og fara út að leika. Ég las í raun allt sem ég komst yfir og var fastur gestur á bókasafninu. Á síðari tímum hafa skáldsögur að stórum hluta vikið fyrir fræðibókum af ýmsu tagi í lestrarhegðun minni – með þeirri undantekn- ingu þó að ég les enn töluvert af vísindaskáld- skap. Fræðibækur og vísindaskáldsögur eru vissulega góðar bókmenntir, en veita manni ekki sams konar andlega ánægju og lestur góðrar, hefðbundinnar skáldsögu. Mér varð þetta í raun fyrst ljóst fyrir nokkr- um árum þegar ég rakst fyrir slysni á bókina How to Read and Why, eftir bandaríska bók- menntafræðinginn Harold Bloom. Bloom heldur því fram í bókinni að aðalástæðan fyrir því að lesa góðar fag- urbókmenntir, hvort heldur sem um er að ræða ljóð, leik- rit eða skáldsögur, séu fagurfræðilegs og tilfinningalegs eðlis. Eftir lestur bókarinnar hef ég reynt að bæta fyrir fyrri mistök og lesa meira af fagurbókmenntum. Segir Bloom að bestu skáldverkin tali beint til lesand- ans með þeim hætti að í raun sé um að ræða mjög náið samtal milli lesanda og höfundar þótt aðskildir séu í tíma og rúmi. Er hann tortrygginn í garð kenninga sem segja að skáldverk hafi eða eigi að hafa einhvern samfélags- legan tilgang annan en að gleðja og bæta þann sem les. Í góðum skáldskap felst nefnilega mikill sannleikur þótt umgjörðin sé uppspuni. Góð- ur skáldskapur fjallar um það sem gerir okk- ur að manneskjum, hvort sem um er að ræða galla okkar eða kosti. Með því að lesa verðum við vísari um hvað í því felst að vera maður og kynnumst sjálfum okkur betur. Lestur er nautn þess sem nýtur þess að vera einn. Nema að um upplestur sé að ræða er lesandinn einn með sjálfum sér og bókinni. Eins og áður segir getur lestur góðrar bókar bætt lesandann, en ég er sammála Bloom í því að markmið lestrar sé ekki samfélagslegt heldur einstaklingsbundið. Er hann harð- orður í garð þeirra sem líta á skáldverk lið- inna alda einungis sem birtingarmynd við- komandi tíma og verja tíma sínum í að rífa þau niður með því að benda á alls konar for- dóma sem þeir telja að í verkunum felist. Þvert á móti segir Bloom að í gömlum klassískum skáldverkum felist mikill sannleikur sem lesendur fari á mis við ef verkin eru lesin með lituðum gleraugum nú- tímamannsins. Áður en lestur góðrar bókar hefst ætti lesandinn að hreinsa huga sinn af hræsni og illskilj- anlegum fræðihugtökum. Án slíkrar hreinsunar geti les- andinn ekki náð nauðsynlegri tengingu við persónur skáldsögunnar og verði þar með af þeirri nautn sem lest- ur geti verið. Góðir höfundar geta snert við okkur mörg- um öldum eftir að þeir eru sjálfir látnir, ef við bara gefum þeim tækifæri til þess. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Hvers vegna á maður að lesa? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is G ríðarlega góð veiði var fyrstu helgi rjúpnaveiði- tímabilsins og veiddist þá megnið af því sem skotið hefur verið á tímabilinu, að sögn Sigmars B. Haukssonar, formanns Skotveiði- félags Íslands. „Þá var mjög skýr snjólína og eins góð skilyrði og hægt var að fá. Það var afburðagóð veiði fyrstu helgina. Síðan var þetta sæmilegt aðra helgina, en frekar lítið eftir það,“ seg- ir Sigmar. Eftir fyrstu helgarnar voru ríkjandi NA-áttir og hvasst svo veið- arnar voru erfiðari. Jörð var líka al- gerlega auð af snjó lengi vel svo erf- iðara var að staðsetja rjúpuna, sem var hér og þar og alls staðar. Margir hafa velt fyrir sér hvort þetta snjó- lausa haust sé vísbending um góða af- komu stofnsins fram á vor. Sigmar segir haustið ekki afgerandi um það, heldur ráðist það í vor. Slæm vorhret og blaut geti haft mjög slæm áhrif á rjúpuna. Að sögn Sigmars hefur vakið sér- staka athygli hversu fáir veiðimenn hafi verið á veiðislóð síðustu fjórar helgarnar. Þetta bendi til þess að flestir hafi veitt vel fyrst og þá fengið það sem þeir þurftu. Þá hafi þeir slak- að á sókninni. Hann segir að níu af hverjum tíu veiðimönnum hafi veitt hóflega og mikil siðbót sé orðin í röð- um rjúpnaskytta. Magnveiði- mennirnir séu algerar undan- tekningar. Hlutfall unga er 70-80% Rannsóknir hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands benda til að hlutfall unga í veiðinni þetta haustið sé 73- 80%. Enn vantar þó nokkuð af vængj- um, til að fá nægilegt magn úr hverj- um landshluta og eru veiðimenn hvattir til að senda vængina. Þetta ungahlutfall er svipað síð- ustu tvö árin, en talsvert hærri frá ár- unum 2005-2006. Þá fór ungahlutfall niður í 68%, sem þýðir að afkoma stofnsins hafi verið verri. Á vef Náttúrufræðistofnunar kem- ur fram að stofnstærðin og ungahlut- fallið hafa venjulega sveiflast saman, þannig að ungahlutfallið var hæst þegar stofninn var í uppsveiflu og lægst þegar hann var í niðursveiflu. Hlutfall unga var mest tveimur til þremur árum áður en stofninn sjálfur var í hámarki. Á síðustu öld tók þessi sveifla að meðaltali ellefu ár. Ólafur Karl Nielsen, fuglafræð- ingur hjá stofnuninni, segir að það sem af er þessari öld hafi þessi nátt- úrulega sveifla aftengst að hluta. Af- föll á meðal unganna hafi haldist mik- il í næstum áratug og sá þáttur ekkert slakað á klónni, eins og áður. „Stofninn hefur líka hagað sér óvenjulega síðustu ár. Hann rauk upp í friðuninni. Svo þoldi hann ekki þá sókn sem var byrjað með eftir friðun og þá datt hann niður í tvö ár. Þá var veiðin færð niður í átján daga og þá rauk hann aftur upp,“ segir Ólafur. Hins vegar hafi þeir affallaþættir sem eru sameiginlegir ungum og full- orðnum fuglum verið meira rokkandi og vægi þeirra í heildarafföllunum minnkað. Inni í því eru til dæmis skotveiðar og veiðar rándýra eins og fálka, á rjúpunni. Morgunblaðið/Ingó BANG! Rjúpan er oft illsýnileg og flögrar upp rétt hjá veiðimanninum, þeg- ar hann á síst á því von. Þá reynir á leikni skyttunnar, til að ná henni á flugi. Fyrstu helgina rigndi rjúpu en svo hægði á Þótt einstaka lögbrjótar stundi enn magnveiðar á rjúpur veiða flestir hóflega. Tímabilið byrjaði gríðarlega vel og fengu mjög margir það magn sem þeir þurftu strax fyrstu helgina. Voru engir lögbrjótar að stunda magnveiðar? Jú, að öllum líkindum. Morgun- blaðið hefur staðfestar sögur af nokkrum veiðimönnum sem veitt hafa nálægt 200 rjúpum hver, en ekki staðfest hvort þeir selja veið- ina. Einnig hafa farið sögur af veiði- mönnum sem hafi náð upp undir þúsund rjúpum hver. Flestum við- mælendum þykir það afar ólík- legt, en ljóst er að til að eiga minnsta möguleika á að ná slíku magni þyrfti bæði að notast við vélknúin farartæki á veiðum og veiða utan löglegra veiðidaga. M.ö.o. að skeyta ekkert um gild- andi lög og reglur. Hvað kostar rjúpa á svörtum markaði í dag? Rætt var við nokkra sem keypt höfðu rjúpur ólöglega í haust. Svo virðist sem fjölskyldur og vinir veiðimanna geti fengið rjúpu á þúsund krónur stykkið. Ef kaup- andinn þekkir veiðimanninn ekki, virðist verðið hins vegar vera á bilinu tvö til þrjú þúsund krónur. Rifja má upp að í og eftir rjúpna- veiðibannið fór verð á rjúpu upp í 5.000 krónur stykkið. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.