Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 Hæ, ég er hér! Rauði krossinn fékk frísklega hjálp í gær þegar fjölmörg börn af frístundaheimilum í vesturbæ Reykjavíkur héldu jólamarkað í Frostaskjóli. Þar var hægt að kaupa jólaskraut og ýmsa muni sem börnin höfðu sjálf föndrað og allur ágóði rennur til styrktar verkefna Rauða krossins í Malaví. Þar er rekið frístundaheimili fyrir börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Golli RÚMUR áratugur er liðinn frá því um- ræður um nýtt hús fyrir háskólaspítala hófust fyrir alvöru hérlendis, nokkru áð- ur en spítalarnir í Reykjavík voru sam- einaðir í einn um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítalans við Hringbraut. Í þessari grein ætlum við að rifja upp á hverju sú ákvörðun var byggð. Háskólasjúkrahús Meginverkefni heilbrigðisþjón- ustu eru þríþætt, að sinna veiku fólki, uppgötva nýja þekkingu með rannsóknum og kenna og þjálfa fólk til starfa. Þetta þríeina hlut- verk endurspeglast ekki síst í til- urð og tilvist háskólaspítala. Til hvers eru þeir? Þeir eru miðstöð þjónustu, kennslu og rannsókna í heilbrigðisvísindum og segja má að þeir sé að nokkru orðnir til að sinna kennslu og rannsóknum. Há- skólaspítalar eru alltaf tengdir við- komandi háskóla, og geta þau tengsl verið ærið mismunandi að því er lýtur að stjórnum, allt frá sameiginlegri stjórn til samvinnu og samstarfs að sameiginlegum markmiðum, ekki ósvipað því sem við þekkjum hér. Landfræðileg tengsl eru nær ætíð eitt af skil- yrðum þessa samstarfs, skóli og spítali eru á sömu torfu og sjaldn- ast meira en steinkast á milli. Læknalið og hluti annars klínísks starfsliðs spítala er í föstum kenn- arastöðum við háskóla og fólk er ráðið með tilliti til kennslu- og rannsóknagetu ekki síður en til þjónustustarfa. Hlutverk háskólasjúkrahúsa Þar er sjúklingum sinnt, oftast mjög vel, þau hafa með höndum umsjón grunn- og framhaldsmennt- unar heilbrigðistétta, vísinda- og þróunarstörf eru snar þáttur í starfseminni. Þar er yfirleitt sér- hæfðustu heilbrigðisþjónustu hverrar þjóðar sinnt og háskóla- sjúkrahús eru oftast nær akker- isfesta þjónustunnar, og er þar síst verið að gera lítið úr framlagi ann- arra. Þar er ákveðin hugsýn höfð uppi sem lýtur að verklagi og vinnuaðferðum, vinnan er hluti kennslunnar og öfugt, kennslan er hluti vinnunnar. Yfirleitt er sú þjónusta sem háskólasjúkrahús veita breið og víðfeðm, enda nauð- synlegt vegna rannsókna- og kennsluhlutverks, á þeim er flest- um verkum sinnt, en ekki endilega öllu umfangi verkanna. Háskóla- sjúkrahús hafa gott af samkeppni eins og flestir aðrir. Stöðug hvatn- ing til umræðu og skoðanaskipta er ennfremur einn af hornsteinum há- skólasjúkrahúsa, þannig verða til nýjar hugmyndir og þróun. Eins og áður sagði eru háskólaspítalar yfirleitt góð sjúkrahús sem draga til sín gott starfsfólk. Tímaritið „US World and News Report“ birtir árlega lista yfir bestu sjúkra- hús í Bandaríkjunum. Þau eru metin eftir orðstír, dánartölu, og árangri á 16 sérsviðum. Á úrvals- lista 2009 eru 21 sjúkrahús sem öll eru háskólasjúkrahús. Íslensk löggjöf Hafa þessi sjónarmið ratað inn í íslenska löggjöf um heilbrigð- isþjónustu? Þeirri spurningu verð- ur að svara játandi. Í nýlegum lög- um um heilbrigðisþjónustu frá 2007 er háskólasjúkrahús skil- greint á eftirfarandi hátt: „Sjúkra- hús sem veitir þjónustu í nær öll- um viðurkenndum sérgreinum læknisfræði og hjúkrunarfræði, með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu. Sjúkrahúsið er í nánu samstarfi við háskóla sem sinnir kennslu og rannsóknum í lækn- isfræði og flestum öðrum greinum heilbrigðisvísinda, svo og eftir at- vikum framhaldsskóla. Starfsmenn sjúkrahússins, sem uppfylla til- teknar hæfiskröfur háskóla, gegna störfum bæði á sjúkrahúsinu og við háskólann eða hafa önnur starfs- tengsl við háskólann. Meðferð sjúklinga, kennsla og rannsóknir eru samþætt í daglegum störfum á sjúkrahúsinu.“ Í lögunum er hlut- verk Landspítalans sem háskóla- spítala síðan skilgreint nánar með tilliti til þessara sjónarmiða. Staða Landspítalans Hvernig er Landspítalinn séður frá þessu sjónarhorni? Er hann há- skólaspítali? Þeirri spurningu verð- ur líka að svara játandi, heldur betur. Hann er eins og flestir vita stærsti vinnustaður landsins. Þar vinna um 4.500 manns í um 3.900 stöðugildum, þangað leitar um þriðjungur þjóðarinnar á hverju ári, þar eru innlagnir tæplega 30.000 á ári, þar eru gerðar um 15.000 skurðaðgerðir og þar fæðast um 3.400 nýir landsmenn árlega. Loks eru þar um 1.100 nemar í ýmsum greinum heilbrigðisvísinda í klínísku námi á ári hverju. Skv. upplýsingum frá Rannís birtust um 800 greinar eftir íslenska vís- indamenn í erlendum ritrýndum fagtímaritum á síðasta ári. Gríð- arleg gróska hefur verið í vísinda- rannsóknum hérlendis undanfarna áratugi og hefur fjöldi birtra greina í alþjóðlegum ritum næstum tífaldast frá því um miðjan níunda áratuginn. Um 45% allra greina sem þar birtast eru af sviði heil- brigðisvísinda og u.þ.b. 60% þeirra koma frá sameiginlegum starfs- mönnum Landspítala og Háskóla Íslands eða verða til í samstarfi þeirra. Þetta er e.t.v. ljósasta dæmið um öfluga og farsæla sam- vinnu þessara stofnana sem staðið hefur og eflst áratugum saman. Jafnframt er mikið samstarf við aðrar innlendar rannsóknastofn- anir, s.s. Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd, Matís, Keldur o.fl. Vaxandi samstarf er við erlenda háskóla og rannsóknastofnanir og mjög aukin sókn í alþjóðlega styrki. Þetta samstarf sem borið er uppi að miklu leyti af stofnunum tveimur, Háskóla Íslands og Land- spítalanum, er ein af forsendum þess að vísindarannsóknir af al- þjóðlegum gæðum þróist áfram hérlendis. Staðarval nýrrar spítalabyggingar Meginforsenda staðarvals nýrrar spítalabyggingar við Hringbraut var því nálægð spítalans við há- skólann, stofnanirnar eru háðar hvor annarri í faglegu tilliti og verða ekki í sundur slitnar. Hluti hinnar nýju byggingar mun hýsa heilbrigðisdeildir háskólans, og tengsl stofnananna verða vart end- anlega innsigluð fyrr en af því verður. Auk þess höfðu byggingar sem fyrir eru á lóðinni áhrif, enda munu þær nýtast áfram. Í þeirri umræðu sem nú á sér stað og mun verða um nýbyggingu spítalans er nauðsynlegt að þeim sjónarmiðum sem hér hafa verið tínd til sé hald- ið til haga og gleymist ekki. Land- spítalinn er og verður að vera landspítali og háskólaspítali. Þróun íslenskrar heilbrigðisþjónustu er að hluta undir því komin. Eftir Kristínu Ing- ólfsdóttur og Sig- urð Guðmundsson »Meginforsenda staðarvals nýrrar spítalabyggingar við Hringbraut var því nálægð spítalans við háskólann, stofn- anirnar eru háðar hvor annarri í faglegu tilliti og verða ekki í sundur slitnar. KristínIngólfsdóttir Kristín Ingólfsdóttir er rektor HÍ og Sigurður Guðmundsson er forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Landspítalinn – hvert er hlutverk hans og hvar á hann að vera? Sigurður Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.