Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 33
arskap þeirra hjóna. Vöruvöndun og
þjónusta var mjög við hæfi kröfu-
harðra viðskiptamanna á þessum
nýja markaði og Móakjúklingur varð
fljótt þekkt gæðamerki. Hjónin seldu
Móabúið 1985, en byggðu sér sum-
arhús í Móavík við Kollafjörð, þar
sem þau vörðu öllum stundum, en
ferðum fækkaði eftir lát Teits 1997.
Unnur var glæsileg og falleg kona,
brosmild og létt í lund. Þegar hún
veiktist í byrjun þessa árs trúðu
læknarnir því varla að þessi kona
væri að verða áttræð. Unnur var
höfðingi heim að sækja og var alltaf
mjög gestkvæmt hjá henni, fjölskyld-
an, æskuvinkonurnar, þeir sem höfðu
unnið hjá þeim hjónum og aðrir sam-
ferðamenn.
Sonur okkar, Gústaf Elí, tengda-
dóttir Kobe og nýfædd dóttir þeirra,
Laufey Unnur, sakna þess að geta
ekki verið viðstödd jarðarförina og
senda kærar kveðjur. Að lokum
þakka ég og fjölskylda mín alla þína
elsku, hvatningu og umhyggju sem
þú hefur veitt okkur. Hvíl þú í friði.
Teitur Gústafsson.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Stórbrotin kona hefur kvatt. Guð
blessi minningu hennar.
Katrín.
Við fráfall Unnar Andrésdóttur frá
Móum á Kjalarnesi leita ósjálfrátt á
hugann góðar minningar frá liðinni
tíð. Ég var svo heppinn að fara 13 ára
gamall í sumarvinnu hjá þeim heið-
urshjónum Unni og Teiti í Móum. Þar
var ég í nokkur sumur auk helgar-
vinnu á vetrum. Þótt ekki væri langt
að fara heim í Brautarholt, sem að-
eins er í fárra kílómetra fjarlægð, þá
bjó ég í Móum þennan tíma og kynnt-
ist því þeim hjónum mjög vel. Í Móum
var rekið stórt kjúklingabú og því
margt fólk í vinnu. Unnur og Teitur
voru meðal frumkvöðla í kjúklinga-
rækt hér á landi og áttu stóran þátt í
því að kenna Íslendingum að borða
kjúklinga. Gæðaframleiðsla þeirra
setti viðmið sem stuðlað hafa að því
að kjúklingar eru í dag vinsælasta
kjötið á Íslandi. Það var alveg sér-
stakt hve þau hjón gerðu vel við allt
sitt starfsfólk og hve gaman var að
vera í Móum á þessum árum. Unnur
og Teitur voru einkar barngóð en
auðnaðist því miður ekki að eignast
sjálf börn. Má segja að þau hafi tekið
systkinabörnunum sem sínum eigin
og dvöldu mörg þeirra í Móum á upp-
vaxtarárum sínum við leik og störf.
Unnur og Teitur voru mikið hesta-
fólk. Þeim fannst ómetanlegt að
kynnast landinu sínu af hestbaki og
nutu þess að fara fjölmargar hesta-
ferðir um landið. Þau byggðu stórt
hesthús yfir alla gæðingana, eins og
t.d. hryssuna hennar Unnar sem hét
Fatíma. Og hesthúsið hafði líka ann-
ars konar aðdráttarafl: Til þess að
engin hætta væri á því að einhver
laumaðist í Valpolicella-rauðvínið
hans geymdi Teitur það það í raf-
magnstöflunni í hesthúsinu, sem var
vandlega merkt „Háspenna – lífs-
hætta“. Mig langar líka líka að minn-
ast á gott vinasamband foreldra
minna, Auðar og Jóns í Brautarholti,
við þau hjón í Móum en móðir mín og
Unnur voru áratugum saman í
saumaklúbbi á Kjalarnesi. Ég minn-
ist góðrar konu og góðra tíma í Móum
í gegnum tíðina. Guð blessi minningu
Unnar í Móum.
Kristinn Gylfi Jónsson.
Elskuleg vinkona okkar Unnur
Andrésdóttir hefur kvatt þennan
heim eftir erfið veikindi. Það var árið
1948 sem átta íslenskar stúlkur hitt-
ust í Sorø húsmæðraskóla í Dan-
mörku, við bundumst traustum vin-
áttuböndum sem aldrei hafa slitnað.
Unnur er sú fjórða sem kveður okk-
ur, blessuð sé minning þeirra. Eftir
heimkomu var stofnaður sauma-
klúbbur sem til er enn í dag.
Unnur giftist Teiti Guðmundssyni
frá Móum á Kjalarnesi, þar stofnuðu
þau sitt heimili, mikið myndarheimili.
Þar var tekið á móti okkur með kossi
á kinn og faðmlagi. „Stelpurnar frá
Sorø eru komnar Unna“ kallaði Teit-
ur. Elsku vinkona, við áttum svo
margar gleðistundirnar með þér í
Espigerðinu nú seinni árin.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú
skilur við vin þinn, því að það sem þér
þykir vænst um í fari hans, getur orðið
þér ljósara í fjarveru hans, eins og
fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af
sléttunni.
(Spámaðurinn – Kahlil Gibran.)
Við kveðjum og þökkum Unni fyrir
tryggð og vináttu liðina ára.
Guð blessi þig, vinkonurnar frá
Sorø.
Sigríður Egilsdóttir.
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009
Bækur
www.gvendur.is
Gvendur dúllari hefur opnað
fornbókabúð á vefnum.
Gott úrval bóka.
Gvendur dúllari
Alltaf góður
Andvari 2009
Ritstjóri: Gunnar Stefánsson
Aðalgreinin í Andvara 2009 er
ævisaga dr. Gylfa Þ. Gíslasonar
ráðherra eftir Sigurð E. Guðmunds-
son. Meðal annarra höfunda eru
Jón Viðar Jónsson, Sveinn Einarsson,
Dagný Kristjánsdóttir og Kristmundur
Bjarnason. Andvari fæst í helstu
bókaverslunum og hjá
Sögufélagi í Fischers. 3.
Almanak
Þjóðvinafélagsins 2010
Höfundar: Þorsteinn Sæmundsson og
Heimir Þorleifsson Ritið er tvískipt:
Almanak 2010 og Árbók Íslands
2008. Í Almanakinu er t.d að finna
upplýsingar um gang himintungla,
messur kirkjuársins og sjávarföll. –
Í Árbókinni er fjallað um stórviðburði
ársins svo sem landgöngu hvíta-
bjarna, Suðurlandsskjálfta og „
hrunið“ . – Fjöldi mynda er í ritinu.
Fæst í bókaverslunum um land allt.
Dýrahald
Chinese Crested hvolpur til sölu
Powder puff rakki, geltir sjaldan, fer
lítið úr hárum og er afar geðgóður.
Sýndur, búið að bólusetja, orma-
hreinsa, örmerkja og ættbókarskrá.
Uppl. 6984047
Veitingastaðir
Hljóðfæri
Dúndurtilboð!!!!
Kassagítarar: 1/4 stærð kr
10.900. pakkinn með poka,
strengjasett og stilliflautu. 4/4
stærð 15.900.- Rafmagnsgítar-
pakkar frá kr. 39.900. Þjóðlaga-
gítarpakkar frá 19.900.-
Hljómborð frá kr. 8.900.-
Trommusett kr. 79.900.- með öllu.
Gítarinn, Stórhöfða 27,
sími 552 2125.
www.gitarinn.is0
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Til sölu
Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400
SPARIÐ !
Verslið SONY
á elo.is
www.elo.is
Skammdegisverkefni Hagleiks-
manna til sölu. Til sölu tveir Land-
rover, bensín og dísel. Verð 35 þús.
stykkið. Tvær International dráttar-
vélar, verð 40 þús. kr. stykkið. Massey
Ferguson 575, verð 120 þús.
International 414 með ámoksturs-
tækjum og vökvastýri, verð 120 þús.
Öll tækin þarfnast verulegrar
aðhlynningar. Ennfremur snjósleði
Kawasaki. Uppl. í síma 865-6560.
LauraStar
gufustraujárn með gufuþrýstingi.
Tækni atvinnumannsins fyrir heimili.
Upplýsingar í síma 896 4040.
www.laurastar.com
Kristall og postulín gjafavörur í
úrvali.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Handslípaðar kristalsljósakrónur
frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið
úrval. Frábær gæði og gott verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari getur bætt við sig
verkefnum. Vönduð og öguð vinnu-
brögð. Sanngjarnt verð.
Upplýsingar í síma 897 2318.
Ýmislegt
Ebr. 2907 sv. lakk
Ebr. 61035-1 sv lakk
Ebr. 2908 rautt. Vandaðir dömuskór
úr leðri,skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 42. Verð: 14.685.-
K-4205 sv
K-4213 sv
K-37106 sv lakk
Sérlega þægilegir dömuskór úr
leðri, skinnfóðraðir. Stærðir:36 - 40
Verð: 13.885.- og 14.685.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18,
lau. 10 -14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www,mistyskor.is
Húsviðhald
Tökum að okkur að leggja PVC
dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands-
byggðinni einnig. Erum líka í
viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Teg. Emma push up í BCD skálum á
kr. 6.885,-
Teg. Emma push up í D,DD,E,F,FF,G
skálum á kr. 6.885,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
lau 12.des kl. 10-16
lau 19.des kl. 10-18
Þorláksmessa kl. 10-20
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
NÝKOMNIR OG GLÆSILEGIR
Blómaskór. Margir litir.
Eitt par 1.000 kr., tvö pör 1.690 kr.
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 44.
Sími 562 2466.