Morgunblaðið - 11.12.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 11.12.2009, Síða 23
Daglegt líf 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 NEMENDUR í námskeiðum rýmis og flatar við myndlistardeild Listahá- skólans munu í dag kl. 14 flytja hnit- miðaðar myndbyggingar með að- stoða ýmissa verkfæra, hreyfingar og hljóðs eða tilfallandi tækja í tónlist- arhorni hasarrýmisins Havarí viðA- usturstræti 6. Uppákoman er loka- hnykkur nemenda á veigamikilli vinnu haustsins og sækir innblástur til tilrauna framsækinna evrópskra listamanna á fyrstu áratugum 20.ald- arinnar. Einnig munu nemendur á fyrsta og þriðja ári í myndlistardeild LHÍ sýna í dag afrakstur undanfarinna vikna í húsnæði skólans í Laugarnesi. Þar má sjá fjölbreytt verk eftir nýgræð- inga og lengra komna. Sýningin er opin milli klukkan 17 og 19. Í dag Hnitmiðaðar myndbyggingar KIMI RECORDS heldur á morgun árlegan útgáfu- og jólafögnuð sinn á Sódóma. Þar munu stíga á svið fimm kyngimagnaðar (og rafmagn- aðar) hljómsveitir sem allar hafa gefið út plötu hjá Kima á árinu: Sudden Weather Change, Retrön, Morðingjarnir, Kimono og Me, The Slumbering Napoleon. Aðeins 1.000 kr. kostar inn á tónleikana og verða plötur sveitanna sem og annar varningur til sölu fyrir lítinn pening. Í tilefni af þessum tónleikum, frábæru útgáfuári og degi íslenskr- ar tónlistar ætlar Kimi Records að gefa áhugasömum jólasafnskífu á rafrænu formi. Hún nefnist Jóla- steik Kimi Records 2009 og inni- heldur 2 lög frá þeim hljómsveitum sem gáfu út plötu hjá Kimi Re- cords á árinu. Skífuna má nálgast í vefbúð Kimi Records (www.kim- irecords.net og http://kimi.gra- pewire.net/) frá og með degi ís- lenskrar tónlistar og verður þar fáanleg í nokkra daga. Á morgun Útgáfu- og jólafögnuður á Sódómu Flottir Sudden Weather Change. BÍÓSAGA BANDARÍKJANNA er mikill fengur fyrir hina fjölmörgu unnendur og aðdáendur Hollywood-kvikmynda. Höfundurinn, Jón- as Knútsson, kvik- myndagerð- armaður og latínuþýðandi, var mörg ár að vinna að bók sem er stútfull af fróð- leik. Fjallað er um þróun kvikmynda og helstu stefnur, félagsleg og fag- urfræðileg áhrif kvikmynda og vit- anlega er sagt frá leikstjórum og kvikmyndastjörnum. Bókin er skrifuð af þekkingu og innsæi og krydduð með húmor. Auk þess er hún fallega og skemmtilega upp sett og hana prýða yfir 600 ljósmyndir. Þetta er bók sem hægt er að fletta nær enda- laust og gleyma sér í. Einkar eiguleg og lesvæn bók fyrir alla kvikmynda- aðdáendur. kolbrun@mbl.is Bókin Fróðleg bók um Hollywood Saga Hollywood FORELDRAR vita ekki alltaf hvað börn þeirra og unglingar aðhafast á netinu en samkvæmt nýrri íslenskri könnun eru 77% barna og unglinga fyrst og fremst að leika sér þegar þeir setjast við tölvuna. Foreldrarnir vanmeta þann mikla áhuga á tölvu- leikjum sem börnin hafa en þó eru þeir meðvitaðri um leikjaáhugann nú en í fyrri könnunum á sambærilegu efni. Enn meiri munur kemur í ljós þegar spjallforritið MSN er annars vegar. Áhugavert er að sjá að börnin eyða meiri tíma á netinu við heima- nám en foreldrarnir telja. Rúmur helmingur barna, eða 55%, spilar tölvuleiki á netinu að jafnaði í minna en klukkustund þegar þau spila en 31% eyðir um 1 til 2 klukku- stundum í tölvuleiki á netinu þegar spilað er. Þekking foreldra á þeim leikjum sem börn spila á netinu hefur aukist lítillega frá síðustu könnun og tölu- vert frá upphafi. Því virðist vera um jákvæða þróun að ræða í þeim efn- um. Flest börn spila ein þegar þau eru í leikjum á netinu, eða 66,4%. Um 26% spila leiki með fjölskyldu og vin- um í sama herbergi en 24,2% með fjölskyldu og vinum á netinu. Könnunin var gerð meðal 9-15 ára barna á þessu ári í samstarfi Heimilis og skóla, Capacent Gallups og Lýð- heilsustöðvar. Samskipti við vinina og tölvuleikir á toppnum Hvað gera börnin á Internetinu? Hvað gera börn á netinu? Spila tölvuleiki MSN Vafra á facebook Hleðniður tónlist Vinnheimaverkefni Vafra áMySpace Ná í upplýsingar,aðrar en fyrir skólaverkefni Sendi og fæ tölvupóst 77,0% 66,4% 58,8% 41,4% 40,1% 32,5% 32,4% 25,4% Hvað telja foreldrar að börn sín geri á netinu? Spila tölvuleiki MSN/Skype Heimanám Skoðaeinkaheimasíður/ Facebook/Myspace Spjallrásir Samskipti/tala við vini Spila tónlist Annað 5,3% 11,5% 9,6% 65,9% 29,7% 28,6% 14,4% 45,2% SKREYTUM HÚS MEÐ MILLJÓNUM Sexfaldur Lottópottur stefnir í 60 milljónir. Leyfðu þér smá jóla-Lottó! 60 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.