Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÚPS! ANSANS! ÞAÐ ER ERFIÐARA AÐ SETJA KÍTTI Í KINGUM BAÐIÐ EN ÉG HÉLT MIG LANGAR ALLT Í EINU Í RJÓMAÍS ÞETTA ER ÁHUGAVERT HANN FER HEIM TIL SÍN ÉG FÆ Í FYRSTA SKIPTI AÐ UPPLIFA HVAÐ ÞJÁLFARI GERIR ÞEGAR LIÐIÐ HANS YFIRGEFUR HANN HÉRNA ER MAÐUR SEM ER HELGAÐUR VINNU SINNI... EN ALLT Í EINU ER LIÐIÐ HORFIÐ! HVAÐ GERIR HANN? ÉG HEF VERIÐ AÐ VELTA SVOLITLU FYRIR MÉR... HVERSU GAMALLÞARF MAÐUR AÐ VERA... TIL AÐ VERA OF GAMALL TIL AÐ VITA BETUR? VIÐ FENGUM BRÉF FRÁ STRÁKUNUM SEM ERU Í FRÍI Á RUSHMORE! LALLI, ÉG HELD AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ FINNA OKKUR NÝJA VINI VIÐ GETUM EKKI SLAPPAÐ AF MEÐ VINUM OKKAR EINS OG VIÐ GERÐUM ÞEGAR VIÐ VORUM YNGRI. AUK ÞESS HITTUM VIÐ EKKI EINS MIKIÐ AF NÝJU FÓLKI HVAÐ GERIR FÓLK Á OKKAR ALDRI TIL AÐ EIGNAST VINI? VINNUR SJÁLFBOÐA- VINNU EÐA FER Á NÁMSKEIÐ EN HVAÐ EF MAÐUR ER Í VINNU? ÞÁ KÍKIR MAÐUR Á BARINN EFTIR VINNU... ÉG ÆTTI AÐ FÁ EINKALEYFI FYRIR ÞESSARI FALLHLÍF GOTT AÐ VERA KOMINN AFTUR Í NÁND VIÐ BYGGINGAR VERSTA ER AÐ VULTURE SKYLDI HAFA SLOPPIÐ Týnd gleraugu Fyrir nokkrum dög- um týndust kvengler- augu með rauðbrúnni umgjörð. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 568-2717. Strætó bs. Það er eitt eðli vírusa að gera mönnum lífið leitt. Gildir þá einu hvaða vírus á í hlut; inflúensuvírus, Herp- esvírus eða tölvuvír- us. Fyrir utan svína- flensuvírusinn að undanförnu er annar vírus sem herjað hefur á borg- arbúa í nokkur ár og gert þeim erfitt fyrir. Það er Strætó bs. vír- usinn. Núverandi strætókerfi hönnuðu jakkafataklæddir menn í tölvunum sínum, menn sem ferðast ekki með almenningsvögnum. Útkoman varð raunveruleikafirrt hringavitleysa sem hafði allt annað að markmiði en að þjóna farþegum. Strætó bs. vírusinn hefur einnig lagst þungt á vagnstjóra. Það eru 12 tíma óráðin, vaktir sem stand- ast enga vinnulöggjöf og eru þar með ólöglegar. Naumur tími á leiðum er annað stórvandamál sem slítur vögnum óeðlilega, eyði- leggur menn og umferðarmenn- ingu. Græðgi og sparnað- arárátta stjórnenda fyrirtækisins hefur gert Strætó bs. að faraldri, sem hrætt hefur farþega frá fyr- irtækinu. Hið nýjasta í stjórnarháttum eru ráðningar nýrra vagnstjóra með enga reynslu. Það hefur komið í ljós að þar ráða vinatengsl við ákveðinn mann í fyr- irtækinu á meðan þaulvönum vagn- stjórum hefur verið synjað um vinnu. Svona stjórn- arhættir kunna ekki góðri lukku að stýra. Ef koma á upp almenn- ingssamgöngum með það að mark- miði að þjóna sem best farþegum, þarf fólk að koma að mikilvægum ákvarðanatökum sem þekkir til raunverulegra aðstæðna, þ.e. vagnstjórar og hinn almenni far- þegi, sem þarf að nota vagnanna. Hvítflibbar í tölvuleik hafa lítið inn í fyrirtæki að gera sem á að þjóna almenningi. Enda hefur strætófyrirtæki höfuðborgarsvæð- isins verið með óráði vegna vírus- sýkingar allar götur síðan. Einar Ingvi Magnússon. Ást er… … að næla í þann rétta. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, opin vinnustofa kl. 9-16.30, útskurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, smíðastofa kl. 9-16.30, jólabingó kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Jólabingó kl. 13.30, Lýður með harmonikkuna, hlaðborð. Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl. 8-16, boccia kl. 10.45, spilað kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntahópur kl. 13, umsjón hefur Ólafur Sigurgeirsson. Dansleikur á sunnudag kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30 og 13, málm- og silfursm. kl. 9.30, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Miðar í Þorláksmessuskötu seldir í Jóns- húsi, verð 2.000 kr., ekki tekið við greiðslukortum. Félagsvist og handa- vinna kl. 13, matur, kaffi. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, prjónakaffi kl. 10, staf- ganga kl. 10.30, kl. 11 les Finnbogi Her- mannsson úr bók sinni ,,Í fótspor afa míns“. Frá hádegi er spilasalur opinn. Kóræfing fellur niður. Fimmtud. 17. des. kl. 14 er jólahelgistund í samstarfi við Fella- og Hólakirkju. S. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Háskólakór- inn syngur kl. 14.30. Veitingar. Hraunbær 105 | Jólabingó kl. 13.30, barnakór úr Árbæ syngur á undan, veit- ingar á eftir. Jólaljósaferð á Selfoss miðvikud. 16. des., frá Hraunbæ kl. 13.15, kaffi á heimleiðinni. Verð kr. 2.200. Skráning í Hraunbæ og í síma 411-2730, fyrir 14. des. Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12. Sjá www.febh.is Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl. 9 og 10, opin vinnustofa kl. 9 postulíns- málning, námskeið í myndlist kl. 13, jóla- bingó kl. 13.30 kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Ásdís Hanna, Ásrún Lilja, Áróra og Birna Sísí leika á þverflautu kl. 14.30, undir stjórn Vilborgar Hannesdóttur. Veitingar. Íþróttafélagið Glóð | Boccia í Gjábakka kl. 13. Uppl. í síma 564-1490. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Leikfimi kl. 11, aðventuskemmtun kl. 18, Helgi Seljan verður með gamanmál, fjölda- söngur og hljómsveitin Fjörkálfarnir leik- ur fyrir dansi fram eftir kvöldi. Vesturgata 7 | Aðventu- og ljósaferð á Suðurnesin með Hannesi. Heimsókn í vinnustofur með glerblástur og kerta- gerð í Grófinni Keflavík og tekið á móti hópnum í Útskálakirkju í Garði. Veitingar í Vitanum Sandgerði og komið við á jóla- markaði í Sandgerði. Verð 3.000 kr. Uppl og skráning í síma 535-2740. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð og glerbræðsla kl. 9.15-12, spænska kl. 11, tölvukennsla kl. 13.30, sungið v/flygilinn kl. 14.30, veitingar og dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir- mótun, handavinna, morgunstund, leik- fimi. Jólabingó kl. 13.30, matarkörfur, sælgætiskörfur o.fl. í vinning. Limrubloggarinn Jóna Guð-mundsdóttir hefur ort stopult upp á síðkastið. En andinn kom yf- ir hana á leið í fjallgöngu: Þó hrjái mig limruleti ligg ég samt ekki í fleti: Nei langt í því frá nú mig langar að sjá hvort tölt upp á tindinn ég geti. Með vöskum konum og köllum ég kemst fram hjá hindrunum öllum. Og næ eftir dúk og disk upp á hnjúk og dauðþreytt svo kem ég af fjöllum. Ómar Ragnarsson vitnar á blogginu í kvæði Egils Skalla- grímssonar, „Það mælti mín móð- ir“, til marks um það hugarfar sem býr að baki flestum árásum á fólk á förnum vegi í Reykjavík, en niðurlagið er: halda svo til hafnar höggva mann og annan. Og Ómar er ómyrkur í máli um grimman tíðaranda dagsins í dag: Það mælti mín móðir að mér skyldi kaupa dóp og dýra jeppa í djamm með flottum töffurum standa fremst og stjórna sterku gleðigengi bruna svo til borgar og berja mann og annan. Sigurður Helgason á Keldum veltir fyrir sér þjóðmálunum: Þingmenn bera nú þungan krans þvalir og sveittir í lófum; þeir taka nú sporið í trylltum dans við tónlist úr Hádegismóum. Vísnahorn pebl@mbl.is Af bloggi, Agli og fleti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.