Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 www.noatun.is UNGNAUTAHAKK KR./KG998 20% afsláttur Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl FRÁ SPÁNI BEINT DON SERRANO GRAND RESERVA 598 KR./PK. NESBÚ EGG, 10 STK. 349KR./PK JÓLA BRIE 598 KR./STK, GRÍMS HUMARSÚPA SÆLKERANS 598 KR./STK. Ódýrt og gott í Nóatúni BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI LAMBA- LÆRISSNEIÐAR KR./KG1598 29% afsláttur 1398 1998 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „SUMT af þessu er heimasmíðað. Börnin eru hrifin af því. Svo er húsið sjálft hluti af þessu, það ber þetta ágætlega,“ segir Hallbjörn Sæ- mundsson sem í gær fékk viður- kenningu Reykjanesbæjar fyrir að skreyta hús sitt sérstaklega fyrir börnin í bænum. Hallbjörn býr á Túngötu 14 og hefur skreytt hús sitt mikið í ein tíu ár. „Einstaklega fallega og hlýlega skreytt hús og garður sem bæjar- búar og þá sérstaklega börn hafa notið að skoða á aðventunni,“ segir í umsögn dómnefndar. Mörg börn koma til að skoða barnahúsið við Túngötu, heilu leikskólarnir og einnig eldri borgarar í rútum. Hallbjörn segist hafa gaman af þessu. „Það er gaman að geta glatt aðra.“ Hann leggur mikla vinnu í skreytingarnar. Þótt hann eigi alltaf grunn frá síðasta ári þarf stöðugt að bæta einhverju nýju við. Í ár þurfti Hallbjörn að fara í augnaðgerð og dreif skrautið upp áður. Hann kveikti því á jólaljósunum 25. nóv- ember. Hús Grétars Ólasonar og fjöl- skyldu á Týsvöllum 1 var útnefnt „Ljósahús Reykjanesbæjar 2009“. Húsið hefur yfirleitt hlotið þessa viðurkenningu enda hefur það verið mikið og fallega skreytt í mörg ár. Ýmsar aðrar viðurkenningar voru veittar við athöfn í gær. Borgar- vegur 25 var talið sérstaklega hlý- lega og glæsilega skreytt hús. Sjafn- arvellir 19 voru í fyrsta sæti yfir ljósagarða, skemmtilega skreytta garða með jólasveinum og kynjaver- um. Reykjanesbær gefur út kort með þeim húsum sem tilnefnd eru í keppninni þannig að gestir bæjarins geti skoðað þau skipulega. Kortið er á vef bæjarins, rnb.is. Ljósmynd/Reykjanesbær Barnahús Grýla og Leppalúði eru í helli sínum í garðinum við Túngötu 14 í Reykjanesbæ, húsi Hallbjörns. Börn eru hrifin af skrautinu Hallbjörn Sæmundsson GAS lak úr röri í Þvottahúsi Rík- isspítalanna á Tunguhálsi 2 í Reykjavík í gærmorgun. Þar er bún- aður dauðhreinsaður fyrir Landspít- alann en gasið er notað við hreins- unina. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins náði fljótt tökum ástandinu. Um 10 ein- staklingar fóru sjálfir eða voru flutt- ir á slysadeild til athugunar, ekki er vitað til þess að neinn hafi borið var- anlegan skaða af. Virðist sem rör hafi gefið sig með fyrrgreindum afleiðingum en gasið lak hins vegar inni í lokuðum klefa sem er vel loftræstur. Slökkvistöð er í næsta nágrenni og voru slökkviliðsmenn því fljótir á vettvang. Menn af slökkvistöðinni í Hafnarfirði voru einnig send á stað- inn en þeir voru með sérstakan eit- urefnabúnað. Iðnaðarmenn, sem voru að störf- um í húsinu, fóru sjálfir á spítala til skoðunar. Aðrir voru fluttir með sjúkrabifreið í öryggisskyni. Engin alvarleg veikindi hafa kom- ið í ljós, sem fyrr segir. Gasleki frá þvottahúsi spítalanna Morgunblaðið/Heiddi Gasleki Slökkviliðsmaður að störf- um á Tunguhálsi í gærmorgun. NÝTT LÍF hefur nú útnefnt konu ársins í nítjánda sinn og í annað sinn valdi tíma- rítið Jóhönnu Sigurðardóttur nú forsætisráð- herra. Áður var Jóhanna kona ársins 1993. Um útnefn- inguna segir m.a. í fréttatilkynn- ingu: „Kona ársins 2009 henti sér út í djúpu laugina þó að hún vissi að hún væri að leggja af stað í erfið- asta og óvinsælasta verkefni sem hún hefði nokkurn tímann tekið sér fyrir hendur.“ Jóhanna fékk afhent málverk eft- ir listakonuna Ásdísi Spanó við þetta tilefni. Nýtt líf útnefnir Jóhönnu Sigurðar- dóttur konu ársins Jóhanna Sigurðardóttir KARLMAÐUR hefur verið dæmdur í Hæstarétti í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir að ráðast á þáverandi eig- inkonu sína og veita henni áverka. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni hálfa milljón í bætur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist á konuna inni á baðher- bergi. Slegið hana margsinnis í andlitið og tekið um háls hennar svo hún náði ekki andanum. Einnig tekið í hár hennar og skellt höfði hennar fjórum sinnum í vegg. Maðurinn játaði brotið að hluta. Segir í dómnum að líkamsárásin hafi verið sérlega vítaverð, harka- leg og margþætt. Konan hafi fengið talsverða áverka sem reyndust þó ekki varanlegir eða lífshættulegir. Í fangelsi fyrir að ráðast á konu sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.