Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 ÍSLENSK þjóð stendur á tímamótum. Eftir mikla „uppgangs- tíma“ blasir við mikið og vaxandi atvinnu- leysi, fjárþrot heimila, fyrirtækja og ríkisjóðs. Gjaldþrotum fjölgar og fjölskyldur missa heim- ili sín. Landflótti er hafinn og á eftir að aukast. Nokkrir tugir eða hundruð gráð- ugra einstaklinga hafa notað Ísland á siðlausan hátt til að auðgast sjálfir og um leið grafið undan eigin þjóð. Þeir hafa í raun gert hana gjaldþrota og með framferði sínu svipt hana því góða orði sem Ísland og íslendingar höfðu á sér um víða veröld. Ólöglegir viðskiptahættir, svik og þjófnaður í stórum stíl er smám saman að koma í ljós. Allt hefur þetta viðgengist í skjóli stjórnmála- og embættismanna sem með vanrækslu eða ásetningi bera mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem þjóð- in er nú í. – Almenningur er reiður. Sú bjartsýni og von sem heyrist víða um land og lýsir sér í nýjum sprotafyrirtækjum og hugmyndum um endurreisn atvinnulífs, er ekki stjórnvöldum að þakka. Hún kemur frá einstaklingum og hópum sem neita að leggja árar í bát og gefast upp. Hún er staðfesting þess að ís- lenska þjóðin er sérstök. Frá henni sjálfri munu lausnir koma – milliliða- laust. Þingið Alþingi Íslendinga, ásamt rík- istjórn á hverjum tíma, hefur ekki staðið sig sem skyldi. Þar liggur stór hluti ábyrgðarinnar. Einkavæðing og frjálshyggja hóf för sína þar, þá för sem nú hefur endað með skipbroti. Bankarnir voru seldir völdum aðilum án þess að setja um leið lög sem tryggðu að kaupendurnir tækju við allri ábyrgð á rekstri þeirra. Eign- arhaldi og tekjumöguleikum ríkisins var þannig sleppt en ábyrgðin hvíldi áfram á herðum ríkisins, þ.e. þjóð- arinnar, eins og nú hefur biturlega komið í ljós. Eftirlitsstofnanir sinntu ekki virku aðhaldi og eftirliti – slök- uðu frekar á því ef eitthvað var. Vitað er að ákveðnir einstaklingar vöruðu við yfirvofandi kreppu en á þá var ekki hlustað. Þegar hrunið svo kom stóðu stjórn- völd uppi ráðalaus. Þegar þau voru innt eftir viðbrögðum var því svarað að málið væri á viðkvæmu stigi og ekki rétt að ræða það opinberlega. Þó kom þar, að formaður annars stjórn- arflokkanna a.m.k. taldi að sá hluti vandans sem sneri að erlendum bönk- um og stjórnvöldum (Icesave) skyldi leystur á pólitískum vettvangi en ekki réttarfarslegum. Því runnu út frestir til málarekstrar. Pólitískar lausnir hafa ekki reynst auðfundnar, nema með afarkostum. Auk þess fjölgar þeim sérfræð- ingum sífellt sem telja að glatað fé erlendra sparifjáreigenda sé ekki á ábyrgð íslenska rík- isins. „Vinaþjóðir“ okk- ar í Evrópu settu stein í götu okkar hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og ein þeirra beitti hryðju- verkalögum gegn Ís- landi. Annar stjórnarflokk- anna knúði fram stjórnarslit og myndaði stjórn með öðrum eftir kosningar. Aðaláhugamál hinnar nýju stjórnar var að vísa seðla- bankastjóra úr starfi og sækja um að- ild að Evrópusambandinu – ESB, hvað sem það kostaði. Það samþykkti Alþingi með naumum meirihluta eftir að sumir þingmenn höfðu verið beitt- ir slíkum þrýstingi að tár runnu um hvarma þegar lengst gekk. Um leið samþykkti þingið að spyrja þjóðina ekki hvort hún vildi sækja um aðild að ESB og jafnframt að ef „samn- ingar“ um aðild næðust skyldu þeir bornir undir þjóðina – en niðurstaðan yrði ekki bindandi heldur réði Alþingi því alfarið hvort Ísland yrði innlimað í ESB. Síðan hrunið varð er nú liðið á ann- að ár. Stjórnvöld hafa ítrekað sagst ætla að „slá skjaldborg um íslensk heimili og halda hjólum atvinnulífsins gangandi“. Það hefur ekki verið gert svo dugi. Um 4000 manns hafa þegar flutt úr landi og fyrirtæki draga sam- an seglin eða fara í gjaldþrot. Á sama tíma hafa stjórnvöld eytt ómældum tíma og fé í umsókn að ESB; kostnað við látlaus ferðalög, þýðingar og samninganefndir. Stjórnvöld vilja með lögum, byggðum á vafasömum forsendum, binda okkur skuldabagga hinna umdeildu Icesave reikninga – allt til að liðka fyrir og flýta innlimun Íslands í ESB. Svo er hluta þing- manna fyrir að þakka að það hefur ekki enn gerst – en að því mun koma. Offors, frekja og hroki, svo og leynimakk og ósannindi hafa ein- kennt framgöngu núverandi stjórn- valda. Spurt er: Er stjórnin vanhæf? Forsetinn Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er hornsteinn stjórnarhátta okkar. Í henni er lagt fyrir að lög frá Alþingi öðlist gildi við undirritun forseta Ís- lands. Forsetanum er hins vegar gef- ið vald til að hafna lögum og skal þá vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hef- ur, einn forseta, synjað lögum sam- þykkis með tilvísan til grunnstoða lýðræðisins og gjár milli þings og þjóðar. Ennfremur samþykkti hann fyrir nokkrum mánuðum lög um greiðslu Icesave með þeirri at- hugasemd að þeim fylgdu nauðsyn- legir fyrirvarar. Nú, þegar þessir fyr- irvarar hafa að mestu verið fjarlægðir – að kröfu viðsemjenda, væntir þjóðin þess að fá að greiða at- kvæði um hin nýju lög. Með ákvörðun um það stígur hinn þjóðkjörni forseti vor á þann stall sem þjóðin vill sjá hann á – samein- ingartákn, hafinn yfir allt annað en að tryggja framgang réttlætis og lýð- ræðis í sinni tærustu mynd. Forseti, þing og þjóð Eftir Baldur Ágústsson » Þannig stígur forseti vor á stall sem sam- einingartákn, hafinn yf- ir allt annað en að tryggja framgang rétt- lætis og lýðræðis í sinni tærustu mynd. Baldur Ágústsson Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004 – www.lands- menn.is – baldur@landsmenn.is. Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Fyrst og fremst í heilsudýnum 6 mán. vaxtalausar greiðslur Verð nú: 199.900 Verð áður: 229.900 Queen 153x203 cm Verð nú: 149.900 Verð áður: 189.900 Queen 153x203 cm ÞÓR Sofðu vel um jólin JÓLATILBOÐ Verð nú: 129.900 Verð áður: 164.900 Queen 153x203 cm SAGA www.noatun.is GRÍSAHNAKKA- SNEIÐAR KR./KG849 Við gerum meira fyrir þig 50% afsláttur 1698 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI Mennta- og menningarmálaráðuneytið með Vísinda- og tækniráði og Rannsóknastofu um háskóla stendur fyrir málfundum veturinn 2009 - 2010 um framtíð háskóla og rannsókna. Markmiðið er að vinna að sameiginlegum skilningi á aðstæðum háskóla og rannsóknastofnana í samfélagi okkar og móta sýn um uppbyggingu og samstarf menntunar og rannsókna í landinu. Hlutverk háskóla Fundarstjóri Berglind Rós Magnúsdóttir Dagskrá: Ávarp Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Þekking til verðmæta, tengsl háskóla og atvinnulífs Svava Bjarnadóttir, Mannviti hf. Þekkingarsköpun innan háskóla; til hvers og fyrir hverja? Magnús Karl Magnússon, Háskóla Íslands Um skoðanafrelsi og sjálfstæði háskólanema Aðalheiður Ámundadóttir, Háskólanum á Akureyri Háskólar í samfélaginu og samfélag háskólanna Jón Ólafsson, Háskólanum á Bifröst Pallborðsumræður Boðið verður upp á léttar veitingar. Næstu málfundir verða 15. og 22. janúar 2010. Mennta- og menningarmálaráðuneytið Föstudaginn 11. desember kl. 13 - 16 í Norræna húsinu Málfundir... ...um háskólamál og rannsóknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.