SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 14
14 14. febrúar 2010 Sextán ára,“ segir Jónsi, Jón Þór Birg- isson, við blaðamann og brosir. Eiginlega dæsir. „Sigur Rós er orðin sextán ára gömul. Pældu í því!“ Þessi frægasta rokksveit Íslandssög- unnar er þó ekki miðpunktur þessa við- tals. Jónsi einn og sjálfur, gítarleikari hennar og söngvari, er umfjöllunarefnið í þetta sinnið þar sem við sitjum saman, tveir, á kaffihúsinu Babalú rétt eftir há- degi á miðvikudegi. Þann 5. apríl kemur nefnilega út fyrsta sólóplata Jónsa, Go, plata sem er orðinn eitthvað allt annað og meira en söngvarinn hafði hugsað sér í upphafi. Eitthvað sem átti að vera lág- stemmt hliðarspor er orðið að bona fide „sólóplötu“ sem kemur út um heim allan á vegum EMI-risans, útgáfufyrirtækis Sigur Rósar. Um það leyti er platan kemur út leggur Jónsi svo í ellefu mánaða langt tónleikaferðalag um gjörvallan heiminn. Skrímsl Og Jónsi heldur áfram. „En sem sagt, Sigur Rós er búin að vera saman í sextán ár þannig að lög hafa verið að safnast upp hjá mér í gegnum tíðina.“ Sumar af þessum sólósmíðum hafa rat- að út í verkefni eins og Frakkur, lista- mannsnafn sem Jónsi tók sér vegna ákveðins verkefnis, og hefur hann reyndar notast við það annað slagið í hinu og þessu listatengdu (sjá fylgju). „Já, einmitt. Það verkefni var reyndar aldrei klárað … en ég hef semsagt safnað upp heilmiklu efni og þetta er misgamalt dót …“ Ekki er þó um að ræða lög sem hafa ekki passað inn í hljóðmynd Sigur Rósar. „Nei, því hljómsveitin virkar ekki þannig. Þegar við gerum tónlist saman fjórir þá er hún samin frá grunni í hópi. Allir saman. Ein heild. Lögin sem ég sem sjálfur, ég kem ekkert með þau á æfing- ar.“ Jónsi segir eina af meginástæðunum fyrir því að almennilegur tími gafst loks í verkefnið nú vera miklar barneignir hjá hinum meðlimum sveitarinnar. Orri Páll Dýrason trymbill eignaðist dreng fyrir stuttu síðan, Georg Holm bassaleikari eignaðist dóttur síðasta haust og dóttir Kjartans Sveinssonar hljómborðsleikara er nýorðin eins árs. Gott og vel, nægur tími til að demba sér í eigið efni. En Jónsi hlær við þegar hann er spurður hvort hann hafi séð það fyrir að verkefninu yrði ýtt úr vör með jafn kröftugum lúðrablæstri og söng og raun ber vitni. „Nei,“ segir hann, hlær hvellt og hrist- ir hausinn. „Þetta átti bara að vera lítil, órafmögnuð plata, tekin upp af Alex (unnusta Jónsa) í eldhúsinu heima (hlær). En nú er þetta búið að breytast í eitthvað „monster“ … nei, það er kannski ekki rétta lýsingin … platan er a.m.k. bú- in að breytast í eitthvað miklu meira en ég hafði upprunalega séð fyrir mér. Ég vissi heldur ekkert í hvaða átt ég vildi fara. Fleiri hljóðfæri fóru að tínast inn og þetta vatt upp á sig. Mig fór að langa til að hafa eitthvað meira en bara rödd og gítar og píanó.“ Draumkennt og meira „crazy“ Ekki vill Jónsi þó meina að hann sé orð- inn leiður á „litlum“ verkefnum sem enda svo á nokkrum brenndum diskum úti í 12 tónum. „Það er auðvitað alltaf gaman líka. En platan breyttist eiginlega dálítið mikið þegar ég fékk þá Samuli (Kosminen, sem hefur trommað mikið með múm) og Nico (Muhly, tónskáld sem gefur út hjá Bedro- om Community og er með annan fótinn hérlendis) til að vinna með mér. Samuli kom inn til að taka upp slagverk. Og hann er svona helvíti hress! Ég hafði aldrei spilað neitt með honum þannig, við vorum bara á svona „hæ, bæ“- nótum. En við smellpössum saman í þessari vinnu og allt fer að gerast nánast af sjálfu sér.“ Á þessu stigi voru Alex og Peter Katis (upptökumaður sem hefur unnið með Interpol og The National) að vinna með Jónsa. „Og svo kom Nico …“ og Jónsi stoppar. „Ertu ekki búinn að lesa um þetta ein- hvers staðar?“ spyr hann blaðamann sem hafði tekið eftir því að Jónsi var óvenju hikandi og til baka með þetta allt saman. Í ljós kemur að Jónsi taldi sig vera að þylja upp staðreyndir sem væru á allra vitorði, enda er hann búinn að fara í nokkur viðtöl erlendis út af plötunni. Blaðamaður segir honum að hann sé ekki búinn að lesa staf. Það eina sem hann viti, þannig séð, sé að platan er að koma út og höfundur er Jón Þór Birgisson. Þessum upplýsingum er tekið með gríðarlegum fagnaðarlátum og andi slökunar færist skyndilega yfir mennina tvo. Jónsi held- ur áfram, og nú af meiri gustuk. „Já, ókei, Nico kemur sem sagt inn í verkefnið og hann vinnur alveg ofboðslega hratt. Ofvirkur (hlær). Ég hafði heyrt plötu sem hann hafði unnið, fyrstu plötu Sam Amidon (sem gefur og út hjá Bedro- om Community), og ég var mjög hrifinn af því hvernig hann útsetur. Mig langaði til að hafa útsetningarnar ólíkar þeim sem við höfum notað fyrir Sigur Rós; mig lang- aði til að hafa þetta draumkenndara, meira „crazy“, fá meiri leik í þetta einhvern veg- inn. Við hittumst heima hjá mér og hann er mjög fljótvirkur, mjög ör. Hann settist bara með kjöltutölvuna og lítið „midi“- píanó og svo flaug þetta áfram á hraða ljóssins. „Eitthvað svona? Eða svona? Eða svona?“ spurði hann. Hann fór svo heim til sín með þetta og garfaði áfram í þessu.“ Pínulítið hræddur Jónsi lýsir því að nálgun Samuli og Nico við verkefnið, sem var galopin – þeir til í allt – hafi sett verkefnið/plötuna þægi- lega úr skorðum. Þetta var í apríl í fyrra og eftir þessa törn fór hver í sína áttina en Jónsi hafði þá Sigur Rós að sinna. „En það gerðist mjög mikið þarna og þetta varð miklu villtara en ég hafði ímyndað mér. Sem betur fer. Platan lifn- aði einhvern veginn við í stúdíóinu. Margt gerðist óplanað og það var mjög hressandi. Ég fílaði það ... en um leið var maður pínu hræddur. Það var hollt að vera í dálítilli óvissu, ég er búinn að vera svo lengi í vernduðu umhverfi (Sigur Rós) þar sem allt er svo auðvelt, eða frek- Jónsi, Jón Þór Birgisson, Reykjavík, 3. febrúar, 2010. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.