SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 32
32 14. febrúar 2010 A lbert Guðmundsson hangir í lausu lofti fyrir utan höfuðstöðvar Knattspyrnusambands Ís- lands (KSÍ) þetta miðdegi og bíður þess að verða settur á stall sinn. Hópur manna stendur undir honum, einbeitingin skín úr andlitunum. Vandað skal til verks enda löngu tímabært að minning þessa risa í íslenskri knattspyrnusögu og fyrrverandi formanns KSÍ sé heiðruð með viðeigandi hætti. Styttan verður afhjúpuð við formlega athöfn í tengslum við ársþing KSÍ nú um helgina. Inni í höfuðstöðvunum er núverandi formaður sam- bandsins, Geir Þorsteinsson, að undirbúa ársþingið. Hljóðið í honum er gott enda var sparkárið 2009 að flestu leyti vel heppnað. „Það var metfjöldi landsleikja,“ segir Geir, „það hefur aldrei meira fjármagni verið varið til ís- lenskra félagsliða, það hafa aldrei fleiri tekið þátt í fræðslustarfi sambandsins og aldrei verið sendir fleiri þjálfarar á námskeið erlendis. Það er ótrúlegur uppgangur á öllum sviðum.“ Formaðurinn er stoltur af síðasta rekstrarári, það sé mjög gott að skila 50 milljóna króna hagnaði við þau erf- iðu skilyrði sem verið hafa í þjóðfélaginu. „Það sýnir það að við höfum undirbúið okkar fjármál vel,“ segir Geir. Hann viðurkennir að veik staða krónunnar vinni með sambandinu en meirihluti tekna þess kemur frá útlönd- um. „Á móti kemur að kostnaður okkar hefur aukist, enda er stór hluti af honum erlendis, en á heildina litið hefur gengisþróunin verið okkur hagstæð.“ Stærsti þátturinn í tekjuöflun KSÍ eru sjónvarpssamn- ingar við þýska fyrirtækið Sportfive, sem hefur einkarétt á sýningu á leikjum landsliða Íslands og frá mótum hér heima. „Við höfum gert skuldbindandi samning við það fyrirtæki út árið 2015 sem er að okkar mati mjög hag- stæður.“ Þýskt fyrirtæki á sýningarréttinn Þegar samningurinn við Sportfive var undirritaður gerðu menn ráð fyrir því að 90 til 100 krónur fengjust fyrir evr- una. Hún er 176 krónur í dag. Spurður hvort þýskt fyrirtæki hafi mikinn áhuga á að sýna frá keppni hér innanlands svarar Geir því til að áhugi Sportfive hverfist fyrst og síðast um heimaleiki A- landsliðs karla. „Við höfum hins vegar gert þá kröfu að þeir keyptu líka réttinn á mótum hér innanlands og höf- um með þeim hætti aukið tekjur aðildarfélaga, eins und- arlega og það kann að hljóma,“ segir Geir en íslenskar sjónvarpsstöðvar verða að semja um útsendingarrétt við Sportfive. Allar tekjur af útsendingum frá mótum hér heima renna beint til aðildarfélaga KSÍ. Ekki er í gildi samskonar samningur um sýningarrétt á heimaleikjum A-landsliðs kvenna en Sportfive hefur for- kaupsrétt á þeim leikjum telji fyrirtækið möguleika á að Ótrúlegur uppgangur á öllum sviðum Geir Þorsteinsson: „Við erum að vinna í því að fjölga styrktaraðilum en staðan er augljóslega mun þrengri en áður.“ Morgunblaðið/ RAX Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, er hæstánægður með síðasta sparkár. Rekstur sambandsins skilaði góðum hagnaði í erfiðu árferði, m.a. vegna veikrar stöðu krónunnar, og aldrei voru fleiri landsleikir leiknir. A-landslið kvenna var áfram skrautfjöðrin en formaðurinn er sannfærður um að karlarnir muni senn rísa úr öskustónni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.