SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 55

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 55
14. febrúar 2010 55 Ó perukórinn var í banastuði á fimmtudagskvöldið. Hann kom fram með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, og aðalrétt- urinn á matseðlinum var hin safaríka kantata eftir Carl Orff, Carmina Burana. Texti verksins er samansafn ljóða fyrr- verandi munka sem hafa fengið nóg af klausturlífinu, halda út í heim til að njóta lífsins. Gæfuhjólið, forsjónin, er þekktasti kafli tónlistarinnar, upphafið og endirinn sem rammar inn gleði og ógæfu, græðgi, ást og dauða. Lífsgleðin er allsráðandi í tónlistinni, og þegar lokakaflinn hefst á maður að fá gæsahúð. Gæsahúðin er á vissan hátt mælikvarðinn á gæði flutn- ingsins. Hvað mig varðar fékk ég gæsahúð og svei mér ef ég fékk ekki tár í augun líka. Óperukórinn var tær, þéttur og kraftmik- ill, söngurinn var í góðu jafnvægi, bæði innbyrðis og líka í rétta sambandinu við hljómsveitina. Sömu sögu er að segja um Gradualekór Langholtskirkju, hann söng sérlega fallega, af yndisþokka sem var ekki af þessum heimi. Hljómsveitin var í ágætu formi, slag- verksleikararnir voru með allt sitt á hreinu, pottþéttir í rytma og hæfilega sterkir. Píanóleikararnir tveir voru einnig flottir og sömuleiðis allir aðrir hljóðfæra- leikarar. Einsöngvararnir stóðu sig með prýði, þau Hallveig Rúnarsdóttir, Mark Tucker og Jón Svavar Jósefsson. Tucker var frá- bær svanur sem verið var að steikja á teini, skrækur og skerandi án þess að það færi út í öfgar. Söngur Hallveigar var notalega barnslegur og hreinn og Jón Svavar var framúrskarandi í hlutverki sínu. Hann var allt í senn, ástríðufullur, nánast tryllingslegur, en líka viðkvæmur og blíður. Það var einhver undiralda í söng hans, illskilgreinanleg – en hún hæfði tónlistinni fullkomlega. Rumon Gamba stjórnaði (þótt kórunum hafi í raun verið stjórnað af Garðari Cortes og Jóni Stefánssyni). Hann hélt öllu í rétta gírnum, en var að vísu stundum í hraðari kantinum, sem kom á köflum niður á stígandinni. Fínlegri blæbrigði voru ekki alltaf nægilega vel mótuð, og ýmsar dramatískar þagnir í tónlistinni nutu sín ekki sem skyldi. Þrátt fyrir það var loka- kaflinn merkilega áhrifamikill. Tvö önnur smærri verk voru á dag- skránni, Bolero eftir Ravel og Dansar frá Polovetsíu eftir Borodin. Boleroið er ótta- leg klisja (hundleiðinleg), en Sinfónían flutti hana af glæsimennsku. Dansarnir eftir Borodin voru skemmtilegri, þar söng Óperukórinn af sjaldheyrðu listfengi, ein- staklega fallega, bæði mjúkt en líka af upphafningu sem kom vel út. Forsjón, drottning heimsins TÓNLIST Sinfóníutónleikar bbbbn Háskólabíó Carmina Burana eftir Orff, einnig verk eftir Ravel og Borodin. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, Óperukórinn (Garðar Cortes stjórnaði) og Gradualekór Langholtskirkju (Jón Stefánsson stjórnaði). Einsöngvarar: Mark Tucker, Hallveig Rúnarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson. Stjórn- andi: Rumon Gamba. Fimmtudagur 11. febrúar. Rumon Gamba stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni og „hélt öllu í rétta gírnum.“ Jónas Sen Morgunblaðið/Ásdís Það er ekki tekið út með sældinni að vera bóksali í Bretlandi. Skömmu fyrir áramót lokaði Bor- ders-bókakeðjan verslunum sínum á Englandi og ekkert lát er á lok- unum; samkvæmt tölum frá Bók- salasambandi Bretlands var ríflega 100 bókaverslunum lokað 2009 og bókabúðum hefur því fækkað um tæpan þriðjung á síðasta áratug. Skýringar á þessum samdrætti eru nokkrar að því kemur fram í breska blaðinu The Guardian; að- allega er um að kenna samkeppni frá Netinu, aukinni bóksölu í stór- mörkuðum og ekki síst kreppunni sem Bretar hafa fengið að kenna á öðrum fremur. Sjón sem þessi verður æ sjaldséð- ari í breskum verslunum. Reuters Kreppir að í bóksölu Ferðalangar til Þýska- lands taka kannski ein- hverjir eftir því að meðal vinsælustu glæpasagna- höfunda þar í landi er enski höfundurinn Simon Beckett, en í heimalandi höfundarins, Englandi, þekkja fáir á honum haus eða sporð. Beckett hefur þó verið lengi að, sendi fyrstu bókina frá sér fyrir fimmtán árum en það var ekki fyrr en hann fór að skrifa bækur um réttarmeina- fræðinginn David Hunter fyrir fjórum árum að hann sló rækilega í gegn í Þýskalandi, svo rækilega reyndar að bækur hans seljast metsölu þar í landi. Dæmi um það er síð- asta bók hans, Whispers of the Dead, sem kom út síðastliðið haust og seldist í 300.000 eintökum þar í landi í fyrstu útgáfu- viku, en 200.000 eintök fóru til í vikunni í nálægum löndum, aðallega í Póllandi. Í viðtali breska blaðsins The Times við Beckett kemur fram að hann var búinn að gera margar tilraunir til að skrifa skáldsögur við litlar undirtektir útgefenda og flæktist því úr einni vinnu í aðra á milli þess sem hann gerði atlögur að skáldsögum sem enginn vildi gefa út. Á endanum tókst honum að koma út bók þegar hann var kominn á fer- tugsaldur, en sú bók og næstu bækur á eftir seldust ekki nema miðlungi vel og á end- anum gafst hann upp á skrifunum og gerðist blaðamaður í lausamennsku. Þá var það að Beckett fór til Bandaríkjanna 2003 sem blaðamaður og komst í tæri við rannsókn- arverkefni í réttarmeinafræði í Knoxville í Tennessee þar sem ríflega 1.000 lík eru grafin á ýmsa vegu, til að fylgjast með rotn- un þeirra. Þetta varð honum innblástur að fyrstu David Hunter-bókinni og síðan bóka- röð, en Whispers of the Dead var þriðja bók- in í röðinni. Þess má og geta að til stendur að gera sjónvarpsþætti upp úr bókunum og þá taka landar Becketts kannski við sér. Hver er Simon Beckett? Simon Beckett LISTASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ævispor Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur Endurfundir Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna Fyrir ári Segja þessir hlutir söguna? Opið alla daga nema mánudaga 11-17 Aðgangur ókeypis fyrir börn www.thjodminjasafn.is - s. 530 2200 Söfnin í landinu 16. janúar - 28. febrúar Endalokin - Ragnar Kjartansson Ljósbrot - Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis í samstarfi við Listasafn Íslands ÍSLENSK MYNDLIST hundrað ár í hnotskurn kaffistofa – leskró barnahorn OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is HveragerðiCARNEGIE ART AWARD 2010 8.1. - 21.2. 2010 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 14. febr. kl. 14 LEYNDARDÓMAR MÁLVERKA - VISTARVERUR Fjölskylduleiðsögn - Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður mun fara með börnin um sýninguna og spjalla við þau um nokkur leyndardómsfull verk. SAFNBÚÐ Úrval af listaverkabókum, listaverkakortum, plakötum, íslenskum listmunum og gjafavöru. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR www.listasafn.is Listasafn: Björn Birnir Afleiddar ómælisvíddir Bíósalur: Verk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar Bátasafn: 100 bátalíkön Byggðasafn: Völlurinn Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.