SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 43
14. febrúar 2010 43 Æ hvað það getur verið þreytandi til lengdar að lemja niður dýrið sem býr hið innra. Það getur verið bagalegt í meira lagi að þurfa að ganga um með loga í lendunum og láta eins og ekkert sé. Og mega ekki bara teygja sig í næsta mann til að leita fróunar. Það kætir ekki beinlínis geðið að þurfa sífellt að sussa á, skamma og sannfæra skepnuna sem ólmast undir hauskúp- unni um að hún eigi engan tilverurétt. Henni sé bara alls ekki boðið í partíið. Með alls konar lögum og reglum, skráðum og óskráðum, erum við sífellt að hefja okkur yfir málleysingjana, dýr merk- urinnar. Þykjumst eitthvað merkilegri. En samt er það svo að þeir sem eru hvað duglegastir í full- yrðingum sínum um andstyggð á dýrslegu eðli mannsins eru oftast gripnir við svæsnustu aðstæðurnar. Þetta segir allt sem segja þarf um að það virkar sem olía á eld að bæla blessaða skepnuna um of. Augljóslega myndi skapast af því mikill glundroði ef allir létu eftir sér að eiga mök við alla þá sem vekja löngun þeirra. Ekki gengur það til lengdar að karlar hagi sér eins og stóð- hestar í merahópi og fari á hverja þá konu sem ilmar af eðl- unarfýsn. Og ekki gengur heldur að konur stökkvi á hvern þann karl sem þær langar í þá stundina. Það sama á auðvitað við um þá sem sólgnir eru í fólk af sama kyni. Næsta víst er að ef dýrið í okkur fengi alfarið að ráða myndi ríkja algert kaos og hjónabönd færu fyrir lítið. En er ekki hægt að fara einhvern milliveg? Mætti ekki hvetja fólk til að njóta dýrsins, án þess að það bitnaði illilega á einhverjum öðrum? Ég mæli með að við göngumst við dýrinu, fóðrum þessa skepnu reglulega og látum okkur annt um hana. Það er góð byrjun að tala saman. Tjá sig óheft við maka sinn um fantasíur og skrýtnar langanir. Heitbundin pör eiga það nefnilega til að lifa í þeim misskilningi árum saman að hinn aðilinn vilji ekki eitthvað í kynlífinu sem hann kannski dauð- langar til að gera. Þegar hinir einhleypu hafa fengið sig fullsadda á tepruskap og herpitúttuhætti samferðafólksins getur verið freistandi að sleppa kvikindinu út. Hver kannast ekki við þá frelsandi til- finningu (þegar farið er til veiða út á galeiðuna) að hitta fyrir bólfélaga sem losar þannig um hömlur að dýpstu og dýrsleg- ustu hvatir fá að njóta sín óheftar? Þá verða nú sumir bara eins og kýrnar á vorin sem sleppt er út eftir heilan vetur bundnar á bás inni í fjósi: Þær kunna sér ekki læti, skvetta upp rössum og halarnir vísa til himins. Sumar konur eru orðnar hundleiðar á þessum nútímalegu væmnu metro-karlmönnum sem nálgast þær hálfvælandi og þykjast vera voða mjúkir. Þær vilja miklu frekar karl- mennsku þar sem penheit eru látin lönd og leið. Konungur ljónanna sem bítur í hnakkadrambið á ljónynj- unni þegar hann tekur hana með áhlaupi er miklu meira sexí en lúpulegur hundur sem þorir ekki að beita kröftunum. Víst getur það verið þó nokkur kúnst að lifa í sátt og sam- lyndi við sitt spendýrseðli. Að stíga þann dans án þess að brjóta reglur og meiða annað fólk. En til hvers eru allir þessir hormónar sem láta okkur langa í allt þetta fólk í tíma og ótíma? Þarf virkilega að vera svona mikið af þeim til að tryggja viðgang mannkyns? Mætti ekki endurforrita okkur og losa okkur undan allri þessari ásókn hvatanna, fyrst ekki má fullnægja þeim hvar og hvenær sem er? Hleypum dýrinu út Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín S igfús Kristinsson, byggingameistari á Sel- fossi, ólst upp í húsinu Árnesi við Banka- veg þar í bæ. Faðir hans, Kristinn Vigfús- son, reisti húsið Svalbarð við þá sömu götu sumarið 1931 og þegar því var lokið hófst hann handa við að reisa Árnes, og bjó fjölskyldu sinni þar heimili. Bæði húsin eru nú í eigu Sigfúsar sem hefur búið á Svalbarði frá 1972. „Bankavegurinn er gatan mín. Þegar ég var að alast upp voru aðeins örfá hús hér á Selfossi og þeg- ar ég lít til baka finnst mér sem ég hafi fremur alist upp í sveit en þéttbýli. Í skemmu bak við Árnes vorum við með tvær kýr og móðir mín, Aldís Guð- mundsdóttir, sem var alin upp í Litlu Sandvík í Flóa, vann skyr, rjóma og smjör úr mjólkinni. Þá vorum við hér með stóran kartöflugarð og fjölda hænsna. Ég nærðist á hollum mat sem landið og sjórinn gáfu af sér. Þá þekktust ekki aðskotaefni í fæðunni, svo sem E-vítamín og fleira, og þessu þakka ég það að hafa haldið góðri heilsu svo aldrei hefur fallið dagur úr vinnu hjá mér. Þegar ég man fyrst eftir mér rétt fyrir 1940 mátti telja húsin norðan við Austurveginn á Selfossi, þar sem hallar niður að Ölfusá, á fingrum annarar handar. Við brúna stóð Tryggvaskáli og austast í byggðinni var Mjólkurbú Flóamanna. Bankavegurinn sem slíkur var tæpast til. Þetta voru troðningar sem lágu hing- að fram eftir, enda þótt gatan hafi verið byggð upp og malbikuð löngu seinna. Lóðin sem Árnes stend- ur á er tæpir fjögur þúsund fermetrar og hana keypti pabbi á 1.600 krónur, sem var geipimikið fé þeim tíma. Slagaði vel upp í árslaun hans,“ segir Sigfús. Nútíminn með öllum sínum boðum og bönnum og reglugerðafargani flækir tilveruna. Það var Einar Pálsson, útibústjóri Landsbankans á Selfossi til ára- tuga, sem fékk Kristin Vigfússon til þess að reisa Svalbarð. Kristinn, sem var staðarsmiður Selfoss- bæjar í áratugi, gerði lauslegt riss á krossviðarplötu af því hvernig húsið skyldi vera, það er kjallari, hæð og ris með suðurkvisti, tólf sinum tólf álnir. Að þessu gekk Einar og húsið var reist á einu sólríku sumri. „Húsið er vel viðað og grunnurinn er traustur. Rissið á krossviðnum hefur reynst vel. Það fór líka svo, þegar Einar bankastjóri flutti til Reykjavíkur, að ég keypti húsið. Það var á miklum fram- kvæmdatíma í mínu lífi. Við vorum nýflutt hingað þegar fór að gjósa í Vestmannaeyjum og þúsundir fólks þaðan fluttu upp á land. Þá varð að hafa snör handtök og ég tók að mér að steypa upp tugi grunna, meðal annars hér á Selfossi, að húsum sem Viðlagasjóður lét reisa fyrir flóttafólkið. Með því fjölgaði íbúum hér í bæ verulega og því má halda fram að þá hafi Selfoss raunverulega breyst úr sveitaþorpi í raunverulegt þéttbýli,“ segir Sigfús. Nokkru eftir að Sigfús flutti í Svalbarð stækkaði hann húsið umtalsvert enda þurfti svo að vera hjá stórri fjölskyldu. „Okkur hefur liðið ákaflega vel í þessu húsi. Hér er afar ljúfur andi, finnst mér.“ Sigfús Kristinsson á að baki áratugaferil sem byggingameistari. Hann er í raun bæjarsmiður. Verka hans sér líka víða stað á Selfossi og má þar nefna verslunarmiðstöðina við Ölfusárbrú þar sem Krónan er nú til húsa, og einnig Fjölbrautaskóla Suðurlands, sjúkrahús, lögreglustöð, fjölbýlishús og þannig mætti lengi áfram telja byggingar sem allar lofa merki meistarans á Bankaveginum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarsmiðurinn býr við Bankaveg Ölfusá B an ka ve gu r Eyr ave gur Austurvegur Árveg ur Austur Suðurlandsvegur Tr yg gv ag at a Si gt ún Si gt ún Sunnuvegur Engjavegur Sólvellir Skólavellir Hlaðavelli Græ Fa gu rg er ði Vallaskóli Valla- skóli  Elsta húsið á Selfossi er Tryggvaskáli við Ölfus- árbrú sem var byggður sem skáli brúarsmiða árið 1891. Húsið var seinna stækkað og þar var hótel og matsölustaður í áratugi. Það var endurbyggt fyrir fáum árum og er nú vinsælt fyrir ýmsar fámennari samkomur sem Selfossbúar standa fyrir.  Byggð á Selfossi tók að myndast upp úr 1930 þeg- ar Kaupfélag Árnesinga og Mjólkurbú Flómanna voru sett á laggirnar. Þau urðu burðarásar í at- vinnulífi staðarins. Kaupfélagið missti fótanna og er hætt starfsemi og Mjólkurbúið sameinaðist MS.  Sigfús Kristinsson hefur búið alla sína tíð á Sel- fossi, en hann er tæplega áttræður að aldri. Fáir eiga svo sterkar rætur í bænum. Fullyrða má að megin- þorri eldri Selfossbúa sé aðfluttur og komi meðal annars úr nærliggjandi sveitum. Selfoss er nú hluti af sveitarfélaginu Árborg. Selfosssögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.