SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 2
2 14. febrúar 2010 4-6 Vikuspeglar Valentínusardagurinn, snobbsíðan sem sigraði og meistari McQueen fallinn frá. 24 Saknar ekki stjórnmálanna Margrét Frímannsdóttir hefur gegnt embætti forstöðumanns fangels- isins á Litla-Hrauni í tvö ár. 28 Þú átt glóðaraugað skuldlaust! Ragnar Axelsson rifjar upp söguna á bak við björgun skipverja á Haf- rúnu ÍS-400 árið 1983. 32 Stoltur af síðasta rekstrarári Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir sparkárið 2009 hafa verið gott en gengisþróunin hefur m.a. verið sambandinu hagstæð. 34 Götubarn sem betlaði og rændi Rætt við Friedu Darvel sem átti erfitt líf í Höfðaborg í Suður-Afríku en syngur nú í gospelkórum í Svíþjóð og heimsækir Ísland. 36 Kirkjan alltof miðstýrð Dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum vill að þjóðkirkjan taki upp lýð- ræðislegri vinnubrögð. Lesbók 50 Vatnslitir á Íslandi Sýningin Blæbrigði vatnsins var opnuð á Kjarvalsstöðum á föstudags- kvöldið. Þar eru 160 verk eftir 60 listamenn. 52 Ævintýraleg endurreisn Skáldverk Irene Nemirovsky eru nú endurútgefin víða um heim. 54 List í hverju spori Umsögn um sýningu á útsaumsverkum Guðrúnar Guðmundsdóttur í Bogasal Þjóðminjasafnsins. 27 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók RAX af Jóni Þór Birgissyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið I came from Alabama,“ syngur Árni Johnsen og spilar á banjó, eins og segir í laginu sjálfu. „Komdu niður, ég ætla að sýna þér svolít- ið,“ kallar Sigtryggur Sigtryggsson frétta- stjóri í hitt eyrað, einn mesti keppnismaður á Fróni og þótt víðar væri leitað. Hann teymir blaðamann á eftir sér um rangala kjallarans að húsbóndaherberginu, þar sem Árni geymir verkfærin, skjalaskápana, ótrúlegustu gripi héðan og þaðan – og forláta snókerborð! Þar hafa þeir marga hildi háð, Sigtryggur, Árni og Ágúst Ingi Jónsson, einkum þann tíma sem allir voru fréttastjórar á Morgunblaðinu. Vandfundið er gestrisnara fólk en í Rituhólum. Því fá allir að kynnast, sem koma á heimili Árna og Halldóru. Þetta kvöld eru það fáeinir vinir og fé- lagar skáldsins og ritstjórans Matthíasar Johann- essens af Morgunblaðinu, sem Árni hefur smalað saman vegna stórafmælis hans á dögunum. Ekki eru talin árin. „Minnstu ekki á það,“ segir Matt- hías. Hann er líkur sjálfum sér, í lopapeysu, hæglátur í fasi, hlýr í viðmóti, persónulegur í tali. „Þú lítur vel út,“ segir hann við Ragnar Axelsson ljósmynd- ara, sem þjóðin þekkir sem RAX. „Þú hefur full- orðnast. Mér fannst þú alltaf svo mikið krútt.“ RAX verður orðlaus. Ekki oft sem það kemur fyrir. Þegar hann jafnar sig, segir hann: „Höfum söguna þannig, að ég hafi sagt: Ég er það ennþá!“ Svo hlær hann. Matur er á borð borinn. Kjötsúpan kjarngóð og bragðmikil. Kókið freyðir upp úr glasi Freysteins Jóhannssonar þegar blaðamaður hellir í það. „Það er alveg greinilegt að þú vinnur ekki á bar,“ segir hann brosandi. „Þú ferð hinumegin.“ Fuglar og skútur svífa í loftinu, en kisan Ása teygir úr sér á gólfinu. Hún fannst í öskutunnu. Ekkert er hefðbundið á þessu heimili. Árni er í miðri sögu af því, er hann lenti í krapa með svelli undir á Suðurlandsveginum fyrir tæpum tveim vikum og missti stjórn á bílnum, sem kastaðist fjörutíu metra og fór fimm veltur. Hann sakaði ekki. „Ég er í lófa Guðs,“ segir hann og brosir. „En þú breikkaðir Suðurlandsveginn,“ segir Þórir Þorsteinsson, sem er fjallstór og kallar ekki allt ömmu sína. Vegir eru breikkaðir, svo hann komist leiðar sinnar. Ritstjórarnir Matthías og Styrmir Gunnarsson sitja hlið við hlið, eins og þeir eru vanir. Sumt breytist aldrei. Sigtryggur fær ekkert næði til að gæða sér á súpunni, því hann er stöðugt að tína upp fréttamola sem hrjóta af vörum þeirra og hringja í Ágúst Inga, sem er á vaktinni. Samræðurnar inn- blásnar, til dæmis um manninn sem gekk alltaf út á sokkunum og hélt á skónum, þá sagðist hann vera fljótari að hátta sig þegar heim kæmi. Árni Matthíasson sker afmæliskökuna. „Til heilla Matthíasi,“ stendur á kökunni. Matthías þakkar fyrir sig, en vill ekki heyra minnst á afmæli. Þetta eru bara félagar og vinir að gera sér glaðan dag. „Komdu Pétur,“ hvíslar Sigtryggur. Og við læð- umst niður í snóker. pebl@mbl.is Sögumaðurinn Matthías Johannessen í essinu sínu; félagsskapurinn verður ekki betri. Morgunblaðið/RAX Var svo mikið krútt 17. febrúar Næstkomandi miðvikudag og fimmtudag verða haldnir Deep Purple- heiðurstónleikar á Sódómu Reykjavík. Á tónleikunum koma fram Eiríkur Hauksson, Ingólfur Sigurðsson, Vignir Stefánsson, Jóhann Ásmundsson og Sigurgeir Sigmundsson. Uppistaðan í prógramminu verður af Deep Purple in Rock en einnig lög sem David Coverdale gerði ódauðleg með sveitinni, t.d. Mistreated og Stormbringer. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Deep Purple-heiðurstónleikar Við mælum með… 14. febrúar Í dag verður haldið fjölskyldunámskeið í gerð öskupoka og bolluvanda. Nám- skeiðið er haldið í samvinnu við Heimilisiðnaðarfélag Íslands og verður í Gerðubergi kl. 14-16 og í Borgarbókasafninu Grófarhúsi kl. 15-16.30. Krakkar á öllum aldri velkomnir og þátttaka er ókeypis. 19. febrúar Öll helstu ein- og samsöngsatriði óp- erunnar Aidu eftir Verdi verða flutt á sviðsettum tónleikum í Íslensku óperunni kl. 20. Á tón- leikunum koma fram Elín Ósk Ósk- arsdóttir sópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Hörn Hrafnsdóttir mezzósópran. Með- leikari er Antonía Hevesi, píanó- leikari við Íslensku óperuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.