SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 6
6 14. febrúar 2010 Nýkjörinn forseti Króatíu, Ivo Josipovic, kvartar undan því að eiga of marga vini á Facebook. Há- marksfjöldi vina er fimm þúsund, en forsetans bíða sjö þúsund vinabeiðnir, sem hann getur ekki sam- þykkt. Í Frakklandi fóru í upphafi mánaðarins tveir blaðamenn í einangrun þar sem þeir áttu aðeins að hafa aðgang að fyrirbærunum Facebook og Twitter. Tilgangurinn var að komast að því hver heimsmynd þeirra væri að einangrun lokinni ef þeir hefðu ekki aðgang að hefðbundnari fjölmiðlum. Vinsældir samskiptasíðna aukast áfram Samkvæmt nýrri könnun Pew-stofnunarinnar halda vinsældir samskiptasíðna áfram að aukast meðal ungs fólks í Bandaríkjunum, en það virðist vera að verða úrelt að blogga. Í könnuninni kom fram að aðeins 14% táninga blogguðu árið 2009, en 28% gerðu það árið 2006. Fjöldi táninga, sem sögðust skrifa ummæli við blogg, minnkaði úr 76% í 52% á sama tíma. Hlutfall bloggara minnkaði líka í aldurs- hópnum 18 til 29 ára úr 24% árið 2007 í 15% 2009. Notkun samskiptasíðna jókst meðal táninga. Kváðust 73% aðspurðra á þeim aldri í könnuninni vera skráðir á samskiptasíðu. Samskiptasíðan MySpace naut meiri vinsælda hjá hinum yngri, en Facebook hjá þeim eldri. Haft er eftir einum af höf- undum könnunarinnar að svo virðist sem ungt fólk vilji frekar setja stutt skilaboð inn á netið og end- urnýja þau reglulega, en að blogga í löngu máli. Heimsmyndin í gegnum Facebook Bloggarar tjá sig jafnharðan um John McCain í kosn- ingunum 2008. Áhuginn á að blogga fer dvínandi. Reuters F jögur hundruð milljónir manna eru skráðar á Facebook. „Það er ánægju- legt að sjá að eftir því sem Facebook hefur vaxið fjölgar því fólki um allan heim, sem notar þjónustuna til að deila upplýs- ingum um stóra og smáa atburði og halda tengslum við alla, sem þeim þykir vænt um,“ sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann fagnaði sex ára afmæli sam- skiptasíðunnar í byrjun febrúar. Zuckerman hefur verið líkt við Bill Gates, stofnanda Microsoft. Báðir flosnuðu þeir upp úr námi í Harvard til að fara í viðskipti. Hvorugur byggir velgengni sína á sérlega frumlegri hug- mynd. Þegar IBM bað Gates að útvega stýriforrit fyrir nýja einkatölvu keypti hann fyrirtæki og gaf því nýtt nafn. Zuckerberg notaði hugmyndir að samskiptasíðum á borð við Friendster og MySpace þegar hann bjó Facebook til. Saga Facebook er hins vegar mjög athygl- isverð og hún er rakin í grein Charles Petersen í nýjasta tölublaði tímaritsins The New York Re- view of Books. Í upphafi var þessi félagsvefur miðaður við mjög afmarkaðan hóp, nemendur í Harvard-háskóla í Cambridge í Massachusetts. Harvard er úrvalsskóli þar sem nemendur eru allir með mjög svipaðan bakgrunn og koma úr efstu þrepum þjóðfélagsstigans. Samskiptasíðan Facebook var opin öllum nemendum skólans og allt, sem notendur skráðu á síðurnar, var öðrum notendum sýnilegt. Engin ástæða var til að setja girðingar, að hafa verið veitt innganga í Harvard var nægileg sía. Nafnið er meira að segja ekki frumlegra en svo að hefð er fyrir því í banda- rískum háskólum að gefa út bækur með mynd- um af nemendum og kalla þær facebook. Við- mótið var hugsað eins og herbergi á heimavist, sem hægt væri að raða inn í að vild, en einnig þurfti að svara ákveðnum spurningum, meðal annars um sambönd, til dæmis: Leita að: vin- áttu; sambandi; stefnumótum; „leik af handa- hófi“; „hverju sem býðst“; eða öllu þessu. Slík- ur leikaraskapur hvarf hins vegar þegar síðan varð útbreiddari og farið var að gerilsneyða hana. Facebook breiddist brátt út til annarra há- skóla, en aðeins þeirra hæst skrifuðu, Princeton og Stanford. Veggir voru á milli skólanna, en engir innan þeirra. Snobbið í kringum Facebook hafði haft sitt aðdráttarafl, það að sumir – flestir – fengju ekki að vera með. Allt breyttist hins vegar þegar berast fóru vinabeiðnir að utan frá fólki, sem ekki var í neinum þessara skóla. Það er eitt að hitta gaml- an kunningja á förnum vegi og humma fram af sér hugmyndir um að endurnýja kynnin, en á Facebook voru bara tveir kostir, já eða nei. Helsti keppinautur Facebook var MySpace. Til að komast inn á Facebook þurfti netfang frá há- skóla. MySpace var fyrir alla hina. Tekið var til þess að mikill stéttamunur væri á notendum þessara samskiptasíðna. Þessi munur hélt áfram að skipta máli eftir að Facebook var opnað öll- um. Facebook hefur verið líkt við vel skipulagt úthverfi, en á MySpace ríkti meiri glundroði líkt og í stórborginni. MySpace heillaði fjölmiðlafurstann Rupert Murdoch og árið 2005 borgaði hann 580 millj- ónir dollara fyrir samskiptasíðuna. Facebook gekk hins vegar mun betur og fór fram úr MyS- pace í upphafi árs 2009. Ein af ástæðunum var sú að Facebook höfðaði meira til foreldra, en MySpace, þótt börn þeirra notuðu frekar síð- arnefndu síðuna. Eitt dæmi um muninn á því hvernig litið er á þessar samskiptasíður er að í hermenn í banda- ríska hernum mega nota Facebook þrátt fyrir áhyggjur af öryggismálum, en er bannað að nota MySpace. Engu að síður er MySpace mun vinsælli síða hjá 18 ára hermönnum, en Facebo- ok. Í þessum efnum ráða yfirmennirnir úrslit- um. Ýmis vandamál hafa komið upp á Facebook í áranna rás, sérstaklega í kringum aðgengi að persónulegum upplýsingum og þekktar eru sögur um starfsumsóknir, sem var hafnað vegna þess að tilvonandi vinnuveitandi sá upplýsingar um umsækjandann á Facebook, eða starfs- manninum, sem sagðist vera veikur heima og skrifaði síðan um það fyrir allra augum á Fa- cebook að hann hefði farið í verslunarferð. Hin- ir ýmsu hnökrar hafa hins vegar ekki staðið vinsældum síðunnar fyrir þrifum. Snobb- síðan sem sigraði Var aðeins ætluð Harvard en er nú vinsæl- asta samskipta- síða heims Alysaa Ravasio, háskólanemi í Los Angeles, sýnir samskiptasíðuna sína á Facebook. Hún sneri baki við MySpace um leið og hún skráði sig á Facebook og hefur þegar misst áhuga á Twitter. En hversu lengi getur Facebook reitt sig á tryggð hennar? ReutersVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Hvernig vinátta? „Við höfum breytt [vinum okkar] í ósundurgreinanlegan massa, nokkurs kon- ar áhorfendur eða andlitslausan al- menning. Við ávörp- um ekki hóp, heldur ský … Vinátta er með öðrum orðum að breytast úr sambandi í tilfinningu.“ William Deresiewicz, gagnrýnandi Face- book www.noatun.is BARA AÐ FYRIR 4-6 INNIHELDUR RÓFUR, KAR TÖFLUR, BEIKON, BA UNIR OG VA TN SJÓÐA KJÖ TIÐ TILBÚIN BAUNASÚPA TIL UPPHITUNAR KR./2L 1998 Við gerum meira fyrir þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.