SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 36
36 14. febrúar 2010 Á þessu málþingi komu fram ýmsir áherslupunktar, meðal annars að efla sjálfstætt kirkjuþing, að auka hlut leik- manna í stjórn kirkjunnar og styrkja lýð- ræðið í yfirstjórn og stjórnsýslu. Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu góð þátttakan var. Þarna voru um sjötíu til áttatíu manns, guðfræðingar og leik- menn,“ segir dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, en hann kom að skipulagningu málþings um þjóðkirkjuna og lýðræðið í Skálholti síð- astliðið sumar. Erindin sem þar voru flutt komu nýverið út á bók sem dr. Gunnar og séra Skúli S. Ólafsson ritstýrðu. Að málþinginu stóðu Skálholtsskóli, þar sem þingið var haldið, Guð- fræðistofnun Háskóla Íslands og Kjal- arnesprófastsdæmi sem sá um að gefa er- indin út á bók. „Þetta var mjög vel undirbúin ráðstefna,“ segir Gunnar, „en tilgangur hennar var ekki síst að fjalla um þjóðkirkjulögin sem verið hafa í gildi frá 1. janúar 1998. Hvernig þau hafa reynst og hvernig þau hafa þróast. Til mín var leitað vegna þess að ég vann með Ólafi Skúla- syni að þessum lögum og átti raunar hug- myndina að endurskoðun lagaumhverfis kirkjunnar. Setti hana fram á kirkjuþingi 1992 og var svo formaður nefndarinnar sem undirbjó lögin af hálfu Kirkjuþings, m.a. með kynnisferð til Norðurlanda- kirknanna og þýsku mótmælendakirkj- unnar.“ Tímamót í umræðunni – Skilaði málþingið árangri? „Það gerði það. Fyrir mína parta verð ég að segja að þetta voru ákveðin tímamót í umræðu um stjórnsýslu kirkjunnar vegna þess að oftast hefur verið djúpt á áhuga manna á því efni. Nú laukst upp fyrir mörgum að þar er um mikilvægt mál að ræða og þar bera allir sína ábyrgð.“ – Hvers vegna? „Kannski er það vegna ástandsins í þjóðfélaginu og þeirrar umræðu sem fór í gang haustið 2008 um innviði þessa sam- félags sem við búum í. Þá er ég að tala um gagnrýna þjóðfélagsumræðu, um skort á gagnsæi, klíkuskap, vinavæðingu, ætt- arveldi, þöggun og þar fram eftir göt- unum. Það hlaut að koma að því að þeir sem starfa innan kirkjunnar og raunar allir sem láta sig starf hennar varða færu að hugsa: Hvað um okkur? Hvar stöndum við? Það er nefnilega svo merkilegt að út- tekt og mat á starfi kirkjunnar og stjórn- sýslu hefur aldrei verið gerð. Stjórnsýsla er ekki aðeins spurning um réttlæti, sanngirni og skilvirk vinnubrögð heldur einnig um meðferð fjármuna. En það á ekki að þurfa efnahagshrun til þess að vekja kirkjunnar fólk til umhugsunar um grunnforsendur í mannlegu samfélagi, í þessu efni á kirkjan að vera vökumaður- inn og ganga sjálf á undan með góðu for- dæmi, líka í lýðræðilegri stjórnun í eigin málum.“ – Hverju hafa þjóðkirkjulögin frá 1998 helst skilað? „Þau hafa helst skilað því að kirkjuþing hefur eflst og orðið sjálfstæð stjórnsýslu- stofnun. Kirkjuþing á lögum samkvæmt að fara með æðstu völd í kirkjunni, í því fólst meginbreytingin. Með lögunum er með öðrum orðum horfið frá því sem kalla mætti biskupskirkju, þar sem bisk- upinn var efstur á píramídanum og síðan komu öll embætti og stofnanir kirkjunnar þar fyrir neðan. Með þessum lögum tókst okkur að komast aðeins út úr þessu en ekki nægjanlega, margar málamiðlanir voru gerðar á leiðinni. Ég hef sýnt fram á það í grein sem ég skrifaði fyrir tímaritið Glímuna í fyrra, að yfirstjórn kirkjunnar hefur reynst treg til að lúta þessari lýð- ræðislegu áherslu í lögunum og gert sitt til að halda í meiri völd en lögin gera ráð fyr- ir. Það er neikvætt. Ekki nóg með það, miðstýring í kirkjunni hefur aukist mikið á þessum sama tíma.“ Þróun sem enginn óskaði sér – Í tíð núverandi biskups? „Já, við sjáum það meðal annars á fjölg- un starfsmanna á Biskupsstofu. Þetta er þróun sem enginn óskaði sér og enginn sá fyrir þegar hugmyndir um dreifingu valds komu fram, þvert á móti vildu margir kirkjuþingsmenn ganga mun lengra í átt til lýðræðis og valddreifingar en raun varð á, þar á meðal ég. Íslenska kirkjan hefur alla tíð verið byggð upp á hugmyndum valddreifingar, þar eru sóknir, prestaköll og prófastsdæmi.“ – Hvað veldur þessu? „Það sem veldur þessu er tiltekin guð- fræðihugsun sem kemur fram í ákveðnum mann- og kirkjuskilningi. Kirkjuskiln- ingur hvers tíma byggist ávallt á ein- hverrri tiltekinni guðfræðihugsun. Þessi þróun hefur átt sér stað alveg frá miðri tuttugustu öld þegar síðustu afgerandi tímamótin urðu í kirkjunni. Um það leyti runnu tímar frjálslyndu guðfræðinnar og frjálslyndu biskupanna sitt skeið á enda hér á landi og við tók tími tiltölulega íhaldssamrar guðfræði með mjög breytt- um áherslum í kirkjuskilningi. Það sjáum við meðal annars í Handbók kirkjunnar Kirkjan verður að geta talað við þjóðina „Kirkjuþing hefur ekki virkað sem skyldi, bisk- upsembættið er alltof fyrirferðarmikið í lögum og reglum og kirkjan alltof miðstýrð. Það er kjarni málsins,“ segir dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum, annar ritstjóra nýrrar bókar, Þjóðkirkjan og lýðræðið. Hann er sannfærður um að komið sé að vatnaskilum hjá þjóðkirkjunni. Senn verði tekin upp lýðræðislegri vinnubrögð. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.