SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 28
28 14. febrúar 2010 Hafrún ÍS-400 berst um í brimrótinu á strandstað í Stigahlíð. Hvað er glóðar- auga milli vina H vað er að sjá þig, af hverju ertu með glóðarauga? Þú ert eins og hálfviti! Árni Sæberg svaraði: „Þú átt það nú eiginlega skuldlaust, ég fékk myndavélina í hausinn í ókyrrðinni yfir strand- staðnum fyrir vestan.“ Ha, hvað segirðu? Nei, annars mér finnst þetta bara flott, þú ættir eig- inlega að hafa þetta á báðum augum, þá værir þú eins og Zorro. Árni glotti og reiðin sem hann þóttist ætla að sýna mér hvarf eins og dögg fyrir sólu. Við höfðum verið vinir í samkeppni fjöl- miðla lengi, og hvað er eitt glóðarauga á milli vina? Forsaga málsins er sú að eitt af bestu fiskiskip- um íslenska fiskveiðiflotans, Hafrún, 400 tonna stálskip, hafði strandað yst í Stigahlíð á Vest- fjörðum á leið til lands í brjáluðu veðri, tíu vind- stigum og hríðarhraglanda, 3. mars 1983. Góðvinur minn, Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins, sem ég heimsótti oft þegar ég var á leið um bæinn, hafði látið mig vita að skip væri í nauðum fyrir vestan. Við höfðum gert samning um að hann fengi allar myndir sem ég tæki af björgunum til að eiga í björgunarsögu slysavarna á Íslandi. Í staðinn léti hann mig vita þegar því yrði við komið, en það þyrfti alltaf að hafa forgang að kalla út björg- unarsveitir, síðan fengi ég að vita af málum. Það bar aldrei skugga á það samstarf og enn þann dag í dag þegar ég keyri fram hjá slysavarna- félagshúsinu minnist ég hans af hlýhug. Hannes skildi mikilvægi þess að eiga Íslandssöguna í myndum. Hér á landi var verið að kynna landhelgisgæsl- unni nýjar franskar þyrlur, Super Puma, og höfðu flugmenn Gæslunnar verið að æfa sig á þeim með hugsanleg kaup eða leigu í huga. Ég lét vita strax niður á Mogga að skip væri strandað á Vestfjörðum. Veðrið var afleitt til flugs sökum ókyrrðar í lofti og éljagangs. Það var hugsað hratt og einhver stakk upp á því að fá að fara með björgunarþyrlunni. Ágúst Ingi Jónsson og Árni Johnsen gengu strax í málið, hringdu í allar áttir, flugmálastjóra og yfirmenn Gæslunnar og óskuðu eftir því að senda mann með þyrlunni og mynda björg- unina. Það var auðsótt mál en menn urðu að vera komnir út á flugvöll á tíu mínútum. Ég brunaði af stað út á völl og þar voru tvær þyrlur í gangi tilbúnar til flugs vestur að bjarga mönn- unum. Ég hljóp að Puma-þyrlunni og um leið og ég kom í hurðina kom Árni Sæberg, ljósmyndari á Tímanum, út úr þyrlunni, hann hafði verið úti á Gæslu fyrir tilviljun að kíkja á vini sína þar. Árni hafði verið starfsmaður Gæslunnar áður en hann varð ljósmyndari á Tímanum. Árna var tjáð að ef ég kæmi ekki innan 5 mínútna fengi hann að fara með, Mogginn hafði sótt um leyfi á und- an Tímanum og því miður var ekki pláss fyrir fleiri um borð. Um borð voru sigmenn Gæslunnar og franskir björgunarmenn ásamt Helga Sveinbjörnssyni á sjónvarpinu. Flugmenn voru Björn Jónsson og franskur flugmaður sem var að kynna þyrluna. Í hinni þyrlunni, TF RÁN, voru Benóný Ásgríms- son, Þórhallur Karlsson og spilmaður. Menn drifu sig í loftið og flugið sóttist seint á móti vindinum, við með myndavélarnar höfðum áhyggjur af myrkrinu sem var ekki langt und- an. Skyldum við ná myndum af björgun mannanna í björtu því það væri stórkostlegt að geta sýnt björgun mannslífa? Þyrlurnar nálguðust Stigahlíðina í éljunum og hávaðaroki. Við sáum skipið gegnum sort- ann berjast í grýttri fjörunni. Skyndilega sást rautt neyðarblys og hópur manna stóð á ísi- lögðu fjörugrjótinu. Það var ekki fátið á flug- mönnum Gæslunnar, Ránin renndi sér upp að hlíðinni með spaðana nokkra metra frá berg- inu og upp voru hífðir nokkrir skipbrots- menn. Okkar þyrla var næst og voru menn hífðir upp um op í gólfinu. Menn voru hálf skelkaðir á leiðinni upp en fegnir því að vera bjargað í hlýjuna og öryggið. Fyrsta verk frönsku björgunarmannanna um borð var að gefa öllum sígarettu. Flogið var með alla inn á Ísafjörð þar sem menn þökkuðu fyrir björgun sína. Þeir fræknu flugmenn, Björn og Þórhallur, sem björguðu mörgum mannslífum, fórust síðar með TF RÁN í Jökulfjörðum. Talið var að hurðin hefði brotnað af og farið í spaðana. Einnig fórust þá Bjarni Jóhannesson flugvirki og Sigurjón Ingi Sigurjónsson stýrimaður. Menn sem lögðu allt í sölurnar til að bjarga mannslífum. Af Árna er það að segja að ritstjórar Tímans voru ekki hrifnir að því að Mogginn skyldi fá að fara með en ekki Tíminn og leigðu tveggja hreyfla flugvél frá leiguflugi Sverris Þórodds- sonar. Flaug hún á staðinn. Ókyrrð í flugvél verður miklu meiri en í þyrlu og höggin eru harðari, það gerðist hjá Árna í flugi fram hjá skipinu á strandstað að myndavélin hentist í hausinn á honum og glóðaraugað varð staðreynd. Við félagar Árna Sæberg höfðum reynt að fá hann til að sækja um á Mogganum. Það væri ómögulegt að vera alltaf með glóðarauga eftir hverja ferð sem hann færi í. Árni lét verða af því og sótti síðar um starf. Hann hafði átt pantaðan tíma hjá Styrmi Gunnarssyni ritstjóra og mætti tímanlega til að spjalla aðeins áður enn hann færi á fundinn. Tíu mínútum fyrir fundinn skrapp Árni á snyrtinguna til að snurfusa sig aðeins áður en hann mætti örlögum sínum. Við biðum á ljós- myndadeildinni eftir að hann kæmi til baka og fórum að athuga hvort hann væri búinn að gleyma sér. Við heyrðum hróp og spörk frá snyrtingunni og kölluðum í gegnum klósett- hurðina: Er ekki allt í lagi hjá þér? „Nei, húnninn datt af og það er ekki hægt að opna hurðina. Ég á hitta Styrmi eftir fimm mínútur “ Vertu rólegur, ég skal sækja Styrmi, svaraði ég. Allt í lagi, svaraði Árni í fyrstu en hrópaði svo til strax: „Ertu brjálaður Raxi, á ég að sækja um vinnu í gegnum klósetthurð?“ Árni var ekki lengi að falla inn í hópinn og húmorinn hjá okkur, þetta var eiginlega busa- vígslan hans. Árni rétt náði á fundinn og fékk vinnu og hefur reynst frábær starfsmaður og félagi síðan og er enn. Það hefði verið einstakt að vera eini Íslend- ingurinn sem hefur fengið vinnu í gegnum klósetthurð. Frækileg björgun þegar stálskipið Hafrún ÍS-400 strandaði yst í Stigahlíð á Vestfjörðum 3. mars 1983. Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.