SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 31
14. febrúar 2010 31 Þ að er bæði sorglegt og sláandi að 500 einstaklingar komi á bráðadeild Land- spítalans á hverju ári eftir tilraun til sjálfsvígs eða sjálfsskaða. Fimmtíu eru lagðir inn á gjörgæsludeildir og 35 falla að meðaltali fyrir eigin hendi ár hvert. En fátt er um úrræði fyrir aðstandendur þeirra sem sendir eru heim aftur af spítalanum, eins og kemur fram í fréttaskýringu Önnu Sigríðar Einarsdóttur í Sunnu- dagsmogganum í dag. „Hann mátti varla andvarpa, við vorum alltaf hrædd og þorðum varla að sofna,“ segir Ingibjörg Baldursdóttir, en Lárus sonur hennar var sendur heim eftir sjálfsvígstilraun og tveimur mánuðum síðar tók hann líf sitt. „Stærstur hópur aðstandenda er með þessa ein- staklinga í gjörgæslu heima hjá sér dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman, því annað stendur ekki til boða.“ Tölfræðin sýnir að um 10% þeirra sem lagðir eru inn á gjörgæslu eftir sjálfsvígstilraun eru látin innan tíu ára. Á bak við tölfræðina eru mannslíf, nokkuð sem stundum vill gleymast. Móðir drengs sem framdi sjálfsvíg vorið 2007, níu árum eftir að hafa hætt við slíka tilraun, segir að áhyggjurnar sem hvíldu á fjölskyldunni hafi verið miklar eftir fyrri sjálfsvígstilraunina. „Þetta er ekkert sem maður gleymir,“ segir hún. „Þetta hékk yfir okkur allan tímann eins og sverð í tvinnaspotta.“ Hún vill kynna sér frekar þá leið sem Svíar hafa farið og Sigurbjörn Kárason, læknir á gjörgæsludeild, hefur lýst, en þar virðast læknar grípa inn í sé þess þörf. Og auðvitað þarf heilbrigðiskerfið að hafa einhver úrræði í boði fyrir þennan stóra hóp, sem leitar í örvæntingu eftir stuðningi í svartnættinu. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, leggur áherslu á forvarnir: „Við þurfum að kenna ungu fólki að það er eðlilegt að stundum líður manni illa, að það sé hægt að vinna úr þessum tilfinningum og fá stuðning í slíkum að- stæðum. Fólk lokast nefnilega oft inni í vanlíðan sinni og hugsuninni um að losna við sársaukann. Ungt fólk þyrfti að vita af tengiliðum sem það getur leitað til, því það tel ég mun gagnlegra en að grípa í taumana eftir að sjálfsvígstilraun hefur verið gerð.“ Það er lofsvert framtak hjá Ingibjörgu Baldursdóttur að rita sögur aðstandenda nokk- urra einstaklinga sem fallið hafa fyrir eigin hendi, en bókin ber heitið Eins er ástin sem ég til þín ber óendanleg og verður vonandi mörgum til fróðleiks, hvatningar og hughreyst- ingar. „Hún er hugsuð í minningu þessara einstaklinga, sem og til að upplýsa og fræða fólk um hvað maður gengur í gegnum, þær erfiðu tilfinningar sem takast þarf á við og hvað við getum gert til að reyna að styrkja okkur á þessum hrikalegu tímum,“ segir hún. „Því eng- inn sem ekki hefur upplifað þennan missi getur ímyndað sér hvað hann er sár.“ Eins og sverð í tvinnaspotta „Hann á í einhverjum vandræðum með flaggið sitt, hann Stephen Child. Hann á það til að vera svolítið barnalegur.“ Guðmundur Benediktsson, leiklýsandi Stöðvar 2 Sport 2, um annan aðstoðardómarann í leik Ars- enal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. „Miðað við það sem ég þekki til föður míns og þeirra, sem umgengust hann þá tel ég að hann sé sá góðhjartaðasti meðal þeirra og sumir þeirra eru mun verri.“ Omar bin Laden, sonur hins alræmda hryðjuverka- manns Osama. „Oft skrepp ég svo á Helgafell við Hafnarfjörð eða Esjuna. Það er mitt hlaupabretti.“ Páll Þorsteinsson sem varð 55 ára í vikunni. „Spilavíti [er] svo hrikalega neikvætt að maður veltir fyrir sér hvaða áróð- ursmeistari fann það upp.“ Arnar Gunnlaugsson sem vill gera „kasínó“ að raunhæfum kosti. „Ég veit ekki hvað er að vera kyn- þokkafullur.“ Ummæli vikunnar Púertó-ríkóski kvikmyndaleikarinn Benicio Del Toro. „Þeir voru allir ógeðslega andfúlir.“ Oddvar Örn Hjartarson fjöllistamaður um myndröð sína af sætum strákum. „Ég er kannski orðinn of gamall til að líta á þetta eins og ég sé talinn vera efnilegur, frekar að þetta sé við- urkenning á því sem ég hef verið að fást við í langan tíma.“ Helgi Björnsson jöklafræðingur sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Jöklar á Ís- landi sem var áratugi í vinnslu. „Mér fannst það furðulegt að þeir skyldu bara halda áfram að skera þótt ég öskraði af lífs- og sál- arkröftum í gegnum alla aðgerðina.“ Kristín Lund-Hammeren sem gekkst ódeyfð undir keis- araskurð í Noregi. „Ég átti pínu von á þessu, já, ég verð nú að við- urkenna það.“ Söngkonan Hera Björk sem sigraði í forkeppni Júróv- isjón. Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Brussel er enn óvíst um niðurstöðu, en fyrir liggur að forræði Grikkja á eigin efnahags- og launa- málum verður af þeim tekið vilji þeir fá hjálp. Sjálfstæð íslensk mynt er á hinn bóginn að auð- velda okkur leiðina út úr kreppunni og myndi vera lengra komin með það verk ef stjórnvöld hefðu ekki þvælst fyrir með getuleysi sínu og hug- leysi. Icesave-málið er enn í óljósum farvegi og tækifærin til að leika af sér eru enn til staðar og þau mörg. Svavar opnar sig Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra lét nýver- ið hafa við sig blaðaviðtal og fór mikinn. Sjálfsagt feginn því að hafa öðlast á ný rýmra tjáning- arfrelsi. Kom fram hjá honum efnislega, að hann teldi það hafa verið reginmistök að leggjast gegn fjölmiðlalögunum á sínum tíma og framganga for- setans í því máli hefði verið í alla staði óheppileg. Sama gilti um synjun forsetans nú. Morgunblaðið hvatti forsetann aldrei til að synja ríkisábyrgð- arlögunum, en benti hins vegar á að vegna þess fordæmis sem hann gaf 2004, og vegna fyrirvara hans sjálfs frá 2. september 2009 og vegna þess að hann hafði fullkomlega glatað trausti þjóðarinnar er hann stórlega oflék í hlutverki „klappstýru út- rásar“, þá kæmist hann ekki hjá að synja lögunum staðfestingar. Nokkur tilraun hefur verið gerð til þess að gera Svavar Gestsson að blóraböggli Icesave-málsins. Ekki verður séð að sá málatilbúnaður sé eðlilegur eða sanngjarn. Með sama hætti er ósmekklegt og óviðeigandi þegar stjórnmálamenn eru að reyna að hengja þá böggla, sem þeir sjálfir hafa bundið, um háls Baldurs Guðlaugssonar, fyrrum ráðu- neytisstjóra. Stjórnmálamenn eru misjafnrar gerðar og þótt þeir vilji flestir vel heppnast þeim ekki allt. En það er ekki stórmannlegt af slíkum að hirða hrósið af því sem heppnast sæmilega en henda mistökunum í embættismennina og hlaupa í felur. Morgunblaðið/ÞÖK fjær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.