SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 42
42 14. febrúar 2010 B úið er að tilkynna óskarstil- nefningarnar, að venju þekkj- um við lítið til erlendu mynd- anna 5 sem keppa. Við stöndum illa að vígi þegar kemur að þessum merka flokki, allir þekkja yf- irgnæfandi markaðsstöðu Hollywood- kvikmyndaveranna sem ráða örugglega yfir vel 90% myndaúrvalsins hér sem víðast annars staðar. Það opnast að vísu þessir ómissandi hátíðagluggar sem bæta úr skák en leysa ekki vandann. Til þess þarf ekkert minna en kvikmynda- hús sem sinnir eingöngu erlendum myndum öðrum en bandarískum, eða a.m.k. einn sal í fjölsalabíói. 2009 var engin undantekning, því kunnum við lítil skil á verkunum fimm sem eru tilnefnd í ár sem besta erlenda mynd ársins og því ekki úr vegi að kynna þær lesendum því enga þeirra hefur rekið á fjörur bíóanna í borginni. Þetta eru Ajami (2009) (Israel); Das weisse Band – Eine deutsche Kinder- geschichte (2009) (Þýskaland); El sec- reto de sus ojos (2009) (Argentina); Un prophète (2009) (Frakkland) og La teta asustada (2009) (Perú). Að vísu kynnti ég þýsku myndina, Hvíta borðann, hér á síðunni fyrir skömmu, hinar eru lok- uð bók. Ajami. Leikstjórn og handrit: Scandar Copti og Yaron Shani. Virðist ein- staklega áhugavert spennudrama sem gerist í níðfátæku úthverfi Jaffa-borgar í Ísrael. Það er vafasamur staður þar sem ofbeldi getur blossað upp af minnsta til- efni. Það er nóg af því í myndinni sem segir fimm sögur úr hverfinu sem byggt er kristnum, gyðingum og múslimum hlið við hlið. Myndin hefst á því er arabagengi myrðir rangan pilt af gyð- ingaættum og fjallar síðan um eft- irhreyturnar sem varpa ljósi á kynþát- taátökin og trúarbragðastríðið í hnotskurn. Hún sýnir einnig hvers vegna þessum trúarhópum er fyr- irmunað að búa saman í sátt og sam- lyndi. El Secreto de Sus Ojos (Leyndarmál augna þeirra). Leikstjóri: Juan José Campanella. Hann er kunnur fyrir myndir sínar um roskna Argentínubúa á ofanverðri síðustu öld, líkt og Son brúðarinnar – El Hijo de la Novia, (2001), sem fjallaði um sjúkdóma og vandamál ellinnar. Campanella er enn á svipuðum slóðum en nýja myndin þykir einkar áhugaverð blanda gamans og al- vöru með stjórnmálakreppu 6. áratug- arins í bakgrunni. Í hina röndina fjallar hún um morð á eldri konu og leiðir áhorfendur fram og til baka um tímabil sem spannar 30 ár. Aðalpersónuna, Benjaamin, roskinn starfsmann við dómskerfið, leikur Ríkardo Darin sem margir þekkja úr Nine Queens. Benjam- in ákveður að skrifa sögu konu sem var naugað og drepin árið 1975, og fjandinn er laus. Un prophète (Málsvari). Leikstjóri: Jacques Audiard. Malik El Djebena (Tahar Rahim), sem er af norðurafrísku bergi brotinn, er dæmdur í sex ára fangelsi. Hann er aðeins 19 ára, ómenntaður, hvorki læs né skrifandi. Þegar hann kemur inn fyrir múrana virðist hann veikburða og brothættari en samfangar hans. Malik er tekinn undir verndarvæng Korsíkugengisins sem ræður innan veggja og fær hann til að taka að sér ýmis „verkefni.“ Þau herða piltinn sem vex í áliti hjá foringja gengisins. En Malik er hugaður og klár og leggur sín eigin plön í einrúmi. La teta asustad (Mjólk sorgarinnar) Leikstjóri: Claudia Llosa. Fausta (Magaly Solier), er þjáð af veikindum sem hún hefur drukkið í sig með móðurmjólk- inni og ganga undir nafninu „Sorg- armjólk.“ Sjúkdómurinn er þó ekki til- kominn vegna sýkla eða sýkingar, hann er ástand sem þær konur eina líða fyrir sem var nauðgað eða misþyrmt á annan hátt á tímum hryðjuverka stríðsátak- anna sem ríktu í landinu. Fausta er engu síður lifandi áminning um djöf- ulskap þeirrar ógnaraldar. Das weisse Band – Eine deutsche Kindergeschichte (Hvíti borðinn). Leik- stjóri: Michael Haneke. Myndin, sem reynir að grafast fyrir um ástæður þess að landið varð nasismanum auðveld bráð, var rækilega kynnt hér á síðunni fyrir skömmu. Ísraelska kvikmyndin Ajami virðist einstaklega áhugavert spennudrama. Hverjar bítast um bestu erlendu mynd ársins? Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is UNDANFARNA mánudaga hefur breski gleðigjafinn og þúsundþjalasmiðurinn Stephen Fry, gert sér lítið fyrir og bjargað þeim frá sínum hefðbundnu leiðindum. Þetta afrekar hinn bráðskemmtilegi, stóri og skarpi Fry með sjónvarpsþáttunum Stephen Fry in America. Þeir verða 6 talsins og komið að þeim fjórða nk. mánudag. Líkt og starfsbróðir hans, Michael Palin, fer Fry sínar eigin leiðir í þáttunum, skoðar þau Bandaríki sem hafa heillað hann frá barnæsku og liggur ekki á því sem honum mislíkar. Fry kann einkar vel að meta fjölbreytnina sem Ameríka býður upp á og fer ekki hefð- bundnar leiðir á yfirreið sinni um ríkin 50 (hann er kominn að Klettafjöllunum á vesturleið). Sýnir okkur vissulega þekkta staði en ekkert síður þá látlausari, sem fara almennt fram hjá „fræðingunum“. Hann bregður sér niður í kolanámur, veiðir gegnum ís, kíkir inn á rómaðar blúsbúlur, siglir um Mississippi-móðu í kjölfar Stikilsberja-Finns, ekur um Chi- cago með engan annan en meistara Buddy Guy sér við hlið í enska leigubíln- um sem er aðalfararskjóti hans um víð- áttur Norður-Ameríku. Og þá er aðeins fátt eitt talið. Annars hefur Fry mörgum hlutverkum að gegna í listaheiminum, sjónvarpið sýnir aðeins einn lítinn þátt af sköp- unargleði þessa sífrjóa húmorista, leik- ara, rithöfundar, lífsnautnamanns, það eru fá svið sem eru honum óviðkomandi. Ég mæli eindregið með sjálfsævisögum hans (Moab is My Washpot og hin óborg- anlega Making History), sem eru ekki síður fyndnar og notalegar aflestrar en minningar Davids Niven og Michaels Caine. Fry hefur leikið talsvert á sviði og af kvikmyndunum sem hann hefur komið fram í ber Wilde af þeim öllum. Þá er hann eftirsóttur upplesari inn á hljóð- bækur, las t.d. allar bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter. Fry er rösk- lega fimmtugur og hefur búið með Daniel Cohen síðustu 15 árin. Það hefur frést af nýjum sjónvarps- þáttum, einar tvær bækur eru í smíðum og hann er eftirsóttur á sviði, jafnt sem uppistandari og dramatískur leikari og einar 7 myndir eru á leiðinni. Engin furða þó að landar hans kalli Fry „þjóð- argersemi.“ saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndafréttir Hinn fjölhæfi Stephen Fry Bjargvætturinn góði Stephen Fry. Sunnudagur 14.02. Stöð 2 BÍÓ kl. 22:10 Áhrifamikil kvikmyndagerð metsölubók- arinnar Flugdrekahlauparans, eftir afganska höfundinn Khaled Mosseini. Segir af brott- fluttum Afgana sem er í góðri stöðu í New York þegar fortíðin kallar á hann og minnir á hver hann er og hvaðan hann kemur. Ádeila, spennumynd og vel gerð saga af fjarlægri veröld sem skilar sér ásættanlega á tjaldið. Bókin var stormandi metsölubók hér sem annarsstaðar. Leikstjóri: Marc Forster. Aðal- leikarar: Khalid Abdalla; Atossa Leoni; Sa- yed Jafar Masihullah Gharibza. bbbm Flugdrekahlaup- arinn – The Kite Runner Laugardagur 13.02. RUV kl. 21.15. Banda- rísk bíómynd frá 2007. 16 ára stúlka sem verður ófrísk tekur óvenjulega ákvörðun um ófætt barn sitt. Leikin af Page sem á ríkan þátt í þessum listræna og efnahagslega sig- urvegara, hún er leikkona af guðs náð, sama má segja um handritshöfundinn Diablo Cody (fékk Óskarinn.) Vandi Page í framtíðinni verður fólginn í að fá hlutverk við hæfi. Þessarar sérstæðu og hæfileikaríku leikkonu, sem minnir á Audrey Hepburn og Noomi Rapace. Cera vinnur á þegar líða tek- ur á myndina og J.K. Simmons, sem faðir Juno, er óvæntur senuþjófur líkt og í Thank You for Smoking. Garner, Bateman og Jan- ney fylla vel út í myndina sem sannarlega lýsir upp bíótilveruna. Leikstjóri er Jason Reitman. Aðalleikarar: Ellen Page, Michael Cera, Jennifer Garner, Jason Bateman og J.K. Simmons. bbbbm Myndir vikunnar í sjónvarpi Juno Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.