SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 21
14. febrúar 2010 21 RÉTTUR sjúklings yfir 18 ára aldri og vilji aðstandenda stangast oft á og hindrar sjúkrahússtarfsfólk í að veita aðstandendum þá aðstoð sem þeir óska. Þetta segir Guðrún Eggertsdóttir sjúkrahúsprestur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Þetta skapar vissa klemmu. Sjúklingurinn ræður hvaða upplýs- ingar eru veittar um hann og oft vill hann halda öllu leyndu, á meðan að- standendur eru jafnvel allir af vilja gerðir til að hjálpa en fá ekki þær upp- lýsingar sem þeir þyrftu með.“ Hendur starfsfólks séu bundnar og lítið hægt að gera sé ekki farið fram á sviptingu sjálfræðis. „Einstaklingar eru ekki lagðir inn gegn vilja sínum nema með því að svipta viðkomandi sjálf- ræði, jafnvel þegar innlögn væri besta lausnin. Sviptingu sjálfræðis er hins vegar ekki beitt nema í algjörum undantekningartilvikum.“ Um 10% þeirra sjúklinga sem lagðir eru inn á gjörgæslu eftir sjálfsvígstilraun eru látin innan þriggja ára og flestir falla fyrir eigin hendi að því er fram kemur í rannsókn sem birt var í nýjasta hefti Læknablaðsins um sjálfsvígstilraunir meðhöndlaðar á gjörgæsludeildum Landspítala árin 2000- 2004. Að sögn Guðrúnar hafa þessar tölur tekið litlum breytingum frá því hún fjallaði um efnið 1997. „Í raun hefur lítið breyst,“ segir hún, spurningin sé hvað hægt er að gera. Veikir ein- staklingar veigri sér oft við að nýta sér þjónustu. Þar gætu aðstandendur hjálpað, en þeir viti ekki alltaf af meðferðinni, sem þeim gæti jafnvel í sumum tilfellum boðist að taka þátt í. Í öðrum til- fellum er vandinn margþættari. Reiði út í skilningsleysi kerfisins Guðrún hefur unnið mikið með aðstandendum einstaklinga sem framið hafa sjálfsvíg og segir reiði vegna skilningsleysis kerfisins algenga. „Fólk er búið að reyna allt hvað það getur, en kerfið út- skrifar sársjúka einstaklinga og vinnur ekki með þeim. Þetta er mörgum erfitt að takast á við eftir að sjálfsvíg hefur átt sér stað, en aðstandendur þurfa að sættast við að geta ekki tekið fram fyrir hendurnar á ástvini eða breytt ákvörðun sem jafnvel leiðir til dauða.“ Sjálf myndi hún vilja sjá viðhorfsbreytingu eiga sér stað innan heilbrigðis- og menntakerfisins og raunar þjóðfélagsins alls. „Við þurfum að kenna ungu fólki að það er eðlilegt að stundum líður manni illa, að það sé hægt að vinna úr þessum tilfinningum og fá stuðning í slíkum aðstæðum. Fólk lokast nefnilega oft inni í vanlíðan sinni og hugsuninni um að losna við sársaukann. Ungt fólk þyrfti að vita af tengiliðum sem það getur leitað til og að það sé eðlilegt að leita stundum hjálpar, það tel ég mun gagnlegra en að grípa í taumana eftir að sjálfsvígstilraun hefur verið gerð.“ Lokast inni í eigin vanlíðan Guðrún Eggertsdóttir Það er sárt til þess að hugsa að margir þeir sem ætla að taka eigin líf, en mistekst eða hætta við, eru því fegnastir eftir á að hafa snúist hug- ur. „Sjálfsvígsþankagangur er oftast tímabund- ið ástand, segja margir sem hafa sloppið. Við- komandi vill innst inni ekki deyja, heldur binda enda á þjáningar sínar hér og nú,“ segir viðmæl- andi sem ekki vill láta nafns síns getið. Sonur hennar framdi sjálfsvíg fyrir nokkrum árum, eftir að hafa reynt slíkt einu sinni áður. Hún gagnrýnir afskiptaleysi og kulda kerfis- ins. Þörf sé á ferli sem fari sjálfkrafa í gang og aðstoði við að vinna úr þessum lífshættulegu aðstæðum. Sonur viðmælenda míns var í kringum tvítugt er hann reyndi fyrst að svipta sig lífi. Hann var alla tíð brosmildur og kátur krakki en féll svo um þetta leyti ofan í þunglyndi sem olli fjölskyldunni miklum áhyggjum, þó ekki hafi hvarflað að nein- um að hann reyndi að fyrirfara sér. „Við vorum búin að vaka yfir honum í marga sólarhringa og vorum örmagna.“ Reynt var að ná sambandi við heimilislækninn, sem ekki hafði samband fyrr en eftir sjálfsvígstilraunina. „Hann var næstum mannslífi of seinn,“ segir hún. Vissi ekki hvert ég átti að snúa mér „Þegar við hjónin áttuðum okkur á því að sonur okkar hafði reynt að svipta sig lífi en hætt við, frusum við bara og vissum ekkert hvert við átt- um að hringja eftir hjálp. Fyrst höfðum við sam- band við geðdeild, en sú var lokuð fyrir neyðar- hjálp nema á dagvinnutíma, og okkar var vísað á neyðarmóttöku þar sem okkur var sagt að koma bara með drenginn niður eftir. Ég var ekki spurð hvort hann væri illa á sig kominn eða hvort við treystum okkur til að koma með hann. Það var eins og enginn áttaði sig á hversu lam- andi þessar aðstæður geta verið.“ Sami kuldi einkenndi flest hennar kynni af geðheilbrigðiskerfinu. „Ég var með honum allan tímann niður frá, en þar var bara asi og erill og enginn gaf sér tíma til að setjast niður og út- skýra málin.“ Í kjölfarið var drengurinn lagður inn á læsta geðdeild. „Þar lá hann í hálfgerðu reiðileysi í nokkra daga, til að jafna sig eins og það heitir. Á fjölskyldufundi sagði geðlæknirinn við hann: „Jæja, nú skulum við bara gleyma þessu. Það er ekki gott fyrir ferilskrá þína að fólk frétti af þessu. Nú reynum við að horfa fram á við og vera jákvæðir.“ Foreldrarnir eru enn á báðum áttum um það hvort geðlæknirinn hafi Það eiga ekki allir að þurfa að finna upp hjólið þarna verið að tala niður til drengsins eða hvort þessari læknisaðferð sé raunverulega beitt og benda á að tilgangslítið sé að segja manneskju að vera jákvæð, sem sé of veik til að sjá tilgang- inn með meðferðinni. Í kjölfar legunnar á geðdeild fengu þau þann úrskurð að drengurinn væri með geðhvörf. Eng- ar upplýsingar fylgdu hins vegar um sjúkdóm- inn. Drengnum var vísað á geðlækni og málið var þar með úr þeirra höndum, en líkt og þau komust að nokkrum árum síðar hundsaði hann alla þá meðferð sem honum bauðst. Áhyggjurnar sem hvíldu á fjölskyldunni í kjöl- far sjálfsvígstilraunarinnar voru engu að síður miklar og þau voru lengi með soninn í gjör- gæslu. „Þetta er ekkert sem maður gleymir. Þetta hékk yfir okkur eins og sverð í tvinna- spotta allan tímann.“ Ábyrgðin sem á aðstand- endum hvílir er enda gífurleg. Sú leið sem Svíar hafa farið og Sigurbjörn Kárason læknir á gjör- gæsludeild kynnti í fréttum RÚV, veki því von um að læknar sjái um eftirfylgni sjúklinga eftir sjálfsvígstilraunir. Aðstandendur hafa mikla þörf fyrir aðstoð, t.a.m. upplýsingagjöf og ráðgjöf og það sama gildir um þá sem missa ástvin í kjölfar sjálfs- vígs. „Þetta er stór hópur og það er í hæsta máta undarlegt að hver og einn þurfi að finna upp hjólið ofan í þá miklu sorg sem hann er að takast á við.“ Samtök syrgjenda á borð við Nýja dögun hjálpa vissulega, en þar starfa sitt á hvað sérfræðingar og leikmenn og slík samtök skortir regnhlíf fagaðila yfir sitt góða starf. „Það þarf að vera til öryggisnet hvort sem er á vegum Landlæknisembættisins eða Kirkjunnar, sem grípur þig og beinir í réttan farveg, því sorgin er svo djúp að sú tilfinning að manni þyki sem maður sé að missa vitið telst ekki óeðlileg.“ Sjálfsvíg og tilraunir til sjálfsskaða 10% lögðust inn oftar en einu sinni 61% höfðu gert alvarlega sjálfsvígstilraun 10% sjúklinga létust á 3-7 ára eftirfylgnitímabili einstaklingar voru að meðaltali lagðir inn á gjörgæsludeildir Landspítalans vegna alvarlegra sjálfsvígstilrauna á tímabilinu. Svarar það til 4% heildarinnlagna á gjörgæsludeildir 50 hafa að meðaltali fallið fyrir eigin hendi á ári sl. 10 ár35 einstaklingar sem gerðu tilraun til sjálfsvígs eða sjálfsskaða komu á bráðadeild Landspítalans ár hvert á tímabilinu 2000-2004. 500 Morgunblaðið/Golli við alvarlega geðsjúkdóma og fíkn að stríða. Slík- ar tölur nái væntanlega aðeins yfir þá sem fái innlögn á gjörgæslu eða geðdeild. „Það ömurleg- asta sem hægt er að gera er að koma þeim mis- vísandi skilaboðum til þjóðfélagsins að þeir sem falla fyrir eigin hendi séu geðsjúkir fíklar sem eigi sér ekki viðreisnar von. Í því felst engin forvörn eða upplýsandi fræðsla og ýtir undir fordóma. Hópurinn sem lendir á gjörgæslu heima er of stór.“ Þeir sem hún þekki til hafi verið hæfi- leikaríkir einstaklingar með mikið að gefa og skilji eftir sig stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Hefðu seint losnað við hræðsluna Upplýsingagjöf heilbrigðiskerfisins er líka gagnrýniverð að mati Ingi- bjargar. Þörf sé á ráðgjöf fyrir aðstandendur strax og þeir koma í hús– þó ekki sé nema til að ræða við þá um við hverju megi búast á komandi dögum, vikum og mánuðum. Þekkt sé t.d. að einstaklingar sem reynt hafa sjálfsvíg og eru að ná sér á strik aftur eru í mikilli hættu á þeim tíma er talið er að allt sé að verða gott á ný. Sjálfri var henni eingöngu sagt að reyna að láta Lárusi líða vel og setja sig í samband við þann sérfræðing sem hann var hjá, sem ekki reyndist hægt að ná í á þessum tíma. Málið lagðist þungt á alla fjölskylduna sem var með soninn í gjörgæslu allan sólarhringinn. Sömu sögu segja flestir aðstandendur einstaklinga sem reyna sjálfsvíg. „Hann mátti varla andvarpa, við vorum alltaf hrædd og þorðum varla að sofna.“ Orð Sigurðar Páls í sama viðtali um að þörf sé á frekari aðstoð frá fjölskyldum einstaklinganna eiga því sjaldnast við. „Stærstur hópur aðstandenda er með þessa einstaklinga í gjörgæslu heima hjá sér dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman, því annað stendur ekki til boða.“ Sjálf efast Ingibjörg um að þau hefðu nokkurn tímann losnað við hræðsluna sem sjálfsvígstilraunin vakti, en tveimur mánuðum síðar tók Lárus líf sitt. Sorgin sem þá tók við var lamandi og stuðningur vina og fjölskyldu skipti miklu, sem og sú mikla aðstoð sem séra Sigrún Óskarsdóttir prestur í Árbæjarkirkju hefur veitt þeim. Slíkur stuðningur er þó ekki sjálfgefinn. „Ég var með brjóstsviða og frosin af kulda í sjö mánuði vegna áfallsins. Ég skalf kappklædd og hafði ekki hugmynd um hvers vegna.“ Eðlilegt sé að fólki í þessum aðstæðum finnist það vera að missa vitið. Sá stóri hópur fólks sem staðið hefur í sömu sporum og Ingibjörg og hún komst í samband við reyndist henni mikil hjálp. En hún vinnur nú að því að rita sögur aðstandenda nokkurra einstaklinga sem fallið hafa fyrir eigin hendi og ber bókin heitið Eins er ástin sem ég til þín ber óendanleg. „Hún er hugsuð í minningu þessara einstaklinga, sem og til að upplýsa og fræða fólk um hvað maður gengur í gegnum, þær erfiðu tilfinningar sem takast þarf á við og hvað við getum gert til að reyna að styrkja okkur á þessum hrikalegu tímum. Því enginn sem ekki hefur upplifað þennan missi getur ímyndað sér hvað hann er sár.“ Ingibjörg Baldursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.