SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 20
20 14. febrúar 2010 I ngibjörg Baldursdóttir var hrædd, óörugg og ráðalaus er hún fylgdi syni sínum í sjúkrabíl niður á Landspítala í 26. apríl 2008. Hann hafði gert tilraun til að svipta sig lífi, tvítugur að aldri, og var með- vitundarlítill er komið var niður á spítala. „Mér fannst ákaflega lít- ið gert úr aðstæðum hans þarna og sjálf var ég eins og illa gerður hlutur,“ segir Ingibjörg, en Lárus sonur hennar féll fyrir eigin hendi tveimur mánuðum síðar. Ekki hafi verið laust við að andinn væri sá að verið væri að sóa dýrmætum tíma starfsfólks. „Mér var sagt að þetta væri ekki al- varlegt og hann myndi ná sér að fullu, en á svona stundu felst lítil hugg- un í slíkum orðum.“ Hún minnist þess að hafa snúið sér að lækni sem skoðaði son hennar og spurt hvað hún ætti að gera. „Ég vissi ekki einu sinni að hverju ég ætti að spyrja og hann yppti bara öxlum.“ Í kjölfarið hefur henni oft orðið hugsað til þess að tilfinningagreind skipti ekki minna máli en fagleg þekking á vinnustað eins og bráða- móttöku sjúkrahúsa og minnir á þann stóra hóp einstaklinga sem aldrei kemst lengra en inn á bráðadeild í kjölfar sjálfsvígstilraunar. „Við vorum ekki að koma inn með fótbrot, ég fékk meiri athygli þegar það gerðist. Þetta var spurning um líf og dauða og ég hélt að ekki væri hægt að verða miklu hræddari en ég var á þessari stundu.“ Sama á væntanlega við um flesta sem í þessum sporum lenda. „Á svona stundu þarf fólk að fá fag- legan stuðning og fá upplýsingar um hvað best sé að gera.“ Ingibjörg fagnar rannsókn á sjálfsvígstilraunum sem birt er í nýjasta hefti Lækna- blaðsins, en gagnrýnir að upplýsingar skorti um afdrif þess stóra hóps sem fer beint heim af bráðamóttöku. Er full alvara með tilrauninni Nokkrum klukkustundum síðar var sonur hennar útskrifaður og er hún ósátt við hvernig að því var staðið. Ákvörðunin var í höndum eins manns, ekki teymis, og hvergi leitað annars álits. „Ég var tilbúin að telja Lárusi hughvarf og fá hann til að dvelja áfram á spítalanum og þiggja þá aðstoð sem var í boði. Ég átti hins vegar ekki von á að þurfa að telja geð- lækninum hughvarf um að senda son minn ekki heim.“ Sá hafi verið óhagganlegur. „Hann sagðist hafa látið hann lofa sér að gera þetta ekki aftur og þar með var hann útskrifaður.“ Lárus beið hennar síðan fyrir utan spítalann er hún kom að ná í hann og er heim var komið svaf hann nánast samfellt í tvo sólarhringa. „Hann var máttlítill og aumur. Hann var svo sannarlega ekki að leita eftir at- hyglinni sem þessu fylgdi, heldur leið honum bara skelfilega illa.“ Sama á efalítið við um marga aðra sem lendi í hans sporum. „Þessu fólki líður verulega illa, en er samt sent beint heim enn kvíðafyllra og þarf í ofan- álag að horfast í augu við ástvini sína og afleiðingar gjörða sinna.“ Fæstir, úr þeim stóra hópi aðstandenda sem hún kynntist í kjölfar sjálfsvígs Lár- usar, áttu ástvin sem var metinn nógu veikur til að innlagnar væri þörf. „Allt þetta fólk var í vinnu, átti fjölskyldu, átti ekki í vímuefnavanda og var ekki félagslega einangrað,“ segir Ingibjörg og gagnrýnir þau orð Sigurðar Páls Pálssonar, geðlæknis og eins höfundar rannsóknarinnar, í fréttatíma RÚV um síðustu helgi að sjálfsvígin séu flest hjá þeim sem eiga Sólarhrings gjörgæsla á heimilinu Að meðaltali lögðust um 50 einstaklingar árlega inn á gjörgæsludeildir Landspítalans vegna alvar- legra sjálfsvígstilrauna á árabilinu 2000-2004. Sá hópur sem kemur á bráðadeild spítalans í kjölfar sjálfvígstilraunar eða sjálfsskaða er hins vegar mun fjölmennari og áhyggjur aðstandenda ekki minni. Lítil, sem engin, aðstoð virðist þó standa þessum hóp til boða og fólk er með ástvini í gjör- gæslu heima vikum og jafnvel mánuðum saman. Fréttaskýring Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.