SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 25
14. febrúar 2010 25 Bjarnasonar sem ráðherra að ráða mig sem for- stöðumann á Litla-Hrauni. Ég er mjög fegin að Björn treysti mér fyrir þessu verkefni. Mig langaði að taka þetta starf að mér og á þeim tveimur árum sem ég hef gegnt því hef ég þroskast í starfi.“ Umgengst þú fanga daglega? „Já. Ég reyni að þekkja hvern einasta mann með nafni og vita eitthvað um bakgrunn hans því betr- unarstarf getur ekki átt sér stað öðruvísi en að reynt sé að finna hæfileika hvers einstaklings fyrir sig svo hægt sé að rækta þá. Það næst ekki allt fram með boðum og bönnum. Sem betur fer hefur stefnan í fangelsismálum breyst mjög mikið og menn eru meðvitaðri um það en áður að fangelsi er ekki bara geymslustaður heldur á fangelsisvist að vera betrun. Mér finnst það stórsigur þegar ein- staklingur fer út frá okkur tilbúinn til að takast á við samfélagið með öðrum hætti en hann gerði áð- ur.“ Ef maður trúir á betrun en ekki refsingu þá hlýtur maður að trúa á að það góða sé meira ríkjandi í fólki en það illa. „Já, og hafi ég verið sannfærð um það áður en ég fór í þetta starf þá er ég enn sannfærðari núna. Auðvitað finnast einstaklingar sem ómögulegt er að snúa frá rangri braut en þeir eru þá yfirleitt búnir að stórskemma sig á fíkniefnaneyslu. Á Litla-Hrauni er meðferðarstarf sem hefur skilað stórkostlegum árangri. Það er líka hugað að því að mennta fanga, tveir fangar útskrifuðust sem stúdentar um jólin og sýndu frábæran náms- árangur og það stefnir í að að minnsta kosti einn fangi muni útskrifast í vor. Áhuginn fyrir því að læra er að aukast hjá föngum. Flestir þessara drengja hafa flosnað upp úr námi í grunnskóla og því þarf oft að byrja námið svo að segja frá grunni. Í fangelsinu er svo þó nokkuð um námskeiðahald. Í tæpt ár hefur til dæmis verið stunduð þar silf- ursmíði þar sem fangar smíða hringa, hálsmen og eyrnalokka. Þeir taka hraun sem er við Bláa lónið, bræða það upp með gasi og búa til hraundropa og smíða silfur utan um. Þetta eru þvílíkir listamenn og sá sem leiðbeinir þeim er agndofa yfir því hvað þeir búa til fallega gripi.“ Fangar styðja Fangavaktina Af þessum lýsingum má ráða að þú sért í mjög gefandi starfi. „Fólk verður mjög hissa þegar ég segi að það sé gaman að vinna á Litla-Hrauni, en það er mjög skemmtilegt. Auðvitað koma erfiðir tímar sem taka sinn toll af starfsfólki en það koma líka afar gefandi tímar. Það er mikið verk að vinna því fangelsin eru yfirfull og tvímennt er í klefa. Mögu- leikar til umbunar fyrir góða hegðun eru mjög litl- ir. Allnokkur hluti fanganna, tæplega þriðjungur, eru erlendir ríkisborgarar og fæstir þeirra tala önnur tungumál en sitt eigið, þannig að fangelsið er eins konar alþjóðlegt samfélag, sem er á vissan hátt flókið. Í heildina er þetta málaflokkur sem þarf að sinna mun betur en gert hefur verið. Fangelsinu á Skóla- vörðustíg ætti að vera búið að loka fyrir mörgum árum og það sama á við um kvennafangelsið í Kópavogi því aðstæður á þessum stöðum eru ekki nægilegar góðar. Því miður hafa konur ekki sömu tækifæri innan fangelsanna og karlar. Deildaskipt- ing er til dæmis ekki möguleg í Kópavogsfangels- inu og möguleikar til að flytja konur í opnari úr- ræði eru litlir. Ég fullyrði að það er ekki hægt að reka fangelsiskerfið eins vel og gert er í dag nema vegna þess að þar er frábært starfsfólk sem sinnir starfinu af hugsjón, því ekki trekkja launin! Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því að það er skortur á aðstoð við aðstandendur, sem brotna oft þegar einhvern þeim nákominn fremur alvarleg afbrot. Það er einnig áhyggjuefni hversu lítið er hugað að fórnarlömbum afbrota og aðstandendum þeirra.“ Hinir frábæru þættir Fangavaktin voru teknir upp að stórum hluta á Litla-Hrauni. Það hlýtur að hafa sett sinn svip á fangelsislífið. „Fagfólkið sem stóð að Fangavaktinni er ein- stakt og á aðdáun allra á Litla-Hrauni sem áttu samskipti við það. Þetta fólk kom fram við starfs- fólk og fanga af mikilli virðingu og frumsýndi fyrstu tvo þættina af Fangavaktinni á Litla- Hrauni. Fangarnir horfðu svo á alla þættina í sjón- varpi og sömuleiðis á endursýningar. Fangavaktin fékk fjölda tilnefninga til Eddunnar og á stuðning okkar allra á Litla-Hrauni. Vonandi verður svo einhver til þess að koma með kvikmyndina Bjarn- freðarson og sýna hjá okkur því ekki fara strák- arnir mínir í bíó.“ Hvað heldurðu að þú verðir lengi í þessu starfi? „Ég er ráðin til fimm ára. Ég vakna klukkan sex á morgnana og hlakka til að fara í vinnuna. Þannig hefur það verið allt frá því ég tók við starfinu. Ef ég hætti að sinna þessu starfi af lífi og sál þá vona ég að einhver verði til að benda mér á að ég eigi að fara að gera eitthvað annað.“ Morgunblaðið/Golli Blæbrigði vatnsins er fagurlega myndskreytt bók um sögu vatnslitamálunar á Íslandi. Í ítarlegri umfjöllun rekur Aðalsteinn Ingólfsson sögu þessa listforms síðustu 130 árin. Hér eru einkenni vatnslitanna dregin fram sem og fjölbreytileiki þeirra. Bókin er ein stærsta úttekt sem gerð hefur verið á íslenskri vatnslitalist og geymir myndir af verkum yfir 60 listamanna. Bókin sem unnin er í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur kemur út samhliða samnefndri sýningu á Kjarvals- stöðum. Þetta verk ætti enginn listunnandi að láta fram hjá sér fara. Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.