SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 39
14. febrúar 2010 39 L undur er borg á Skáni í Suður- Svíþjóð og hér snýst lífið mikið um Lundarháskóla sem er stærsti háskóli á Norðurlöndunum og má segja að borgin hafi byggst upp í kringum háskólann síðan hann var stofnaður 1666. Mað- ur finnur vel fyrir því á sumrin hversu stór þáttur háskólinn er í bæjarlífinu þar sem bærinn fær ansi rólegt yfirbragð þegar um það bil fimmtíu þúsund nemendur hverfa til síns heima á sumrin eða um helmingur borgarbúa. Þá minnir Lundur mann kannski helst á Akureyri. Einfaldleiki er það sem einkennir Lund, fólk kann því vel að ferðast á milli staða á hjólum og ekki er óal- gengt að sjá viðskiptajöfra í jakkafötum jafnt sem nemendur þeytast um á hjólum. Þar sem hjól eru að- alsamgöngumáti bæjarbúa eru hjólastígar og -leiðir til fyrirmyndar og er ástæðan kannski sú að Lundur er þéttbyggður bær og lítið um brekkur og því þægilegt að fara á milli á hjólum. Það er ekki laust við að það sé hreinlega mannbætandi að hjóla um gróin svæði Lundar og má segja að það séu hrein lífsgæði að geta notað hjólið sem samgöngutæki í stað bíls. Lundur er vel gróinn staður og stór falleg tré setja óneitanlega mikinn svip á bæjarlífið á sumrin. Lund- argård er einn þekktasti garður Lundar, þar stendur elsta bygging háskólans umvafin fallegum trjám og yndislegum magnólíublómum á vorin. Við hlið þessa garðs trónir síðan undarlega grálituð dómkirkjan sem var vígð árið 1145 og er vinsælasti ferðamannastað- urinn hér enda er þetta sérstakur staður með mikla sögu. Miðbær Lundar er lítill og auðvelt er að komast leið- ar sinnar gangandi. Töluvert er af verslunum, veit- ingastöðum og kaffihúsum í kringum aðaltorgið, Stor- torget, sem og á götunum sem liggja út frá því. Matarmenning á veitingastöðum Lundar er lituð af því fjölþjóðasamfélagi sem hér er og hægt er að fá mat frá öllum heimshornum. Háskólinn í Lundi er í góðum tengslum við við- skiptalífið og hér blómstra stór fyrirtæki. Þar ber helst að nefna Sony Ericsson og Tetra Pak sem eru fyr- irferðarmikil í borginni ásamt háskólasjúkrahúsinu. Mikil þekking og reynsla býr því hér á ekki svo stóru landsvæði þar sem skólinn og fyrirtækin kjósa að sitja þétt saman til að mynda sem sterkustu tengslin. Þá hefur Evrópusambandið ákveðið að hleypa af stokk- unum tveimur mjög stórum samevrópskum rannsókn- arverkefnum í Lundi 2012 sem kallast ESS og MAX IV og snúast um rannsóknir á nifteindum. Þessi verkefni eru gríðarlega stór og áætlað er að allt að 35.000 manns flytji til Lundar á næstu árum vegna þeirra og því má búast við mikilli uppbyggingu hér á næstu ár- um. Í Lundi búa margir Íslendingar. Það er gott að geta átt samneyti við samlanda sína þegar langt er heim. Margir búa þar sem ég bý í Norður-Lundi á svæði sem við heimamenn köllum „Kjammann“. Hér er þétt fé- lagsnet Íslendinga og fyrirbæri eins og félagsmiðstöðin Fagrihvammur, knattspyrnufélagið Tungur Knivur og saumaklúbburinn Húsmæðramafían þrífast vel. Að búa á Kjammanum verður helst lýst sem langri sumarbústaðardvöl með góðum vinum. Hér stekkur fólk á milli bústaða oft á dag til að fara yfir stöðuna og matarboð eru mikið stunduð, þannig að ekki er óvanalegt að fólk bjóði eða sé boðið nokkrum sinnum í viku í mat. Á þennan hátt má segja að maður kynnist vinum með nánari og allt öðrum hætti en heima á Ís- landi. Fólk hefur einhvern veginn meiri tíma fyrir hvað annað og samkeppnin sem er hluti af kapphlaup- inu heima á Íslandi er ekki til staðar. Póstkort frá Lundi Ragnar Fjalar Sævarsson Að búa á Kjammanum verður helst lýst sem langri sum- arbústað- ardvöl. sem fólkinu fannst stórkostlegt. Þar gripu þeir Friðrik til þess ráðs að reisa brú á milli rútunnar og bátsins sem fer um lónið þannig að hægt var að keyra hjólastólana beint um borð í bátinn. Það mun ekki hafa verið gert áður en tókst vel og Friðrik segir uppátækið hafa vakið mikla athygli ann- arra ferðamanna. Margir hafi verið boðnir og búnir til að aðstoða. Friðrik nefnir líka sérsaklega Sam- gönguminjasafnið á Ystafelli í Þingeyj- arsýslu, sem Sverrir Ingólfsson hefur byggt upp af miklum myndarskap. „Hann er sjálfur í hjólastól þannig að hinir er- lendu gestir upplifðu heimsókn þangað sem mjög sérstaka. Þeim fannst gaman að koma á safnið og Sverri fannst gaman að fá fólkið í heimsókn.“ Friðrik segir störf í ferðaþjónustu gríð- arlega mikilvæg fyrir samfélagið og marg- feldisáhrifin mikil. Hann ítrekar að víða sé hægt að gera margt án þess að það kosti mikla peninga. Svo er talað um perlur … Ástandið við Gullfoss og Geysi segir hann afar slæmt. „Við Gullfoss er oft ekki gang- andi vegna þess hve drullusvaðið er mikið þegar rignir og að vetri til á fólk stundum erfitt með að standa þegar hált er, og getur slasast.“ Hann segir það hljóma fáránlega að á hótelinu á Geysissvæðinu sé skortur á heitu vatni. „Þeir mega ekki taka heitt vatn á svæðinu! Það getur enginn tekið af skarið hvað á að gera við Geysissvæðið, ekki frekar en hvað á að gera við Reykja- víkurflugvöll.“ „Ég hef oft velt því fyrir mér að fá ein- hverja vini mína til þess að gefa 50 þúsund krónur hver til þess að kaupa nokkra vörubíls- farma af möl og sturta niður við Gullfoss. Það þarf ekki meira til að laga aðstæður þar. Og svo mokar enginn snjó á Geysissvæðinu og enginn sandber stígana. Svo er talað um perlur. Þetta er ekki boðlegt!“ Friðrik segir sjálfsagt mál að innheimt verði smávægilegt gjald fyrir aðgang að helstu ferðamannastöðum landsins. Út- lendingum fyndist örugglega ekkert at- hugavert við það. „Það er ekkert að því að innheimta nokkra dollara þegar fólk skoðar þessa staði, en þá þurfa líka að vera landverðir til staðar, fólk í huggulegum fötum sem tekur á móti fólki og er til að- stoðar.“ Friðrik segir fólk skiljanlega orðið þreytt á daglegum fréttum um að 10 millj- arðar hafi tapast hér og 20 þar og blása þurfi til sóknar. „Ég fullyrði að það þarf 100 milljónir króna að hámarki til þess að byggja upp aðstöðu á ýmsum stöðum sem gæti skilað fimm milljörðum til baka. Það á ekki að þurfa að ræða þessa hluti. Það þarf engar nefndir; bara að drífa þessu. Við í grasrótinni sjáum að þetta er borðleggj- andi.“ Það er fagurt við Goðafoss en ekki auðvelt að komast um í hjólastól. stól. ’ Fólk sem ferðast til Ís- lands leitar að einlægni og ein- faldleika. Fólk vill ekki trúa því að við séum að verða eins og allir hinir … Gangstéttarhellur komu sér oft vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.