SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 17
14. febrúar 2010 17 að semja ritgerð um pólitísk átök á sturlungaöld. Hann ráðlagði mér ekkert um frásagnarháttinn, þótt Vésteinn ráðleggi Markúsi að halda dagbók. Það að hitta þennan sagnfræðing og gamla vin, sem hefur trú og þekkingu á heimildum, dagbókum, kveikti á þeirri hugmynd hjá mér um nálgunina. Ég skrifaði síðan bókina í rauntíma og færslurnar voru miklu fleiri en enduðu í bókinni. Eftir vinnu fékk ég mér yfirleitt einn swiss-mokka á Súfist- anum eða cappucino á Kaffibarnum og punktaði niður verkefni kvöldsins, fór heim og vann úr fram á nótt.“ Í fyrstu bók þinni Vaxandi nánd eru nokkur áhrif frá Gyrði Elíassyni en nú ertu búinn að færa þig lengra inn í raunsæið, ætlarðu að halda þig í þessum hóflegu raunsæislýsingum? „Ég gleymdi að nefna áðan að þegar ég ákvað að „gefast upp“ og láta reyna á skriftirnar, láta undan rithneigðinni, þá var ég að lesa Bréfbátarigningu Gyrðis; hugsaði að ég yrði að láta reyna á sjálfan mig í þessu. Eðlilega voru áhrif frá honum í fyrstu bókinni, en ég held að hún hafi samt alveg þolað að mitt nafn stæði á kápunni. Ég veit ekki hvert ég stefni – ég skrifa ekki af þekkingu, eingöngu af innsæi. Ég reyni að bera virðingu fyrir hugmyndum mín- um, ég lem þær ekki með hamri svo þær passi í form, þær fá að vaxa í friði á meðan ég fylgist með, skrifa niður.“ Varðstu fyrir aðkasti í hruninu? „Nei. Einhvern tímann var uppákoma fyrir utan bank- ann og í honum. Allir starfsmennirnir höfðu náttúrlega samúð með framlínufólkinu sem er í snertingu við við- skiptavinina. Það var ekki góð tilfinning að vita af þeim ötuðum reiði. En svona var þetta þá, mikil og eðlileg reiði sem fékk útrás á ýmsum stöðum. Það er annars skrítið hvernig bankar fara á hausinn. Það er ekkert hægt fall. Það er bara flug og svo er flogið á vegg og allt er búið. Þetta á ekki við um önnur fyrirtæki. Ef ég væri með stóla- verkstæði væri ég ekkert að búa til stóla á fullu og svo væri allt í einu allt búið. Það kæmu færri pantanir og starfsemin myndi dragast saman þangað til allt þryti að lokum.“ Guðmundur Ósk- arsson þakkar rithöf- undarferilinn meðal annars þjófi sem stal af honum tösku. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Ég skrifaði síðan bókina í rauntíma og færslurnar voru miklu fleiri en enduðu í bók- inni. Eftir vinnu fékk ég mér yf- irleitt einn swiss-mokka á Súfist- anum eða cappucino á Kaffibarnum og punktaði niður verkefni kvöldsins, fór heim og vann úr fram á nótt. A T A R N A Hreinlætisvörur fyrir fyrirtæki og stofnanir • Hreinsiefni - íslensk framleiðsla • Pappírs- og sápuskammtarar • Hlífðarfatnaður • Pappír, plast og filmur • Þrifabúnaður • Ræstivagnar og sorpílát • Gólfhreinsivélar • VIKAN burstar og sköfur • Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur Sími: 510 1200 - www.tandur.is - Þegar hreinlæti skiptir máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.