SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 17

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 17
14. febrúar 2010 17 að semja ritgerð um pólitísk átök á sturlungaöld. Hann ráðlagði mér ekkert um frásagnarháttinn, þótt Vésteinn ráðleggi Markúsi að halda dagbók. Það að hitta þennan sagnfræðing og gamla vin, sem hefur trú og þekkingu á heimildum, dagbókum, kveikti á þeirri hugmynd hjá mér um nálgunina. Ég skrifaði síðan bókina í rauntíma og færslurnar voru miklu fleiri en enduðu í bókinni. Eftir vinnu fékk ég mér yfirleitt einn swiss-mokka á Súfist- anum eða cappucino á Kaffibarnum og punktaði niður verkefni kvöldsins, fór heim og vann úr fram á nótt.“ Í fyrstu bók þinni Vaxandi nánd eru nokkur áhrif frá Gyrði Elíassyni en nú ertu búinn að færa þig lengra inn í raunsæið, ætlarðu að halda þig í þessum hóflegu raunsæislýsingum? „Ég gleymdi að nefna áðan að þegar ég ákvað að „gefast upp“ og láta reyna á skriftirnar, láta undan rithneigðinni, þá var ég að lesa Bréfbátarigningu Gyrðis; hugsaði að ég yrði að láta reyna á sjálfan mig í þessu. Eðlilega voru áhrif frá honum í fyrstu bókinni, en ég held að hún hafi samt alveg þolað að mitt nafn stæði á kápunni. Ég veit ekki hvert ég stefni – ég skrifa ekki af þekkingu, eingöngu af innsæi. Ég reyni að bera virðingu fyrir hugmyndum mín- um, ég lem þær ekki með hamri svo þær passi í form, þær fá að vaxa í friði á meðan ég fylgist með, skrifa niður.“ Varðstu fyrir aðkasti í hruninu? „Nei. Einhvern tímann var uppákoma fyrir utan bank- ann og í honum. Allir starfsmennirnir höfðu náttúrlega samúð með framlínufólkinu sem er í snertingu við við- skiptavinina. Það var ekki góð tilfinning að vita af þeim ötuðum reiði. En svona var þetta þá, mikil og eðlileg reiði sem fékk útrás á ýmsum stöðum. Það er annars skrítið hvernig bankar fara á hausinn. Það er ekkert hægt fall. Það er bara flug og svo er flogið á vegg og allt er búið. Þetta á ekki við um önnur fyrirtæki. Ef ég væri með stóla- verkstæði væri ég ekkert að búa til stóla á fullu og svo væri allt í einu allt búið. Það kæmu færri pantanir og starfsemin myndi dragast saman þangað til allt þryti að lokum.“ Guðmundur Ósk- arsson þakkar rithöf- undarferilinn meðal annars þjófi sem stal af honum tösku. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Ég skrifaði síðan bókina í rauntíma og færslurnar voru miklu fleiri en enduðu í bók- inni. Eftir vinnu fékk ég mér yf- irleitt einn swiss-mokka á Súfist- anum eða cappucino á Kaffibarnum og punktaði niður verkefni kvöldsins, fór heim og vann úr fram á nótt. A T A R N A Hreinlætisvörur fyrir fyrirtæki og stofnanir • Hreinsiefni - íslensk framleiðsla • Pappírs- og sápuskammtarar • Hlífðarfatnaður • Pappír, plast og filmur • Þrifabúnaður • Ræstivagnar og sorpílát • Gólfhreinsivélar • VIKAN burstar og sköfur • Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur Sími: 510 1200 - www.tandur.is - Þegar hreinlæti skiptir máli

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.