SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 23
14. febrúar 2010 23 ins sem í hlut á og hverfa frá sjálfskuldarábyrgð í flestum tilvikum. Bankinn krefst t.d. ekki lengur ábyrgðarmanna vegna lána til einstaklinga.“ – En það er ekkert samræmi þarna á milli. „Jú. Sumstaðar eru persónulegar ábyrgðir og sum- staðar eru þær ekki fyrir hendi. Arion banki getur auðvit- að ekki tekið til baka ákvarðanir sem voru teknar í gamla Kaupþingi. Í öllum tilvikum reynir bankinn hins vegar að hámarka sínar endurheimtur, en þarf að fara mismun- andi leiðir eftir eðli hvers máls.“ – Er ekki sérstaklega kveðið á um það í verklagsreglum bankanna, að þeir meti það hvort þeir vilji eiga áfram samstarf við þá sem skulda þeim mikið? Hvernig rímar það við feril Ólafs Ólafssonar, að bankinn skuli treysta honum sérstaklega? Er bara farið í kringum þessar verk- lagsreglur, þegar bankanum hentar? „Alls ekki. Við höfum sett okkur verklagsreglur og för- um eftir þeim. Arion banki velur sér ekki skuldara heldur tók við eignasafni frá gamla Kaupþingi. Mál Samskipa er sérstakt þar sem bankinn hefur lítið að segja um heildar- niðurstöðuna. Lausnin verður að taka mið af því. Við verðum að semja samkvæmt okkar samningsstöðu og ég viðurkenni það hér og nú að hún mætti stundum vera betri.“ – En kom aldrei til greina að semja við aðra? Það hljóta að hafa verið til menn, sem voru tilbúnir til þess að henda inn meira en 600 milljónum króna, til þess að ná 90% eignarhlut í félaginu? „Eins og ég hef ítrekað sagt, þá vorum við ekki leiðandi í þessu máli og bankinn réð aldrei yfir hlutabréfum fé- lagsins.“ – Hvers vegna er það þýðingarmikið fyrir Samskip að Ólafur Ólafsson, sem búsettur er í Sviss, eigi 90% í félag- inu? „Eftir því sem mér skilst, þá hefur hann verið í ýmsum viðskiptasamböndum fyrir Samskip. Ég get ekki lagt per- sónulegan dóm á þá þýðingu.“ Leitum alltaf lausna með skuldurum – Finnur, að annarri afgreiðslu ykkar í Arion banka, sem hefur ekki síður verið umdeild, en það er þessi mjög svo sérstaka niðurstaða bankans, hvað varðar málefni Haga. Þegar málefni Haga voru fyrst til umræðu vegna skulda 1998 ehf. við Arion banka, þá var það ítrekað gefið út af ykkar hálfu, að þið væruð að leita lausna með eigendum fyrir fyrirtæki sem væri í erfiðleikum. Seinna kom á dag- inn, að þetta virtist allt vera eitt sjónarspil, bæði hjá bankanum og eigendunum, því upplýst var að Arion banki átti 95,7% í Högum. Hvers vegna höfðu eigendur Haga aðra stöðu gagnvart bankanum en Jón og Gunna úti í þjóðfélaginu? „Við leitum alltaf lausna, með stjórnendum eða eig- endum, hverra sem eiga í hlut hverju sinni, þegar við reynum að leysa mál einstakra fyrirtækja eða einstaklinga eins og skýrt er tekið fram í verklagsreglum bankans. Það gildir það sama um Bílaverkstæði Badda, Jón bónda og Haga. Við vorum í þessu ferli með fyrrverandi eigendum 1998 sl. haust. Jóhannes Jónsson gerði bankanum tilboð um að kaupa félagið í haust og það varð til þess að við urðum bæði að meta það og aðra kosti, sem komu til greina.“ – Hvaða kostir voru það? „Jú, vitanlega voru á borðinu hjá okkur aðrir kostir, eins og þeir að taka tilboði Jóhannesar, brjóta upp félagið og selja einstakar einingar í gegnum opið og gegnsætt ferli eða selja félagið í gegnum Kauphöllina. Niðurstaða bank- ans varð sú, að við ættum að selja félagið í opnu útboði og skrá það í Kauphöll Íslands.“ – Hvers vegna var Jóhannes Jónsson settur inn í stjórn 1998 ehf. eftir að félagið var að öllu leyti komið í eigu bankans? Hvers vegna var Sigurjón Pálsson, mágur Ara Edwald,forstjóra 365, gerður að stjórnarformanni sama félags? Var þetta að þínu mati til þess fallið að auka traust á bankanum og vinnubrögðum hans? „Sigurjón Pálsson nýtur fyllsta trausts sem starfsmaður bankans. Bankinn telur það þjóna hagsmunum sínum og almennings að leysa þetta erfiða mál í sátt við stjórnendur Haga.“ – Það er túlkunaratriði, ekki satt? „Bankinn er, eins og ávallt, að gæta sinna hagsmuna.“ – Þetta hefur ekkert með traust bankans á tilteknum starfsmanni, að gera, Finnur, heldur hefur þetta allt með trúverðugleika bankans og traust að gera, ekki satt? Eruð þið ekki bara bullandi þátttakendur í hrunadansinum? Hefði bankinn ekki tryggt hagsmuni sína betur og um leið gert mikið gagn við enduruppbyggingu þessa þjóð- félags, með því að brjóta upp Haga og selja frá sér í ein- ingum? Hafði bankinn ekki a.m.k. einhverja siðferðilega skyldu til þess að leggja sitt af mörkum við að tryggja hér aukna samkeppni á matvörumarkaði? Er það í lagi, út frá samfélagslegum gildum, í þínum augum að bankinn geri sitt til þess að stuðla að því að Hagar hafi áfram 60% hlut- deild á matvörumarkaði á Íslandi? „Það var farið rækilega ofan í þessi mál, af hálfu bank- ans. Ef bankinn hefði bútað félagið niður í einingar hefði hann fengið mun minna upp í skuldir, ferlið tekið mun lengri tíma og rekstri fyrirtækisins um allt land verið stefnt í tvísýnu.“ – Eitt af því sem fólk getur alls ekki skilið er sú ákvörð- un ykkar, þegar þið ákveðið að fara með Haga í opið út- boð á markaði, að eyrnamerkja 15% handa Jóhannesi í Bónus og stjórnendum fyrirtækisins. Hvers vegna 10% handa Jóhannesi og 5% handa stjórnendum? Voru það ekki hrapalleg mistök af ykkar hálfu? Hvers vegna ætti bankinn að taka ákvörðun um það, að menn sem skulda yfir 50 milljarða í Arion banka, bara vegna Haga, vegna skuldbindinga 1998, fái einhverja sérmeðferð? Að nú ekki sé talað um öll hin milljarðahundruðin sem önnur félög þeirra feðga skulda út um víðan völl, félög eins og FL Group, Landic Property? Jón Ásgeir var ekki í stjórn Glitnis, en samt sem áður var það hann sem tók ákvörðun um að kaupa Tryggingamiðstöðina, án þess að nokkur starfsmaður Glitnis kæmi þar við sögu. Sömuleiðis var það Jón Ásgeir sem gerði starfslokasamninginn maka- lausa við Bjarna Ármannsson, án þess að vera í stjórn Glitnis. Tekur Arion banki það trúlegt, í raun og veru, að Jón Ásgeir stjórni ekki öllu því sem hann kærir sig um að stjórna, í gegnum karl föður sinn? Starfsfólkið treystir Jóhannesi „Ég vil leggja áherslu á að 85% í Högum verða seld al- menningi og fagfjárfestum í opnu útboði og félagið skráð í Kauphöll Íslands. Fyrirkomulag útboðsins verður ákveð- ið í framhaldinu í samráði við erlenda ráðgjafa. Rekstur Haga gengur vel. Félagið hefur á að skipa hæfu starfsfólki sem treystir Jóhannesi Jónssyni og stjórnendateymið hefur sýnt það á liðnum árum að það kann vel til verka. Honum er gefinn kostur á að kaupa 10% hlut í félaginu á sama verði og aðrir kaupendur.“ Fjárfestar hafa áhuga á Högum – Finnst þér líklegt að almenningur á Íslandi verði reiðubúinn til þess að fjárfesta í Högum, þegar félagið verður boðið út, vitandi að þeir Jón Ásgeir og Jóhannes verða þar við stjórnvölinn? Finnst þér sem saga þeirra, sem stórra eigenda í almenningshlutafélögum, sé með þeim hætti, að almenningur verði tilbúinn til þess að treysta þeim fyrir sparifé sínu? „Við höfum strax orðið vör við áhuga fjárfesta á Hög- um. Það er mat bankans að félagið sé áhugaverður fjár- festingarkostur og þess vegna ákváðum við að skrá það í Kauphöllina. Jón Ásgeir er ekki í hópi stjórnenda Haga og býðst því ekki að kaupa hlut í félaginu.“ – Nú eru Hagar í raun og veru eign Arion banka, en samt sem áður taka feðgarnir allar rekstrarlegar ákvarð- anir, svo sem þær að beina öllum auglýsingum allra fyr- irtækja í eigu Haga til eigin fjölmiðla, þ.e. 365. Hefur bankinn enga skoðun á slíkri misnotkun á fyrirtækjum í eigu hans? „Bankar eiga ekki né mega hlutast til um daglegan rekstur fyrirtækja sem þeir yfirtaka. Bankinn hefur hins vegar skipað nýja óháða aðila í stjórn fyrirtækisins sem njóta fulls trausts.“ – Getur Arion banki með einhverri vissu fullyrt að hann eigi 95,7% í Högum, þegar horft er til þess að skiptastjóri þrotabús Baugs hefur sagt að salan á Högum út úr Baugi sumarið 2008 sé riftanlegur gjörningur, og því getur það ágreiningsefni endað fyrir dómstólum, ekki satt? „Mér vitanlega snýr riftunarkrafan að ráðstöfun fjárins en ekki að eignarhaldi á bréfunum. Það leikur því enginn vafi á yfirráðarétti bankans yfir Högum.“ – Nú situr þú sem bankastjóri Arion banka til skamms tíma. Hvenær má búast við að nýir eigendur bankans ráði bankastjóra til framtíðar? „Ég er mjög ánægður með þann árangur sem bankinn hefur náð á síðustu misserum. Vissulega hefur stundum blásið hressilega en ég tel að það sé fyrst og fremst vegna þess að bankinn hefur verið leiðandi í því að leysa úr erf- iðum málum fyrirtækja og heimila. Bankinn auglýsti eftir bankastjóra í desember og 40 manns sóttu um stöðuna. Ferlið er nú í höndum ráðningarskrifstofu og á endanum tekur stjórn bankans ákvörðun um hver verður fyrir val- inu. Ný stjórn verður skipuð í bankanum á næstunni en það fer eftir afstöðu og hraða hjá Fjármálaeftirlitinu hve- nær það verður.“ – Finnst þér það fara saman við opið og gegnsætt ferli, öll sú leynd sem hvílt hefur yfir viðskiptalegum ákvörð- unum Arion banka? „Það er alls ekki rétt að leynd hvíli yfir viðskiptalegum ákvörðunum bankans. Þvert á móti höfum við lagt okkur fram um að fylgja skýrum og opinberum verklagsreglum og greina frá viðskiptalegum ákvörðunum bankans eins og kostur er. Ákvarðanir í öllum málum geta auðvitað ekki verið öllum aðgengilegar vegna trúnaðar við við- skiptavini og hagsmuna viðkomandi fyrirtækja. Hins vegar eru allar ákvarðanir rökstuddar, skráðar og skjal- aðar og því geta viðeigandi eftirlitsaðilar gengið úr skugga um hvort þær séu réttmætar.“ – Kemur þú á einhvern hátt við sögu, þegar ákvarðanir eru teknar í bankanum, eins og í málefnum Haga og Sam- skipa, svo dæmi séu nefnd, eða ert þú bara í hlutverki þess sem þarf að kynna ákvarðanir eigendanna, án þess að hafa nokkuð um þær að segja? „Það eru margir sem koma að stórum úrlausnarmálum á vegum bankans og ég ber ábyrgð á starfsemi hans. Bankinn hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki sem legg- ur dag við nótt að vinna úr þeim erfiðum skuldamálum sem við stöndum frammi fyrir. Allar meiriháttar ákvarð- anir eru síðan lagðar fyrir stjórn bankans.“ Finnur Svein- björnsson for- stjóri Arion banka. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.