SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 40
40 14. febrúar 2010 V eitingastaðurinn Rub 23 við Kaupvangsstræti á Akureyri er leyndardómur sem sífellt fleiri uppgötva. Staðurinn leggur sérstaka áherslu á fiskrétti; Einar Geirsson segir að Rub hafi algjöra sérstöðu á íslensk- um veitingahúsamarkaði og eigandinn segist raunar ekki vita af öðrum stað í heiminum sem bjóði upp á jafn fjölbreytta samsetningu matseðils með tilbúnum kryddblöndum sem gestir geta valið úr. Eldar heima Einar býr ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og þremur börnum í þéttbýliskjarnanum við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit. Hann unir sér vel þar, í sveitasælunni. „Ég elda alltaf þegar ég er heima,“ segir Einar þegar blaðamaður sest niður hjá honum í eldhúsinu heima fyrir. Hann er að taka til þorsk í kvöldmatinn og segist sjálf- ur mun meira fyrir fisk en annan mat og hafi alltaf verið; er ekkert feiminn við að viðurkenna það þótt hann búi í þessu mikla landbúnaðarhéraði! Enda er nóg framboð af góðum fiski við Eyjafjörð og sjálfur er Einar fæddur og uppalinn á Tálknafirði; tengdist sjónum snemma. Einar ákvað ungur hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór og byrjaði snemma að dunda í eldhúsi. „Ég vann við fiskvinnslu öll unglingsárin og í fjölskyldunni eru allir sjómenn eða tengdir sjávarútvegi á einhvern hátt. Mamma var til dæmis kokkur á sjó þegar ég var gutti. Ég prófaði sjálfur en fann fljót- lega að það hentaði mér ekki að vera til sjós.“ Ungur í eldhúsið Einar var ekki nema 13 eða 14 ára þegar honum var ljóst hvert ævistarfið yrði. „12 ára var ég farinn að skella í hjónabandssælu þegar ég kom heim úr skólanum ef ekkert var til með kaffinu. Maður græjaði þetta bara! Það væri gott ef allir áttuðu sig svona snemma á því hvað þeir vildu verða,“ segir Einar og glottir. Strax eftir skyldunámið fór Einar til Reykjavíkur og hóf þar nám. „Ég byrjaði í hamborgurunum,“ segir hann – fyrsti staðurinn var nefnilega Hard Rock Café sem Tómas Tómasson rak. Fljótlega, þegar sá sami Tommi (sem nú er gjarnan kennd- ur við Hamborgarabúlluna) onaði Ömmu Lú í Kringlunni færði Einar sig um set og Einar Geirsson í eldhúsinu heima á Hrafnagili; er þarna með heimaræktað krydd sem hann skar niður og notaði á þorskréttinn góða sem hann gefur uppskrift að. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Einfalt, hollt og gott Einar Geirsson matreiðslumeistari á veitinga- staðnum Rub 23 í Gilinu á Akureyri er hrifinn af hollum og einföldum mat. Kryddblöndu-staður hans og Kristjáns Þóris Kristjánssonar hefur fengið mjög góðar viðtökur. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Matur Þorri þjóðarinnar borðar að líkindum nokkrar bollur af ýmsum sortum um helgina, og svo á bolludaginn sjálfan – á mánudaginn. Bakarar þessa lands standa sveittir við bollugerð frá því fyrir helgi, en mörgum þykir hluti af stemningunni að baka sjálfir bollur heima í eld- húsi. Hér er hugmynd að „hefðbundnum“ rjómaboll- um fyrir þá, úr Bökun í heimahúsum eftir Helgu Sigurðardóttur. Rjómabollur 75 g smjörlíki 1 ¼ dl vatn 75 g hveiti 3 egg salt sykur ¼ l rjómi súkkulaði vatn Í bókinni segir: „Smjörlíkið og vatnið látið í pott og soðið. Þegar sýður, er hveitið hrært út í. Hrært fljótt og vel saman með sleif, unz það losnar við sleifina og pottinn. Látið í skál. Salti og sykri stráð á. Kælt. Deigið hrært. Eggin hrærð saman við, eitt og eitt í senn. Því næst hrært í 20 mínútur. Látið á smurða plötu með teskeið eða sprautað úr poka. Bakað við meðalhita. Má eigi opna ofninn fyrstu 2-3 mínúturnar. Bakist 20 mín. Á að stækka mik- ið. Súkkulaði skafið niður mjög smátt og brætt á þann hátt, að það er látið ásamt ögn af vatni í skaftpott, sem settur er ofan í heitt vatn, og hrært í því þangað til það er bráðið. Borið á bollurnar. Efsti hluti bollunnar skorinn af og þeyttur rjómi látinn á milli. Þeyttum rjóma sprautað á súkku- laðið. Gott er einnig að láta berjamauk eða eggja- bráð í botn kökunnar.“ Bollur án eggja og mjólkur Hér er uppskrift fyrir þá sem eru með eggja- og mjólkurofnæmi, jafnvel hvort tveggja. Þessar henta ágætlega sem rjómabollur. 1 bréf þurrger eða 50 g pressuger 2 dl sykur 1 tsk salt 2 tsk kardimommur 2 dl olía (athuga þarf hvaða tegund er um að ræða með tilliti til þess hvort um ofnæmi er að ræða. Ekki nota bragðsterka olíu) 900 g hveiti 6 dl vatn 37 gráðu heitt. Gott að nota mjólk eða und- anrennu fyrir þá sem mega. Vökvinn er settur í skál og gerinu blandað saman við. Smávegis af sykri er stráð út í og látið freyða. Síðan er hveiti, kardimommum og sykri bætt út í og deigið hnoðað vel. Deigið er látið lyfta sér þar til rúmmálið hefur tvöfaldast, þá er því skipt í bollur Freisting Frónbúans Rjómabollur og sænskar semlur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.