SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 40

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 40
40 14. febrúar 2010 V eitingastaðurinn Rub 23 við Kaupvangsstræti á Akureyri er leyndardómur sem sífellt fleiri uppgötva. Staðurinn leggur sérstaka áherslu á fiskrétti; Einar Geirsson segir að Rub hafi algjöra sérstöðu á íslensk- um veitingahúsamarkaði og eigandinn segist raunar ekki vita af öðrum stað í heiminum sem bjóði upp á jafn fjölbreytta samsetningu matseðils með tilbúnum kryddblöndum sem gestir geta valið úr. Eldar heima Einar býr ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og þremur börnum í þéttbýliskjarnanum við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit. Hann unir sér vel þar, í sveitasælunni. „Ég elda alltaf þegar ég er heima,“ segir Einar þegar blaðamaður sest niður hjá honum í eldhúsinu heima fyrir. Hann er að taka til þorsk í kvöldmatinn og segist sjálf- ur mun meira fyrir fisk en annan mat og hafi alltaf verið; er ekkert feiminn við að viðurkenna það þótt hann búi í þessu mikla landbúnaðarhéraði! Enda er nóg framboð af góðum fiski við Eyjafjörð og sjálfur er Einar fæddur og uppalinn á Tálknafirði; tengdist sjónum snemma. Einar ákvað ungur hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór og byrjaði snemma að dunda í eldhúsi. „Ég vann við fiskvinnslu öll unglingsárin og í fjölskyldunni eru allir sjómenn eða tengdir sjávarútvegi á einhvern hátt. Mamma var til dæmis kokkur á sjó þegar ég var gutti. Ég prófaði sjálfur en fann fljót- lega að það hentaði mér ekki að vera til sjós.“ Ungur í eldhúsið Einar var ekki nema 13 eða 14 ára þegar honum var ljóst hvert ævistarfið yrði. „12 ára var ég farinn að skella í hjónabandssælu þegar ég kom heim úr skólanum ef ekkert var til með kaffinu. Maður græjaði þetta bara! Það væri gott ef allir áttuðu sig svona snemma á því hvað þeir vildu verða,“ segir Einar og glottir. Strax eftir skyldunámið fór Einar til Reykjavíkur og hóf þar nám. „Ég byrjaði í hamborgurunum,“ segir hann – fyrsti staðurinn var nefnilega Hard Rock Café sem Tómas Tómasson rak. Fljótlega, þegar sá sami Tommi (sem nú er gjarnan kennd- ur við Hamborgarabúlluna) onaði Ömmu Lú í Kringlunni færði Einar sig um set og Einar Geirsson í eldhúsinu heima á Hrafnagili; er þarna með heimaræktað krydd sem hann skar niður og notaði á þorskréttinn góða sem hann gefur uppskrift að. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Einfalt, hollt og gott Einar Geirsson matreiðslumeistari á veitinga- staðnum Rub 23 í Gilinu á Akureyri er hrifinn af hollum og einföldum mat. Kryddblöndu-staður hans og Kristjáns Þóris Kristjánssonar hefur fengið mjög góðar viðtökur. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Matur Þorri þjóðarinnar borðar að líkindum nokkrar bollur af ýmsum sortum um helgina, og svo á bolludaginn sjálfan – á mánudaginn. Bakarar þessa lands standa sveittir við bollugerð frá því fyrir helgi, en mörgum þykir hluti af stemningunni að baka sjálfir bollur heima í eld- húsi. Hér er hugmynd að „hefðbundnum“ rjómaboll- um fyrir þá, úr Bökun í heimahúsum eftir Helgu Sigurðardóttur. Rjómabollur 75 g smjörlíki 1 ¼ dl vatn 75 g hveiti 3 egg salt sykur ¼ l rjómi súkkulaði vatn Í bókinni segir: „Smjörlíkið og vatnið látið í pott og soðið. Þegar sýður, er hveitið hrært út í. Hrært fljótt og vel saman með sleif, unz það losnar við sleifina og pottinn. Látið í skál. Salti og sykri stráð á. Kælt. Deigið hrært. Eggin hrærð saman við, eitt og eitt í senn. Því næst hrært í 20 mínútur. Látið á smurða plötu með teskeið eða sprautað úr poka. Bakað við meðalhita. Má eigi opna ofninn fyrstu 2-3 mínúturnar. Bakist 20 mín. Á að stækka mik- ið. Súkkulaði skafið niður mjög smátt og brætt á þann hátt, að það er látið ásamt ögn af vatni í skaftpott, sem settur er ofan í heitt vatn, og hrært í því þangað til það er bráðið. Borið á bollurnar. Efsti hluti bollunnar skorinn af og þeyttur rjómi látinn á milli. Þeyttum rjóma sprautað á súkku- laðið. Gott er einnig að láta berjamauk eða eggja- bráð í botn kökunnar.“ Bollur án eggja og mjólkur Hér er uppskrift fyrir þá sem eru með eggja- og mjólkurofnæmi, jafnvel hvort tveggja. Þessar henta ágætlega sem rjómabollur. 1 bréf þurrger eða 50 g pressuger 2 dl sykur 1 tsk salt 2 tsk kardimommur 2 dl olía (athuga þarf hvaða tegund er um að ræða með tilliti til þess hvort um ofnæmi er að ræða. Ekki nota bragðsterka olíu) 900 g hveiti 6 dl vatn 37 gráðu heitt. Gott að nota mjólk eða und- anrennu fyrir þá sem mega. Vökvinn er settur í skál og gerinu blandað saman við. Smávegis af sykri er stráð út í og látið freyða. Síðan er hveiti, kardimommum og sykri bætt út í og deigið hnoðað vel. Deigið er látið lyfta sér þar til rúmmálið hefur tvöfaldast, þá er því skipt í bollur Freisting Frónbúans Rjómabollur og sænskar semlur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.