SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Síða 39

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Síða 39
14. febrúar 2010 39 L undur er borg á Skáni í Suður- Svíþjóð og hér snýst lífið mikið um Lundarháskóla sem er stærsti háskóli á Norðurlöndunum og má segja að borgin hafi byggst upp í kringum háskólann síðan hann var stofnaður 1666. Mað- ur finnur vel fyrir því á sumrin hversu stór þáttur háskólinn er í bæjarlífinu þar sem bærinn fær ansi rólegt yfirbragð þegar um það bil fimmtíu þúsund nemendur hverfa til síns heima á sumrin eða um helmingur borgarbúa. Þá minnir Lundur mann kannski helst á Akureyri. Einfaldleiki er það sem einkennir Lund, fólk kann því vel að ferðast á milli staða á hjólum og ekki er óal- gengt að sjá viðskiptajöfra í jakkafötum jafnt sem nemendur þeytast um á hjólum. Þar sem hjól eru að- alsamgöngumáti bæjarbúa eru hjólastígar og -leiðir til fyrirmyndar og er ástæðan kannski sú að Lundur er þéttbyggður bær og lítið um brekkur og því þægilegt að fara á milli á hjólum. Það er ekki laust við að það sé hreinlega mannbætandi að hjóla um gróin svæði Lundar og má segja að það séu hrein lífsgæði að geta notað hjólið sem samgöngutæki í stað bíls. Lundur er vel gróinn staður og stór falleg tré setja óneitanlega mikinn svip á bæjarlífið á sumrin. Lund- argård er einn þekktasti garður Lundar, þar stendur elsta bygging háskólans umvafin fallegum trjám og yndislegum magnólíublómum á vorin. Við hlið þessa garðs trónir síðan undarlega grálituð dómkirkjan sem var vígð árið 1145 og er vinsælasti ferðamannastað- urinn hér enda er þetta sérstakur staður með mikla sögu. Miðbær Lundar er lítill og auðvelt er að komast leið- ar sinnar gangandi. Töluvert er af verslunum, veit- ingastöðum og kaffihúsum í kringum aðaltorgið, Stor- torget, sem og á götunum sem liggja út frá því. Matarmenning á veitingastöðum Lundar er lituð af því fjölþjóðasamfélagi sem hér er og hægt er að fá mat frá öllum heimshornum. Háskólinn í Lundi er í góðum tengslum við við- skiptalífið og hér blómstra stór fyrirtæki. Þar ber helst að nefna Sony Ericsson og Tetra Pak sem eru fyr- irferðarmikil í borginni ásamt háskólasjúkrahúsinu. Mikil þekking og reynsla býr því hér á ekki svo stóru landsvæði þar sem skólinn og fyrirtækin kjósa að sitja þétt saman til að mynda sem sterkustu tengslin. Þá hefur Evrópusambandið ákveðið að hleypa af stokk- unum tveimur mjög stórum samevrópskum rannsókn- arverkefnum í Lundi 2012 sem kallast ESS og MAX IV og snúast um rannsóknir á nifteindum. Þessi verkefni eru gríðarlega stór og áætlað er að allt að 35.000 manns flytji til Lundar á næstu árum vegna þeirra og því má búast við mikilli uppbyggingu hér á næstu ár- um. Í Lundi búa margir Íslendingar. Það er gott að geta átt samneyti við samlanda sína þegar langt er heim. Margir búa þar sem ég bý í Norður-Lundi á svæði sem við heimamenn köllum „Kjammann“. Hér er þétt fé- lagsnet Íslendinga og fyrirbæri eins og félagsmiðstöðin Fagrihvammur, knattspyrnufélagið Tungur Knivur og saumaklúbburinn Húsmæðramafían þrífast vel. Að búa á Kjammanum verður helst lýst sem langri sumarbústaðardvöl með góðum vinum. Hér stekkur fólk á milli bústaða oft á dag til að fara yfir stöðuna og matarboð eru mikið stunduð, þannig að ekki er óvanalegt að fólk bjóði eða sé boðið nokkrum sinnum í viku í mat. Á þennan hátt má segja að maður kynnist vinum með nánari og allt öðrum hætti en heima á Ís- landi. Fólk hefur einhvern veginn meiri tíma fyrir hvað annað og samkeppnin sem er hluti af kapphlaup- inu heima á Íslandi er ekki til staðar. Póstkort frá Lundi Ragnar Fjalar Sævarsson Að búa á Kjammanum verður helst lýst sem langri sum- arbústað- ardvöl. sem fólkinu fannst stórkostlegt. Þar gripu þeir Friðrik til þess ráðs að reisa brú á milli rútunnar og bátsins sem fer um lónið þannig að hægt var að keyra hjólastólana beint um borð í bátinn. Það mun ekki hafa verið gert áður en tókst vel og Friðrik segir uppátækið hafa vakið mikla athygli ann- arra ferðamanna. Margir hafi verið boðnir og búnir til að aðstoða. Friðrik nefnir líka sérsaklega Sam- gönguminjasafnið á Ystafelli í Þingeyj- arsýslu, sem Sverrir Ingólfsson hefur byggt upp af miklum myndarskap. „Hann er sjálfur í hjólastól þannig að hinir er- lendu gestir upplifðu heimsókn þangað sem mjög sérstaka. Þeim fannst gaman að koma á safnið og Sverri fannst gaman að fá fólkið í heimsókn.“ Friðrik segir störf í ferðaþjónustu gríð- arlega mikilvæg fyrir samfélagið og marg- feldisáhrifin mikil. Hann ítrekar að víða sé hægt að gera margt án þess að það kosti mikla peninga. Svo er talað um perlur … Ástandið við Gullfoss og Geysi segir hann afar slæmt. „Við Gullfoss er oft ekki gang- andi vegna þess hve drullusvaðið er mikið þegar rignir og að vetri til á fólk stundum erfitt með að standa þegar hált er, og getur slasast.“ Hann segir það hljóma fáránlega að á hótelinu á Geysissvæðinu sé skortur á heitu vatni. „Þeir mega ekki taka heitt vatn á svæðinu! Það getur enginn tekið af skarið hvað á að gera við Geysissvæðið, ekki frekar en hvað á að gera við Reykja- víkurflugvöll.“ „Ég hef oft velt því fyrir mér að fá ein- hverja vini mína til þess að gefa 50 þúsund krónur hver til þess að kaupa nokkra vörubíls- farma af möl og sturta niður við Gullfoss. Það þarf ekki meira til að laga aðstæður þar. Og svo mokar enginn snjó á Geysissvæðinu og enginn sandber stígana. Svo er talað um perlur. Þetta er ekki boðlegt!“ Friðrik segir sjálfsagt mál að innheimt verði smávægilegt gjald fyrir aðgang að helstu ferðamannastöðum landsins. Út- lendingum fyndist örugglega ekkert at- hugavert við það. „Það er ekkert að því að innheimta nokkra dollara þegar fólk skoðar þessa staði, en þá þurfa líka að vera landverðir til staðar, fólk í huggulegum fötum sem tekur á móti fólki og er til að- stoðar.“ Friðrik segir fólk skiljanlega orðið þreytt á daglegum fréttum um að 10 millj- arðar hafi tapast hér og 20 þar og blása þurfi til sóknar. „Ég fullyrði að það þarf 100 milljónir króna að hámarki til þess að byggja upp aðstöðu á ýmsum stöðum sem gæti skilað fimm milljörðum til baka. Það á ekki að þurfa að ræða þessa hluti. Það þarf engar nefndir; bara að drífa þessu. Við í grasrótinni sjáum að þetta er borðleggj- andi.“ Það er fagurt við Goðafoss en ekki auðvelt að komast um í hjólastól. stól. ’ Fólk sem ferðast til Ís- lands leitar að einlægni og ein- faldleika. Fólk vill ekki trúa því að við séum að verða eins og allir hinir … Gangstéttarhellur komu sér oft vel.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.