SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 4
4 7. mars 2010
Jónína Kristjánsdóttir, fyrrver-
andi formaður Bandalags ís-
lenskra leikfélaga, er húsmóðir í
Reykjanesbæ. Árið 1942 var hún
stödd í Dalasýslu ásamt þáver-
andi eiginmanni sínum, Jóni frá
Ljárskógum, og voru þau nýgift.
„Við giftum okkur 7. maí og
ég var þarna um sumarið,“ segir
Jónína. „Við heyrðum allt í einu
að það hefði bókstaflega rignt ósköpum af síld á
túnið á næsta bæ við Ljárskóga, Hróðnýjarstöðum.
Ég man ekki lengur hvað bóndinn þar hét, þetta
var gamall maður og bráðskemmtilegur, en dóttir
hans, Hróðný, var gift Jóhannesi úr Kötlum.
Við ákváðum að ganga upp eftir. Þarna voru
hrúgur af fiski sem mér fannst reyndar of lítill til
að vera síld. En kannski var þetta smásíld eða
jafnvel loðna. Þetta þakti stórt svæði á túninu.
Maður varð svo hissa þegar maður sá þetta. Ljár-
skógar eru miklu nær sjónum en Hróðnýjarstaðir
og þess vegna fannst mönnum skrítið að þetta
skyldi þó ekki koma frekar niður þar, rétt hjá sjón-
um en ekki inni á landi, hátt í annan kílómetra frá
honum.
Ég held að ég hafi svo heyrt sagt frá þessu í
veðurfréttum í útvarpinu, þeir sögðu þar að þetta
kæmi oft fyrir. Menn vissu aldrei hvar það myndi
gerast. En ég heyrði aldrei fólk segja frá fleiri
dæmum um þetta í Dölunum,“ segir Jónína.
Ekki vissi hún hvað varð um fiskinn, sennilega
hefur hann verið látinn eiga sig enda eru bæði síld
og loðna ágætur áburður á tún.
„Þetta þakti stórt svæði á túninu“
Ljárskógar, mynd eftir Bretann W. G. Collingwood 1897.
Jónína
Kristjánsdóttir
Þ
jóðir nota oft skringileg orðatiltæki um
mikla rigningu, Danir segja t.d. að það
rigni „skósmíðalærlingum“, hjá Tékkum
rignir „hjólbörum“, Grikkjum finnst að
þá rigni „stólfótum“. En nýlega urðu nær 700 íbú-
ar þorpsins Lajamanu í norðanverðri Ástralíu fyrir
undarlegri reynslu: þar rigndi allt í einu hvítum
smáfiski af algengri tegund, mörg hundruð fiskum
á nokkrum mínútum. Sumt af fiskinum reyndist
vera lifandi. Þorpið er á eyðimerkursvæði í um 100
kílómetra fjarlægð frá sjó og langt er líka í næsta
stöðuvatn, um 90 kílómetrar.
Christine Balmer, sem veitir forstöðu elliheimili
á staðnum, trúði vart eigin augum, að sögn ástr-
alskra fjölmiðla. „Ég varð að klípa mig í handlegg-
inn. Það var fiskur út um allt,“ sagði hún. „Fólk
tíndi hann upp af jörðinni.“ Ættingjar hennar,
sem búa annars staðar, héldu að hún væri búin að
tapa glórunni þegar hún sagði frá atburðinum.
En hvað veldur þessu? Dæmi um að fiskum,
froskum og litlum fuglum rigni eru þekkt langt
aftur í aldir. Málið er umdeilt en flestir vís-
indamenn álíta að skýringin sé að skýstrókar
(stundum kallaðir skýstrokkar) eða minni teg-
undir af veðurfyrirbærinu, svonefndir vatns-
strókar, komi við sögu.
„Ógnarhvassar, smáar hringiður“
Vatnsstrókar myndast yfir vatni eða sjó, öfugt við
skýstrókana stóru og mannskæðu, sem algeng-
astir eru á ákveðnu belti í Norður-Ameríku. Ský-
strókar, stundum nefndir hvirfilbyljir, eru að sögn
Vísindavefjarins „ógnarhvassar, smáar hringiður í
neðsta hluta gufuhvolfsins“. Þeim skal ekki ruglað
saman við fellibylji sem eru víðáttumikil óveður er
ná frá frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum,
leifar þeirra ná stundum hingað.
Skýstrókar minna helst á súlu eða trekt þar sem
rakt loft skrúfast upp á við, stundum með nokkur
hundruð kílómetra hraða. Trektin getur verið 100
metra að þvermáli eða meira, hún færist á nokkr-
um mínútum nokkra kílómetra yfir landið en
leysist síðan upp. Stærstu strókar sjást vel ef í
þeim er mikið af vatni eða ryki, þeir geta ef til vill
sogað upp vatnið úr heilli tjörn eða stöðuvatni,
segja menn. Algengt er að skýstrókar myndist í
fellibyljum en dæmi munu vera um fiska- eða
froskaregn í góðu veðri enda geta myndast vatns-
eða rykstrókar við ýmiss konar aðstæður. Síðustu
árin hafa þeir stundum sést á Skeiðarársandi.
Fullyrt er að strókar yfir vatni geti við sérstakar
aðstæður þeytt smáfiski og öðrum litlum dýrum
upp í mikla hæð, jafnvel tvo kílómetra sem getur
valdið því að þau frjósi stundum áður en þau falla
aftur til jarðar. Heimildarmenn segja að froskar,
sem þola vel að frjósa, séu fljótir að ná sér eftir
flugferðina þótt þeir séu greinilega ákaflega
skelfdir fyrst í stað.
Færri sögum fer af viðbrögðum fiska við með-
ferð af þessu tagi en ljóst er að flugið stendur ekki
lengi yfir þar sem fiskarnir lifa þetta sumir af. En
bent er á að sé skýringin áðurnefnda rétt ættu öll
dýr og fiskar af svipaðri stærð og þyngd á sama
svæði að sogast upp, ekki bara ein tegund.
„Vissulega getur verið að skýstrókur hafi valdið
þessu og það gæti skýrt fyrirbærið en vandinn er
sá að var ekki neinn skýstrókur þarna,“ segir Ash-
ley Patterson, veðurfræðingur í Ástralíu. Það
furðulegasta er líklega að þótt fiskaregn sé ákaf-
lega sjaldgæft í náttúrunni er þetta í þriðja sinn
sem þorpið kemst í fréttir af þessum sökum. Árin
2004 og 1974 rigndi líka fiski í Lajamunu.
Óvæntir gestir af
himnum ofan
Stundum rignir ekki vatni held-
ur fiskum eða froskum
Öflugir skýstrókar í Bandaríkjunum hafa oft valdið miklum mannsskaða
og eignatjóni. Ofsinn er mikill en þeir standa venjulega stutt yfir.
Nokkrir af fiskunum sem lentu í eyðimerkurþorpinu
Lajamanu í Ástralíu fyrir nokkrum dögum.
Vikuspegill
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Fiska- og froskaregn hefur oft
valdið óhug og þótt boða illt.
Var heimurinn genginn af göfl-
unum? Algengastar eru uppá-
komur af þessu tagi á heitum
svæðum. Sagt er frá því í
Gamla testamentinu, nánar
tiltekið annarri Mósebók, að
Guð hafi sent Egyptum 10
plágur til að tryggja að ánauð-
ugir Ísraelar fengju að yfirgefa
landið. Ein þeirra var að allt
var skyndilega þakið froskum,
ekki er samt beinlínis sagt að
þeir hafi fallið af himnum.
Loðnu og öðrum smáfiski getur
stundum rignt á Íslandi.
Lambalæri
1299kr.kg
ljómandi gott