SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 8

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 8
8 7. mars 2010 Michael Foot hélt tryggð við hugsjónir sínar og baráttumál og þar átti knattspyrnuliðið Plymouth Argyle FC sinn sess. Þegar Foot varð níræður heiðraði liðið hann með því að skrá hann sem leikmann og fékk hann númerið 90. Hann var þó aldrei settur inn á og sagði í við- tali að þjálfari liðsins hefði verið of slóttugur til að vera með slíkar æfingar. Eftir- minnilegastur þótti honum 2:1-sigur Argyle á Tottenham á White Hart Lane. Það var árið 1935. Foot hafði næma tilfinningu fyrir hlutskipti almennings, en gat verið utan við sig. Í ráð- herratíð sinni fór hann á alþjóðlega sósíalistaráðstefnu í Evrópu án þess að hafa með sér krónu í gjaldeyri, en var þó með hagfræði Hazlitts til að lesa. Á köldum nóvemberdegi árið 1981 kom Foot til minningarathafnar um endalok heims- styrjaldarinnar síðari í krumpuðum ljósum jakka þegar allir aðrir klæddust svörtu, en fékk þá stuðning úr óvæntri átt. „Sæll Michael,“ á drottningarmóðirin þá að hafa sagt, „það er skynsamlegt að vera í svona flík á degi sem þessum.“ Níræður á leikmannaskrá Plymouth Argyle – en var aldrei settur inn á M ichaels Foot, fyrrverandi leiðtoga breska Verka- mannaflokksins,sem lést á miðvikudag 96 ára gamall, hefur verið minnst með hlýhug og virð- ingu af jafnt pólitískum samherjum sem andstæðingum, þótt ekki hafi hann verið óumdeildur á meðan hann lifði. Foot fæddist ári áður en fyrri heims- styrjöldin braust út og var vitni að hild- arleikjum tuttugustu aldarinnar. Í síðari heimsstyrjöldinni var Foot á mála hjá fjölmiðlakónginum Max Beaverbrook, blaðamaðurinn til vinstri, en útgefand- inn til hægri. Foot hafði alla tíð mikið dálæti á bókmenntum og voru Shelley og Byron í sérstöku uppáhaldi. Einnig er sagt að hann hafi allt til dauðadags hald- ið langar ræður um stöðu flokks síns og framtíð. Foot var 60 ár í stjórnmálum. Hann var aldrei kommúnisti, en aðhylltist sósíalisma og var hatrammur andstæð- ingur fasisma. Hann barðist ávallt af heilum hug fyrir málstað sínum og mál- efnum. „Michael Foot var maður fastra grundvallarsjónarmiða og eldheitra hug- sjóna og einn mælskasti ræðumaður, sem Bretland hefur átt,“ skrifaði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands um hann daginn sem hann lést. „Hann var óbilandi einstaklingur, sem alltaf stóð fast við skoðanir sínar og hvort sem fólk var sammála honum eða ekki dáðist það að persónuleika hans og festu.“ Eins og Bermúda-þríhyrninguninn Foot sóttist ekki eftir forystu, en dróst engu að síður inn í valdamiðju breskra stjórnmála. Hann varð ráðherra at- vinnumála í stjórn Verkamannaflokksins 1974 til 1975. Þar bar hann ábyrgð á sam- skiptum við stéttarfélögin og var sagt að þau byggðust á því að gefa og þiggja; ráðherrann gæfi og stéttarfélögin þæðu. Honum tókst þó að rétta kúrsinn eftir því sem á ráðherraferilinn leið. Hann var aðstoðarforsætisráðherra hjá Jim Callag- han 1976 til 1979 og tókst að hemja stétt- arfélögin þar til allt hrundi óánægjuvet- urinn, sem svo hefur verið kallaður. Hefði Callaghan drifið í að boða til kosn- inga hefði Verkamannaflokkurinn ef til vill haldið völdum, en Foot taldi hann á að bíða og á því hagnaðist Margaret Thatcher. Við afsögn Callaghans 1980 hófst for- ystuslagur í Verkamannaflokknum. Denis Healy til hægri og Clark Shore til vinstri þóttu líklegustu arftakarnir, en Foot skaust á milli þeirra og hafði betur. Verkamannaflokknum á þessum tíma hefur verið líkt við Bermúdaþríhyrning- inn. Fjórmenningaklíkan á hægri væng flokksins, Shirley Williams, Roy Jenkins, David Owen og Bill Rodgers, klauf sig út úr honum og stofnaði flokk sósíal- demókrata. Lengsta sjálfsmorðsbréf sögunnar Foot tókst að hemja óánægjuraddirnar í flokknum, en það kostaði tilslakanir, sem ekki juku vinsældir flokksins hjá kjósendum. Stefnuskráin, sem hann setti fram fyrir kosningarnar 1983, hefur verið kölluð lengsta sjálfsmorðsbréf sög- unnar. Í kosningunum náði Thatcher auðveldu endurkjöri. Í fjármálahruninu 2008 leitaði Brown í stefnuskrá Foots frá 1983 og hinar óhæfu hugmyndir urðu gjaldgengar, allt frá umfangsmiklum fjárútlátum til að ná Bretlandi upp úr kreppunni til þess að taka lán til að fjármagna framkvæmdir og setja fjármálalífinu strangari reglur. Neil Kinnock tók við forystunni af Fo- ot og markaði upphaf þeirra breytinga á flokknum, sem leiddu til sigurgöngu flokksins á tíunda áratug liðinnar aldar undir forystu Tonys Blair. Foot tjáði sig ekki mikið um Verkamannaflokkinn undir forustu Blairs og ef til vill hefur sú staðreynd að lofsamlegt bréf Foots um Blair hjálpaði þeim síðarnefnda að ná sæti á þingi 1982 skipt máli. Foot dró ekkert undan í gagnrýni sinni, en var þó aldrei illkvittinn. Þess vegna bera meira að segja andstæðingar hans honum vel söguna. Tony Blair tekur á móti Michael Foot í Downing-stræti á níræðisafmælinu 14. júlí 2003. Umdeildur hugsjónamaður Michael Foot lét sannfær- inguna ráða og ósigra ekki á sig fá Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Michael Foot á fundi andstæðinga kjarnorkuvopna, sem haldinn var 6. ágúst 2005 í tilefni þess að 60 ár voru liðin frá Hiroshima. Ummæli Foots „Menn við völd hafa ekki tíma til að lesa og þó eru menn, sem ekki lesa, óhæfir til að vera við völd.“ „Flest réttindi hafa unnist fyrir tilstilli fólks, sem braut lögin.“ „Ég tel að það eigi að afnema lávarða- deildina, en lít ekki svo á að besta leiðin fyrir mig til að afnema hana sé að fara þangað sjálfur.“

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.