SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 21
7. mars 2010 21
Unglingurinn Axel Fannar Friðriksson var fjög-
urra ára þegar foreldrarnir stofnuðu veitinga-
staðinn og hefur ekki vanist því að pabbi og
mamma séu heima á laugardagskvöldi. Fyrst
var barnapía hjá honum og síðan var hann drif-
inn með í vinnuna. Dóttirin Karen Ösp, sem nú
er 18 ára, hefur líka starfað af krafti með for-
eldrum sínum. „Okkur þykir mjög vænt um það
hve þau hafa sýnt þessu mikinn áhuga – og hve
mikinn skilning þau sýna ákvörðun okkar nú,“
segir Friðrik.
Þau Arnrún segja starfsfólk sitt frábært og
það verði örugglega ekki lengi atvinnulaust en
sjálf vita þau ekki hvað er framundan; nema að
nú verða þau saman í helgarfríi í fyrsta skipti í
langan tíma. „Ég er mikils metinn og hæfur í
þessu starfi og veit ég þarf ekki að sitja lengi
heima og ráða krossgátur“ segir Friðrik.
Hann hafnaði atvinnutilboði frá Noregi á síð-
asta ári, ekkert sé í hendi en heldur ólíklegt að
hann starfi áfram á Akureyri. Þó sé ekkert
öruggt í þeim efnum.
Friðriki hefur hlotnast ýmis upphefð, ekki síst
í útlandinu. „Friðrik V. er orðið alþjóðlega vel
þekkt merki og ég sit til dæmis í akademíu sem
velur 50 bestu veitingastaði í heimi: Academy
San Pelligrino þar sem virtir kokkar og mat-
argagnrýnendur um allan heim taka að sér að
velja. Þá höfum við náð góðum árangri í Slow
Food og fengið verðlaun hjá norrænu samtök-
unum Nordisk Mat.“
Friðrik segist ekki sár, en þó þyki honum sem
margir taki því sem sjálfsögðum hlut að hann
sé á sínum stað og jafnvel tilbúinn að kynna
svæðið og matvæli þaðan í sjálfboðavinnu en
svo sé sjálfsagt að kaupa af einhverjum öðrum.
„Mér líður stundum eins og ég sé að spila
með KA í 2. deildinni, allir viti að ég sé lang-
bestur og gæti spilað í 1. deild eða jafnvel í Eng-
landi en ég sé svo mikill KA-maður að engin
hætta sé á því að ég fari. Þess vegna þurfi ekk-
ert að gera fyrir mig.“
Verð varla lengi
heima við að
ráða krossgátur
miðað er við Reykjavík. Hér reyna menn að lifa af þessu;
það er ekki mikið um að einhverji ætli sér að græða mikla
peninga á stuttum tíma eins og í 101.“
Hann veltir mjög fyrir sér málefum ferðaþjónustunnar:
„Ætlar Akureyri að verða alvöruferðamannabær eða vera
fyrrverandi iðnaðarbær eins og í dag. Þetta þarf að
ákveða. Ef við ætlum að verða alvöruferðamannabær
vantar mikið upp á og ég lýsi eftir stefnu bæjaryfirvalda.
Ekkert gerist af sjálfu sér; Akureyri er ekki skíðabær af
því að einhver segir það. Það er ekki nóg að segja að við
ætlum að verða ferðamannabær; KA og Þór fara ekki
bæði upp í 1. deild þó að við segjum það, ef þau eru að
berjast við að hanga í 2. deild.“
Hvers vegna norður?
Friðrik segir nauðsynlegt að menn átti sig á þeirri stað-
reynd að Akureyri sé nú þegar fyrst og fremst ferðaþjón-
ustubær. „Þegar ég kom heim úr námi, 1994, fór bærinn á
hliðina ef hingað komu 2-3 þúsund manns yfir helgi. Nú
eru hér 3-5 þúsund manns um hverja einustu helgi og
venjulegur Akureyringur á Eyrinni finnur ekki fyrir því –
vegna þess að við erum orðin góð í þessu. En við eigum að
vilja meira. Undanfarið höfum við fengið margt fólk
norður vegna þess að það hefur ekki efni á því að fara til
útlanda á skíði – en við eigum að hafa metnað til þess að
gera þetta fólk háð okkur. Að þegar það hefur aftur efni á
að fara út vilji það samt koma hingað vegna þess að það sé
gaman.“
Hann hefur viljað efla átakið sem kallað er Matur úr
héraði. „Vinur minn fyrir sunnan, góður markaðsmaður,
segir að helsti styrkleiki okkar á Reykjavíkursvæðinu sé
hve við leggjum mikla áherslu á matvæli úr heimabyggð,
en það sé jafnframt helsti galli okkar hér á heimamark-
aði.“ Annar sagði hann hafa gert mistök með því að flytja
staðinn úr Strandgötu upp í Kaupvangsstræti. „Ég hefði
frekar átt að koma með staðinn suður, til viðskiptavin-
anna. Um það má eflaust deila.“
Friðrik varar alltjent við andvaraleysi. Segist til dæmis
hafa rætt við bæði þingmenn kjördæmisins og stjórn-
endur bæjarins um vandræði síns fyrirtækis. „Ég veit
auðvitað að ekki er hægt að hjálpa mér beint, en ég er
sorgmæddur vegna máttleysis þessa fólks; til dæmis að
ekki sé tekið á vandamálum eins og flutningskostnaði.
Við gætum misst fiskvinnslu og kjötvinnslu úr bænum
vegna þessa og nú held ég að tími sé til kominn til þess að
fólk í bæjarólitíkinni átti sig á stöðunni. Ef það stendur
ekki með fyrirtækjunum á staðnum verður kannski ekk-
ert eftir. Menn eru alltaf tilbúnir að hlaupa í fangið á ein-
hverju nýju en af hverju er ekki hlúð að þeirri starfsemi
sem er fyrir hendi?“
Friðriksdóttir og unnusti hennar, Alexander Magnússon.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
NOTAÐU
LEIKHÚSKORTIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Gildir leikárið 2009–2010
Mbl., IÞ
„Sýning á Gerplu er hreint út sagt upplifun, bara
leikhúsupplifun sem maður verður ekki svo oft fyrir.
Ótrúlega skemmtileg og fyndin og nýstárleg sýning“.
Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarkona
HÆNU
UNGARNIR
MEISTARALEG MEÐFERÐ
Á MEISTARALEGUM TEXTA. TMM, SA
Mbl., GB
Fbl., EB
Mbl., GB
Besta leiksýning ársins
2009 Mbl., IÞ
SÝNINGUM LÝKUR Í APRÍL! LOKASÝNING 16/04
FRUMSÝNING 1
3. MARS
Tryggðu þér miða í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is