SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 25
7. mars 2010 25
koma svakalegar vinnutarnir sem ætla engan endi
að taka. Það er mikilvægt að búa við skilning á
því á heimilinu. Sömuleiðis veiti ég Unni svigrúm
og skilning þegar hún er að vinna. Við skiljum
starf hvort annars ágætlega.“
Er það rétt að á sýningum sé áhorfendasal-
urinn misjafn frá kvöldi til kvölds og leikarar
finni það?
„Mjög svo og þar kemur margt til. Aldurs-
samsetning skiptir til dæmis máli. Það getur
sömuleiðis verið mikill munur á vikudögum. Á
föstudags- og laugardagskvöldum finnst manni
oft sterkari krafa um að láta skemmta sér: Jæja,
sýnið mér hvað þið getið og gerið þetta þess virði.
Á sunnudögum er oft afslappaðri salur meðan
hann er tregari í taumi í miðri viku. Það eru mikil
vísindi í þessu.“
Þú hefur mikla ástríðu gagnvart leiklistinni,
er það ekki?
„Ég ætlaði alltaf að vera leikari. Það er óskap-
lega gaman að vinna í leikhúsi. Þar er skapandi
umhverfi og ég hef mikla þörf fyrir slíkt um-
hverfi. en ég veit ekki hvort þessi leikhúsástríða
fleytir mér yfir marga áratugi í viðbót.“
Er það ekki bara vitleysa hjá þér að þú munir
ekki vera í þessu starfi í marga áratugi?
„Jú, kannski.“
Hvað annað myndirðu gera?
„Nákvæmlega! Ég hef reyndar unnið á ólíkum
sviðum, við kvikmyndagerð og sett upp leiksýn-
ingar sem framleiðandi. Að mörgu leyti heillar sá
hluti leikhússins ekki síður en það að standa á
sviði öll kvöld. Það þarf sérstaka þolinmæði
gagnvart því að eyða öllum kvöldum í leikhúsinu
en meðan ég hef svona gaman af starfinu þá held
ég áfram. En ég finn að þessi brunnur er ekki
ótæmandi.
Fyrir mér er leikhúsið staður þar sem ekki er
hægt að vinna ef maður er ekki fullkomlega inn-
blásinn. Það skiptir máli að fara alveg inn í hlut-
verkið, gefa allt í það og verkefnið sem maður er
að vinna að. En ef maður, af einhverjum ástæð-
um, hefur ekki forsendurnar fyrir því og kraftar
manns nýtast ekki fullkomlega þá getur róðurinn
orðið mjög þungur. Ég hef reyndar orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að vinna í skemmtilegum og
krefjandi verkefnum frá því ég útskrifaðist. Mað-
ur verður að passa sig á að vinna ekki of mikið því
um leið og maður er orðinn þreyttur þá tæmist
brunnurinn. Ef maður sprengir klárinn sinn
hleypur hann ekkert meir. En ef maður fer rétt að
honum og skapar honum sæmilega öruggt um-
hverfi getur hann verið frábær í mörg ár. Og þetta
á ekki bara við starf leikarans heldur öll störf.“
Morgunblaðið/Golli
„Fyrir mér er leikhúsið staður þar
sem ekki er hægt að vinna ef
maður er ekki fullkomlega inn-
blásinn,“ segir Björn Thors.
’
Við höfum alltaf verið
á flótta undan lögum
alþjóðasamfélagsins.
Við höfum alltaf verið treg til
að taka þátt í samstarfi af því
að okkur finnst við vera svo
sjálfstæð og heilsteypt og
viljum vera smá. Við viljum
vera sjálfstæð en stikkfrí á
sama tíma vegna smæðar
okkar.
Á Austur-Indíafjelaginu geturðu nú kitlað bragðlaukana
með veislu í tilefni Holi-hátíðarinnar á Indlandi.
Risarækjur í forrétt, í aðalrétt eru kjúklingalundir, lambafillet
og grænmetisréttur. Með þessu er síðan úrval Naan-brauða,
Raitha, hrísgrjón og að síðustu ljúffengur eftirréttur.
Þessi ríkulegi veislukostur býðst nú í mars á
aðeins 4.990 kr. sun-fim og 5.990 kr. fös og lau.
Á föstudags- og laugardagskvöldum svífur
dansfuglinn Mínerva inn í veitingasal okkar
með sínum yndisþokka og dansi.
Borðapantanir í síma 552 1630.
Hverfisgata 56, 101 Reykjavík
Sími: 552 1630
austurindia@austurindia.is
Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00
fös. og lau. 18:00 - 23:00 www.austurindia.is
HOLI
MATSEÐILL
Austur-Indíafjelagsins
Lítríkur og dásamlegur
4.990kr. sun-fim
5.990 kr. fös-lau
HOLI-hátíð
gleði, dans
og litríkur matur