SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 27

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 27
7. mars 2010 27 Á rið 2009 barst Vísindavef Háskóla Íslands eftirfarandi spurning: „Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt?“ Gunnar Þór Magnússon stærðfræðingur svarar að svo sé ekki og að „[á]stæðan fyrir að það er ekki hægt að sanna kúlulögun jarð- arinnar vísindalega er að vísindamenn sanna aldrei neitt. Þeir smíða tilgátur og kenningar til að útskýra fyrirbæri í náttúrunni og þeir prófa tilgáturnar sínar með tilraunum. Það er aðeins hægt að hrekja, prófa eða endurbæta vísindalega tilgátu, en ekki sanna hana.“ Spurningin hvort búið sé að sanna ákveðna vísindalega tilgátu er því í raun marklaus en þeim mun mikilvægara er að vega og meta þær athuganir og rök sem við höfum til að velja eina kenningu fram yfir aðra. Í sumum tilfellum veljum við jafnvel að nota ófull- komnari kenningar ef við metum svo að þær lýsi aðstæðum okkar nægilega vel, framyfir flóknari kenningar sem samræmast raun- veruleikanum betur, á svipaðan hátt og kortagerðarlist í ímynduðu landi, í þekktri smásögu eftir Borges, leið undir lok þegar hún hafði náð slíkri fullkomnun að kortið var orð- ið jafn stórt landinu sem það sýndi. Eðli heimsins Frá örófi alda hefur mannfólkið reynt að skilja heiminn í kringum sig, skilja gang reiki- stjarnanna, skilja hvernig efni er samsett, hverjar eru orsakir sjúkdóma, nátt- úruhamfara, og svo mætti lengi telja. Í þess- um tilgangi hafa verið smíðaðar tilgátur um eðli heimsins sem hafa haldið velli í mis- langan tíma, sumar studdar af tilraunum eða heimspekilegum röksemdafærslum, aðrar studdar af kirkju eða öðrum valdastofnunum, oft í beinni þversögn við athuganir. Áhugavert er að skoða hvaða kenningar það eru um eðli heimsins sem þorri fólks (í hinu svokallaða vestræna samfélagi) á hverjum tíma skilgreinir sem „réttar“ eða „sannar.“ Gríski heimspekingurinn Pýþagóras er sagður hafa gert sér grein fyrir tengslum hlutfalla og tónlistar – að ákveðin tónbil svöruðu til ákveðinna hlutfalla í stærð hluta. Pýþagórasi og fylgismönnum hans er einnig eignuð sú hugmynd að (kúlulaga) jörð, sól og reiki- stjörnur ferðist í hringi í kringum mikinn eld og að hlutföllin milli brauta hnattanna svör- uðu til fullkominna hljóma – tónlistar al- heimsins! Tveimur öldum fyrir fæðingu Krists hafði gríski heimspekingurinn Aristarkos skoðað ferðir stjarnanna og gert sér grein fyrir því að jörðin og reikistjörn- urnar ferðuðust umhverfis sólina. Honum tókst einnig að staðsetja allar sýnilegar reikistjörnur í réttri röð í sól- kerfinu. Fyrir þetta var Aristarkos sak- aður um guðlast og eldri hugmyndir Arist- ótelesar þar sem jörðin var í miðju alheimsins héldu velli í um 1.800 ár. Í heimsmynd Aristótelesar voru plán- eturnar óbreytanleg fyrirbæri sem gengu eftir fullkomnum hringlaga brautum á föst- um hraða umhverfis jörðina. Hér var það hugmyndin um fullkomnun himnanna og sérstöðu jarðarinnar sem varð vísinda- legum athugunum yfirsterkari, með þeirri skýringu að frávik frá full- komnun í hinum „sýnilega raun- veruleika“ ættu sér skýringar í ófullkomleika mannskepnunnar. Slík heimsmynd féll vel að hug- myndum kirkjunnar um sköpun heimsins og sambandi mannsins við almættið og stóð kirkjan dyggilega vörð um jarðmiðju- kenninguna í árhundruð. Sólmiðjukenningin Rit Kópernikusar um sólmiðjukenn- inguna er eitt þeirra ritverka sem marka upphaf svokallaðrar vísindabyltingar um miðja 16. öld. Nokkru síðar renndi Johannes Kepler frekari stoðum undir sólmiðjukenn- inguna með því að sýna fram á að skýra mætti ferð reikistjarna á himninum með mikilli ná- kvæmni með því að gera ráð fyrir að þær ferðuðust á sporöskjulaga brautum umhverfis sólu en ekki hringlaga. Hann reiknaði einnig út að reikistjörnurnar ferðuðust á breyti- legum hraða og að út frá hlutfalli mesta og minnsta hraða hverrar plánetu mætti finna tónbil, t.d. hálftón fyrir jörðina (mí-fa skv. Kepler). Í ritinu Harmonices Mundi frá árinu 1619 lýsir hann tónbilum reikistjarnanna og leiðir líkum að því að þær geti einstaka sinn- um myndað fullkominn hljóm en að slíkt hafi e.t.v. aðeins gerst við sköpun heimsins. Í upphafi vísindabyltingar voru skil milli heimspeki, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, dulspeki, trúarbragða, gullgerðarlistar og fleiri greina ekki skýr. Isaac Newton skrifaði til dæmis meira um túlkun Biblíunnar og dul- spekileg málefni en um vísindi, en vís- indakenningar hans áttu þó eftir að gera hann að einni áhrifamestu persónu mannkynssög- unnar. Þegar Newton birti bók sína Principia (um stærðfræðilegan grundvöll heimspeki nátt- úrunnar) árið 1687 var hann sakaður um að blanda saman vísindum og yf- irskilvitlegum öflum með því að leggja til að ósýnilegur kraftur gæti verkað milli hluta yfir gríðarlegar vega- lengdir án snertingar. Þennan kraft köllum við þyngdarkraft. Sannfæringarkrafturinn í tilgátu Newtons um eðli raunveruleikans fólst samt sem áður í einfaldleikanum – að út frá einföldu stærðfræðilegu samhengi massa hluta og fjarlægðinnar á milli þeirra mætti spá fyrir um fallhraða hluta jafnt og hreyfingar himintunglanna. Newton sjálfur viðurkenndi að tilvist þyngd- araflsins væri ráðgáta og að hann hefði á henni engar rökrænar skýringar. Newton og Einstein Kenning Newtons um þyngdaraflið er kennd í skólum í dag eins og um sjálfsagðan sannleika sé að ræða, þrátt fyrir að hugmyndin um ósýnilegan kraft á milli hluta sé jafn yf- irskilvitleg og fyrir 300 árum. Minna er rætt um að ný heimsmynd hafi orðið til í upphafi 20. aldar þegar Albert Einstein sýndi fram á að engin ástæða væri til að gera ráð fyrir þyngdarkrafti, massi hluta sveigir einfaldlega (!) tímarúmið á þann hátt að okkur virðast hlutir dragast hver að öðrum, epli sem við hend- um upp í loftið snýr ekki við og fellur niður aftur fyrir tilstilli ósýnilegra krafta heldur fylgir nákvæmlega beinni línu í rúmtíma sem er sveigður vegna þyngdar jarðarinnar. Jörðin ferðast í kringum sólina því það er bein lína í rúmtíma – enginn ósýnilegur kraftur verkar á jörðina til að breyta stefnu hennar. Þrátt fyrir að ýmsar mælingar hafi verið gerðar sem koma betur heim og saman við heimsmynd Einsteins en lögmál Newtons þá leggjum við þau síðari enn til grundvallar skilningi okkar á heiminum því þau lýsa hon- um nægilega vel í langflestum tilvikum og liggja mun nær okkar hversdagslegu upplif- unum en hugmyndir um sveigðan rúmtíma. Þetta ber ekki að skilja sem svo að kenn- ingar vísindanna séu tilviljanakenndar, þær þurfa áfram að standast ströngustu kröfur um innra rökfræðilegt eða stærðfræðilegt sam- ræmi og kenningar þarf að endurskoða ef þær samræmast ekki einhverjum mælanlegum fyrirbærum. Hæfileiki mannskepnunnar til að setja at- huganir í vísindalegt samhengi hefur skilað ótrúlegum framförum frá upphafi vís- indabyltingar. Vissulega hafa þær framfarir einnig haft ýmsar óæskilegar og ófyrirsjáan- legar afleiðingar í för með sér, en þau vanda- mál sem upp hafa komið munum við í flestum tilfellum einnig þurfa að leysa með vísinda- legum aðferðum. Fjöldi vísindamanna leitast við að svara þeirri spurn- ingu hvort líf megi finna á öðrum hnöttum. Stjörnu- líffræði (sjá t.d. astrobio- logy.nasa.gov og www.stjor- nuskodun.is/lif-i-alheimi) er vísindagrein þar sem líf- fræði, jarðfræði, efnafræði, eðlisfræði og stjarnvísindi sameinast til að leita svara við spurningum eins og hvernig líf varð til á jörðinni, hvað eigi að skilgreina sem líf, hvaða aðstæður séu nauðsynlegar svo líf geti kviknað og þrifist, og hvort hægt sé að greina slíkar að- stæður annars staðar í al- heiminum. Er líf á öðrum hnöttum? Vísindi á mannamáli Kristján Leósson eðlisfræðingur og Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld og rektor Listahá- skóla Íslands skrifa um vísindi á mannamáli. Ef heimurinn væri tvívíður mætti sjá fyrir sér sveigju flatarins kringum sólina á þennan hátt. Erfiðara er að sjá fyrir sér sambærilega sveigt þrívítt rými. Heimsmynd úr handriti Peter Apian, Cosmographia (1539) Alheimurinn er tónverk … … og þyngdarlögmálið ímyndun

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.